Fréttablaðið - 15.06.2007, Side 14

Fréttablaðið - 15.06.2007, Side 14
Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi Vinstra grænna í Kópavogi, sagði á bæjarstjórnar- fundi í vikunni að flokkur hans væri alfarið á móti því að í Kópavogi væri rekin starfsemi sem hlutgeri líkama kvenna. „Klámiðnaður og starfsemi tengd honum á ekki að eiga skjól í bænum. Vinstri græn telja að leita eigi allra leiða til að úthýsa slíkri starfsemi úr bæjarfélaginu. Sú umræða sem fram hefur farið undanfarna daga um mansal, vændi og skerðingu á ferðafrelsi starfsfólks ýtir enn frekar undir þessa skoðun,“ sagði í bókun Ólafs Þórs. Vill ekki klám í Kópavogi Fjölmörg dæmi eru þess að innbrot hafi verið upplýst vegna þess að nágrannar höfðu auga með húsum nágranna sinna og létu lögreglu vita um grunsamlegar ferðir manna og bifreiða, að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu. Lögreglan hvetur fólk til að sýna árvekni gagnvart innbrotsþjófum og bendir á að öflug nágranna- varsla skili árangri. Húsnæði sem stendur autt til lengri tíma getur verið auðvelt skotmark innbrots- þjófa. Gott er að geta leitað til nágranna þegar farið er í frí og fá þá til að líta til með húsnæðinu. Athugull nágranni getur bæði stuggað við þjófi og gefið lögregl- unni lýsingu á mönnum og bifreið- um og bílnúmer. Oft hefur gerst að menn hafa hringt dyrabjöllum og þegar komið er til dyra hafa þeir spurt eftir ein- hverjum með nafni og sagt að þeir hafi átt að taka hann með í vinnu eða eitthvað álíka. Þegar sagt var að enginn slíkur byggi þar hafa mennirnir afsakað sig með að hafa farið götuvillt. Stundum hafa þess- ir menn notað aðrar afsakanir og ástæður. Þarna eru menn oft að kanna hvort einhver sé heima í hús- inu með það í huga að brjótast inn. Lögreglan bendir fólki á að vera á verði gagnvart svona mönnum. Nágrannavarsla skilar árangri Yfirstjórn Alþjóðasam- bands kommúnista, Komintern, hafði miklar áhyggjur af áætlun- um Kommúnistaflokks Íslands að leggja niður flokkinn og stofna Sósíalistaflokkinn með klofnings- hópi í Alþýðuflokknum. Þetta kemur fram í nýrri grein Jóns Ólafssonar, prófessors við Háskól- ann á Bifröst í Sögu, tímariti Sögu- félagsins. Grein Jóns byggir á áður óbirtu minnisblaði þeim sem sá um mál- efni Norðurlanda í Komintern og er dagsett í ágúst 1938 og bendir það til að þrátt fyrir að stjórn Komm- únistaflokksins hafi í ýmsu farið að ráðum Komintern, þá hafi sam- þykki alþjóðasambandsins ekki verið fyrir að fara í þessu tilfelli. Eins og Jón benti á var alþjóða- sambandið því samþykkt að Kommúnistaflokkurinn leitaði samstarfs við Alþýðuflokkinn og Framsóknarflokkinn, meðal ann- ars í gegn um ASÍ og Ungmenna- félag Íslands. Sambandið var því hinsvegar algjörlega mótfallið slíkri sameiningu, ef hún yrði til þess að Alþýðuflokkurinn myndi klofna, eins og raunin varð með stofnun Sósíalistaflokksins. Í svari við bréfi Einars Olgeirssonar, sem sent var sumarið 1938 og þar sem Einar reyndi að færa rök fyrir stofnun Sósíalistaflokksins, þrátt fyrir klofning Alþýðuflokksins, hélt Komintern því fram að slíkur klofningur myndi meðal annars leiða til frekara samstarfs Sjálf- stæðisflokks og Framsóknar- flokks og koma í veg fyrir frekari sameiningu vinstri flokka á Íslandi. Komintern var mótfallið stofnun Sósíalistaflokksins Opið á Kletthálsi 11 mánudaga til föstudaga kl. 10–18 og laugardaga kl. 12–16 100% lán af völdum bílum * * M ið að v ið 1 00 % lá n fr á SP F já rm ög nu n. Gott úrval Pajero Sport á frábærum kjörum Notaðir bílar í toppstandi! Dráttarbeisli og sumar- og vetrardekk fylgja öllum Pajero Sport jeppum Nýlegir og góðir eldri Pajero Sport jeppar á verði frá aðeins 1.190.000 kr. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA Pokabuxur hafa verið bannaðar í bænum Delcambre í Louisiana í Banda- ríkjunum. Bæjarstjórn sam- þykkti þetta einróma í vikunni. Þeir sem ganga í pokabuxum eiga yfir höfði sér yfir þrjátíu þúsund króna sekt eða hálfs árs fangelsisvist fyrir ósæmilegan klæðaburð. Þrátt fyrir að pokabuxur séu helst vinsælar hjá aðdáendum hiphop- og rapptónlistar segir bæjarstjórinn að bannið beinist ekki gegn svörtu fólki. „Öllum sem ganga í svona buxum verður refsað. Þeir væru betur settir í kjól en svona buxum.“ Bannað að vera í pokabuxum Umsóknarfrestur um lóðir í Úlfarsárdal rann út í fyrradag. Samtals bárust 374 umsóknir um lóðirnar en 115 lóðir eru í boði. Í boði eru 73 lóðir fyrir einbýlishús, 27 fyrir parhús, ellefu raðhúsalóðir og fjórar lóðir fyrir fjölbýlishús. Alls er um 388 íbúðir að ræða. Dregið verður úr umsóknum og er gert ráð fyrir að úrdrátturinn fari fram í næstu viku. Tæplega 400 vildu lóð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.