Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.06.2007, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 15.06.2007, Qupperneq 34
BLS. 6 | sirkus | 15. JÚNÍ 2007 Þ að hafði blundað í mér lengi að gera eitthvað sjálf. Ég var að hugsa um að opna eitthvað nýtt en þegar mér bauðst þetta tók ég mér viku til að hugsa málið. Ég þurfti ekki lengri tíma,“ segir Guðbjörg Her- mannsdóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland sem rekur verslunina Sirrý í Grindar- vík. Guðbjörg tók við versluninni í apríl og hún segir reksturinn ganga vel. „Mér finnst þetta æðislegt, fjölbreytt og það að hitta fólk á vel við mig. Mér þykir gaman að gera nýja hluti og takast á við ný viðfangsefni svo ég er alveg að fíla mig í þessu,“ segir Guðbjörg sem hafði starfað áður í versluninni. „Ég er samt engin tískufrík og hef aldrei verið. Þetta er því ákveðið verkefni sem ég er að takast á við,“ segir hún og bætir við að hún hafi fljótt gert sér grein fyrir að hún yrði að versla inn allskyns föt og einnig föt sem hún myndi ekki ganga í. „Ég veit hvað er í tísku hverju sinni þótt ég fylgi sjálf ekki alltaf tískunni. Því panta ég það sem ég veit að mun ganga,“ segir hún og bætir við að hún hlakki til að fara erlendis í verslunar- ferðir fyrir búðina. Guðbjörg ákvað að vera með leikhorn fyrir börn í verslun- inni auk þess sem hún býður gestum upp á kaffi og jafnvel með því. „Ég þekki hvernig börn eru í verslunum og fannst því nauðsynlegt að bjóða þeim upp á smá afþreyingu þegar þau koma með mömmum sínum. Pabbarnir geta líka sest niður og slakað á og fengið sér kaffi ef þeir eru ekki að nenna að versla,“ segir hún hlæjandi og bætir við að hún hafi fengið frábærar viðtökur. „Ég er bara rétt að byrja og þetta legst vel í mig.“ indiana@frettabladid.is GUÐBJÖRG HERMANNSDÓTTIR, FYRRVERANDI FEGURÐARDOTTNING ÍSLANDS, REKUR TÍSKUVÖRUVERSLUNINA SIRRÝ Í GRINDAVÍK. ALDREI VERIÐ TÍSKUFRÍK SUMARDRESS Guðbjörg í kvartbuxum og gulum skóm og bol. „Þetta dress er rosalega þægilegt og guli liturinn er minn litur.“ /MYND HÖRÐUR APPELSÍNUGULI JAKKINN „Ég er tiltölulega nýbyrjuð að ganga aftur í gallabuxum og finnst þessar mjög flottar. Ég keypti leðurjakkann á Spáni og fékk mér líka túrkísbláan og annan grænan.“ /MYND HÖRÐUR DJÚSÍ GALLINN „Ég nota þetta mikið heima, þetta eru þægileg föt en samt töff og ég get druslast í þessu.“ /MYND HÖRÐUR VAN HELSING KÁPAN „Þetta er uppá- haldskápan mín. Ég keypti hana í San Franciso á sínum tíma og finnst hún rosalega flott.“ /MYND HÖRÐUR SENJÓRÍTUKJÓLL- INN „Þetta er nýjasta uppáhaldið mitt. Ég fann hann á heildsölu sem ég versla við fyrir búðina og varð alveg veik og hef ekki séð eftir því. Svo keypti ég skó í stíl, maður má ekki klikka á því.“ /MYND HÖRÐUR Þ etta er mikill heiður. Ilse Jacobsen er mjög þekkt í Skandinavíu og selur vörur sínar um allan heim,“ segir Helga Ólafsdóttir fatahönnuður sem nýlega var valin önnur af tveimur fata- hönnuðum fyrir merkið Ilse Jacobsen sem er líklega þekktust fyrir gúmmí- stígvélin flottu. „Ragnheiður, sem er eigandi Ilse Jacobsen „concept“-búð- arinnar á Íslandi, nefndi við mig að Ilse væri að leita að hönnuðum fyrir nýja fatalínu sem hún væri með í start- holunum. Ég var nýkomin úr fæðing- arorlofi og ákvað að skella ferilskránni minni til Ilse. Ég lærði í Danmörku og hafði alltaf langað að flytja þangað aftur og þegar ég fékk svar til baka um að hún vildi hitta mig ákvað ég að slá til,“ segir Helga sem sér ekki eftir því í dag. „Ég mætti til hennar korteri fyrir jól svo það var ekki bakað mikið af jólakökum á mínu heimili þau jólin. Í staðinn sat ég og teiknaði og skissaði og mætti svo til hennar með möppuna mína þar sem hún sat með stóran bunka af umsóknum. Ilse var mjög jákvæð en svo kom stóra spurningin, áttu ekki tvö börn og mann? Hvað með þau? Ég hafði ekki hugsað svona langt en tók hinn týpíska Íslending á þetta og sagði bara: það reddast,“ segir Helga sem flýgur reglulega milli Íslands og Danmörku. Von er á fötunum í verslanir í byrjun næsta árs en Helga og hinn hönnuður- inn, Line Rumhult, eru að hanna sum- arlínuna fyrir árið 2008. „Stóra sýning- in verður svo 7. ágúst, þá verður fata- og skólína kynnt með öllum þeim látum sem fylgja, þetta er ótrúlega spenn- andi,“ segir Helga og bætir við að hún eigi ótrúlega góðan mann sem standi 150 prósent á bak við hana. „Annars gæti ég þetta ekki. Það er hins vegar allt hægt ef viljinn er fyrir hendi og það hafa allir stutt mig í þessu.“ indiana@frettabladid.is Hannar föt fyrir Ilse Jacobsen Helga Ólafsdóttir fatahönnuður Hypnôse ilmurinn frá Lancôme er nú fáanlegur í 30ml glasi í öskju ásamt fallegri tösku og 100ml húðmjólk Aðeins er greitt fyrir ilminn Líttu við á næsta Lancôme útsölustað
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.