Fréttablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 36
BLS. 8 | sirkus | 15. JÚNÍ 2007
Þ rátt fyrir að stýra ekki lengur hinu opinbera, hefur hann engu að
síður kverkatak á efnahagslífinu. Hans
álit vegur væntanlega þyngst þegar
stýrivextir eru ákveðnir og áhrifa af
þeim ákvörðunum gætir út um allt
samfélag, hjá öllum.“
„Getur hæglega hækkað við sig
launin með dyggum stuðningi Sjálf-
stæðismanna sem sitja í nýkjörinni
meirihlutastjórn.“
„Davíð hefur verið valdamesti
maður Íslands í á annan áratug og
stýrir nú efnahagsmálum í gegnum
Seðlabankann. Hann er sterkur bak-
vörður Sjálfstæðisflokksins þótt hann
sé ekki í framvarðarsveitinni lengur.
Völd hans fara þó minnkandi, a.m.k. á
yfirborðinu á meðan Geirsarmurinn
styrkir sig í sessi.“
„Jafnvel þó að hann sé formlega hætt-
ur í pólitík sjást enn merki um hræðslu
við að ganga gegn skoðunum hans
innan úr Sjálfstæðisflokknum. Fáir
gætu haft jafnmikil áhrif án þess að
segja eða gera nokkurn skapaðan hlut.“
Jón Ásgeir Jóhannesson
H efur byggt upp slíkt stórveldi í við-skiptalífinu að annað eins þekkist
varla. Ítök hans eru nánast alls staðar
og fólk þarf eiginlega að leggja mikið á
sig til að komast hjá því að eiga við-
skipti við fyrirtæki sem hann á.“
„Klárlega einn af valdamestu mönn-
um landsins.“
„Hefur bein og óbein áhrif á lífskjör
tugþúsunda Íslendinga, neytendur og
starfsfólk og svo á afkomu ótrúlegs
fjölda fólks af öðru þjóðerni sem starf-
ar hjá öllum þeim fyrirtækjum sem
hann tengist. Sá sem hefur áhrif á
pyngju fólksins ræður miklu. Það sem
einkennir Jón Ásgeir er að hann fer vel
með þau miklu völd sem hann hefur,
hann er góðhjartaður milljarðamær-
ingur sem lætur gott af sér leiða.“
„Jón Ásgeir og Baugsfjölskyldan
ásamt öðrum ráða því sem þau vilja
ráða, einnig því hverjir stjórna landinu
og ráðstafa gæðum þess.“
„Samanlagt á hann og Björgólfur Thor
nánast í hverju einasta stórfyrirtæki á
Íslandi. Þeir eru í þeirri aðstöðu að geta
ráðið því í gegnum eignarhluta sinn hvort
fyrirtæki lifi eða lognist út af og hafa þar
með bein áhrif á lífsviðurværi tugþús-
unda Íslendinga. Óbein áhrif þeirra eru
líka gríðarleg, því fyrirtæki þeirra eru
orðin einhverjir stærstu styrktaraðilar
ýmissa lista- og líknarmála.“
„Enginn kemst með tærnar þar sem
Jón Ásgeir hefur hælana á matvöru-,
tísku- og fjölmiðlamarkaði. Hann er
þannig langvaldamesti maður íslensks
menningarlífs. Ítök hans í mörgum
stærstu fyrirtækjum landsins, til dæmis
Baugi, FL Group og Glitni, skipa honum
sess sem einn af tveimur eða þremur
valdamestu mönnum viðskiptalífsins.
Að teknu tilliti til umsvifa hans á hinum
ýmsu sviðum þjóðlífsins er hann valda-
mesti maður landsins.“
„Jón Ásgeir - vegna eignarhalds hans
og þeirra Baugsmanna bæði innan-
lands og utan, ég tala nú ekki um hlut
þeirra í fjölmiðlum.“
„Hvunndagshetjur sem eru millj-
arðamæringar. Ítök þeirra í viðskipta-
lífinu eru ótrúleg og umsvif þeirra ná
langt út fyrir landsteinana. Þeir hafa
jafnframt verið virkir í pólitískri
umræðu sem síst hefur verið til þess að
draga úr völdum þeirra.“
„Ekki bara valdamesti maður í versl-
un og þjónustu heldur einnig í fjölmiðl-
um. Hann hefur haft gríðarleg áhrif á
heildsalastéttina sem hér var valdamik-
il á árum áður en er nú nánast horfin.
Þá er hann sterkur á fjölmiðlasviðinu.
Fjölmiðlar í hans eigu færu tæpast að
sverta mannorð hans, kafa djúpt í einka-
lífið eða gera rannsókn á viðskiptaferli
hans, eins og sumir aðrir hafa orðið fyrir
í fjölmiðlum hans.“
„Aðaleigandi stærsta fyrirtækis
þjóðarinnar og rekur sömuleiðis
stærsta fjölmiðlaveldið í einkaeigu.
Hefur haft ótrúleg áhrif á íslenskt sam-
félag; fyrirmynd annarra í útrásinni, en
um leið tákngervingur íslenskra kaup-
sýslumanna sem lifa hátt og vita vel af
ríkidæmi sínu.“
„Þræðir Jóns Ásgeirs liggja hvar-
vetna um íslenskt samfélag og hann er
ekki feiminn við að beita sér. Hann fer
einnig sínu fram, eins og sjá má á því
að hann lætur sem nýlegur dómur yfir
honum sé ekki til og gerist stjórnarfor-
maður félags sem er skráð á markað.
Og kemst upp með það.“
„Ríkur og framkvæmdaglaður og
spilar stórt hlutverk í íslensku samfé-
lagi sem fylgja mikil völd þó ekki ótak-
mörkuð. Hefur kannski einhver pólit-
ísk völd eins og margir ríkir menn, veit
ekki um það, en aðallega hefur hann
peningavöld. Getur líka keypt íbúðina
dýru í Skuggahverfinu.“
„Ætlar fjárfestingarfyrirtæki sínu
Baugi Group að verða stærsta í heimi í
verslunarrekstri innan fimm ára. Og
menn trúa að honum takist það, bíða
bara spenntir. Kraftmikill maður þar á
ferð. Ennfremur er hann í öðru sæti á
lista breska tískutímaritsins Drapers
Fashion magazine yfir áhrifamesta
fólkið í breskum tískuiðnaði. Á toppi
listans eru ekki tískuhönnuðir heldur
bissnessmenn. Þegar breska pressan er
farin að skipa Íslending í toppsæti yfir
áhrifamikla menn, þá ertu valdamik-
ill.“
„Líklega sá auðmaður Íslands sem
getur haft mestu áhrifin á daglega
neyslu landans með fjölbreyttu eigna-
safni sínu í fyrirtækjum sem nánast
allir Íslendingar eiga í einhverjum við-
skiptum við á hverjum degi. Jón Ásgeir
sem stærsti eigandi Baugs er án efa
valdamesti maður Íslands og getur
með einföldum aðgerðum haft mikil
áhrif á kaupmátt Íslendinga ef hann
kærir sig um.“
Geir H. Haarde
forsætisráðherra
E ðli málsins samkvæmt hafa allar ákvarðanir hans, eða manns í
hans embætti áhrif á daglegt líf okkar
til lengri eða skemmri tíma. Nú er bara
að vona að hann fari betur með það
vald en Davíð Oddsson gerði á sínum
tíma.“
„Tvímælalaust valdamesti maður
landsins. Sem forsætisráðherra og for-
maður stærsta stjórnmálaaflsins eru
völd hans geysileg, óumdeild og viður-
kennd. Hann stýrir þjóðarskútunni og
mun sennilega gera það næstu tólf
árin eða svo. Hversu vel honum tókst
að taka við völdunum af Davíð Odd-
syni, án þess að valda nokkrum usla,
sýnir hversu lunkinn og greindur hann
er. Þar að auki bræðir bros hans hvern
sem er og vinsældir hans eru miklar.“
„Geir, sem formaður í stærsta stjórn-
málaflokki landsins, þess flokks sem
hefur ráðið för í ríkisstjórn í 16 ár sam-
fellt, er líklegast valdamesti maður
landsins enda í þeirri aðstöðu að geta
framkvæmt nokkurn veginn það sem
hann vill. Að auki hafa hans ákvarðanir
líklegast áhrif á hvað flesta landsmenn,
afkomu þeirra og velferð.“
„Formaður Sjálfstæðisflokksins
hefur í krafti stöðu sína meiri völd en
nokkur annar í stjórnmálum hérlend-
is. Geir Haarde hefur styrkt stöðu sína
hratt undanfarið og er óvéfengdur.
Þótt ekki fari mikið fyrir honum eru
völd hans litlu minni en Davíðs þegar
ítök hans voru hvað mest. Geir hefur
það fram yfir Davíð að passa að mis-
bjóða ekki þjóðinni með valdbeitingu
sinni. Hann veit enn að vald hans er í
umboði fólksins.“
„Hefur náð ótvíræðri stöðu sem
leiðtogi Sjálfstæðisflokksins og mark-
að sér sérstöðu sem leiðtogi flokksins í
metnaðarfullu stjórnarsamstarfi.
Hefur sjálfstraust til að vera í samstarfi
á jafnréttisgrundvelli í ríkisstjórn.“
„Forsætisráðherra, skárra væri það
ef maðurinn teldist ekki til valdamestu
einstaklinga landsins.“
„Hefur á stuttum tíma náð miklum
völdum sem forsætisráðherra og for-
maður Sjálfstæðisflokksins. Er kom-
inn með alræðisvald yfir Valhöll og
flokknum almennt, án þess að margir
geri sér í raun grein fyrir því.“
„Formlega er Geir valdamesti maður
landsins enda forsætisráðherra. Hann
er í bestu stöðunni til þess að ná sínum
hugmyndum fram þó hann þurfti
stundum að sannfæra einhverja í
kringum sig. Enginn hefur meiri
pólitísk völd.“
„Sem forystumaður ríkisstjórnar-
innar hlýtur hann að teljast valdamesti
maður landsins. Hann nýtur mikillar
virðingar og óskoraðs trausts.“
JÓN ÁSGEIR
VALDAMESTUR
SIRKUS LEITAÐI TIL 22 MÁLSMETANDI EINSTAKLINGA Í LEIT AÐ VALDAMESTA
FÓLKI LANDSINS. BAUGSFEÐGAR, BJÖRGÓLFSFEÐGAR OG STJÓRNMÁLALEIÐ-
TOGAR ÞYKJA ÞEIR VALDAMESTU AÐ MATI ÞEIRRA SEM GÁFU ÁLIT SITT.
AÐEINS TVÆR KONUR KOMAST Á LISTA ÞEIRRA TÍU VALDAMESTU.
S tjórnarformaður stærsta fjár-málafyrirtækis Íslands, einn af
frumkvöðlum íslensku útrásarinnar
og sannkallað athafnaskáld sem
skortir sannarlega ekki sjálfstraustið.“
„Stýrir stærsta og verðmætasta fyr-
irtæki landsins. Honum hefur tekist
að byggja það upp í hæstu hæðir á
örskömmum tíma. Hans verk sýna vel
þá krafta sem leystust úr læðingi í
íslensku efnahagslífi með einkavæð-
ingu bankanna. Faðir hans var ráð-
herra svo að baki honum liggja pólit-
ískir þræðir sem nýtast honum vel.“
„Ræður því sem hann vill ráða.“
„Almennt vel liðinn og þykir ótrú-
lega snjall viðskiptamaður. Vel tengd-
ur inn í pólitíkina; með góð tengsl inn
í Sjálfstæðisflokkinn, Framsóknar-
flokkinn og Samfylkinguna og gæti
gengið inn í sambærilega stöðu hjá
mörgum erlendum stórbönkum á
morgun ef hann hefði minnsta áhuga
á því.“
„Æðsti stjórnandi langstærsta fyrir-
tækis landsins hefur mikil völd í fjár-
málaheiminum hér á landi og þótt
víðar væri leitað þar sem útrás fyrir-
tækisins er gríðarleg.“
„Augljósar ástæður. Það sem hann hefur fram yfir aðra menn sem eiga jafn-
mikinn pening er að hann á beint eða óbeint fyrirtæki sem hafa mikil áhrif á
daglegt líf fólks, eins og fjölmiðla og matvörubúðir.“
Davíð Oddsson seðlabankastjóri
Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings
FRAMHALD Á BLS. 10