Fréttablaðið - 16.08.2007, Síða 1

Fréttablaðið - 16.08.2007, Síða 1
Nýafstaðin tískuvika í Kaupmannahöfn k athygli í hei i Afslöppuð sumartíska Ljós og læti í bland AFMÆLISVEISLA! OPIÐ TIL 21 Í KVÖLD Skeifunni17 • Smáralind • Akureyri • Ísafirði • Egilsstöðum • Vestmannaeyjum • Selfossi • Hafnarfirði (Bókabúð Böðvars) SKÓLATÖLVUR VERÐ FRÁ 39.900.- menningarnóttLaugardaginn 18. ágúst 2007 Skýrar verklagsregl- ur samgönguráðuneytisins voru brotnar við kaup og endurnýjun Grímseyjarferju. Ragnhildur Hjaltadóttir ráðu- neytisstjóri upplýsir það í yfirlýs- ingu. Í henni segir að verklagsreglurn- ar kveði á um að gera skuli vandaða verkefnaáætlun sem innihaldi meðal annars verklýsingu, tíma- og kostnaðaráætlun. Jafnframt beri verkefnisstjóra að upplýsa ráðuneytisstjóra um gang mála og fá samþykki fyrir verkefnaáætlun. „Við framkvæmd þessa máls var þessum verklagsreglum ekki fylgt. Tekið verður á því með viðeigandi hætti og í samræmi við góða stjórnsýslu,“ segir í yfirlýsingu ráðuneytisstjórans. Ekki er tilgreint hvað felst í „viðeigandi hætti.“ Sturla Böðvarsson, fyrrverandi samgönguráðherra, sagðist í samtali við Fréttablaðið í gær ekki ætla að tjá sig um málið að svo stöddu. „Ég hef viljað gefa eftirmanni mínum svigrúm til að fara með þetta mál í þeim farvegi sem hann hefur valið að gera,“ sagði Sturla. Líklegt væri að hann greindi frá sínum sjónarmiðum fyrir vikulok. „Skólastjórnendur eru á því að það verði ekki mikið lengur hundruð eða þúsund bíla- stæði í borginni fyrir framhalds- og háskólanemendur sem hægt er að leggja í ókeypis,“ segir Gísli Marteinn Baldursson, formaður umhverfisráðs Reykjavíkurborg- ar. Borgaryfirvöld funduðu með skólastjórnendum framhalds- og háskóla á höfuðborgarsvæðinu og kynntu þeim verkefnið „Frítt í strætó“. Á þeim fundum viðruðu borgarfulltrúar þann möguleika að taka upp gjaldskyldu á bílastæðum við skólana. „Það töldu allir að sérstaklega þeir skólar sem væru miðsvæðis á dýrum lóðum myndu ekki til framtíðar bjóða upp á tugi eða hundruð ókeypis bílastæða,“ segir Gísli Marteinn. Háskólaráð Háskóla Íslands samþykkti í sumar að taka upp gjaldskyldu í svokallaðri skeifu fyrir framan aðalbyggingu skólans. Ókeypis bílastæði eru þó fáanleg víða um háskólasvæðið. Gísli segir að Háskóli Íslands nýti sér með þessu að strætisvagnar verði gjaldfrjálsir fyrir nema. „Það er ekki hægt að rukka fyrir stæðin án þess að bjóða nemendum upp á valkost,“ segir Gísli. „Fulltrúar okkar í háskólaráði mótmæltu þessu,“ segir Dagný Ósk Aradóttir, formaður Stúdenta- ráðs HÍ. „En þetta er mjög lítill hluti stæðanna og fólk getur nýtt sér ókeypis strætóferðir.“ „Ég vona að nemendur nýti sér ókeypis strætó, því að það er alveg fullt í stæðunum hjá okkur,“ segir Kristín Arnalds, skólameist- ari Fjölbrautaskólans í Breiðholti. „Mér finnst gjaldtaka koma til álita, en hún hefur ekki verið rædd.“ Ingi Ólafsson, skólastjóri Verzl- unarskóla Íslands, tekur í sama streng. „Við höfum rætt þetta óformlega, þetta vandamál með bílastæðin fer vaxandi.“ Gísli Marteinn segir ekki víst að tekjur af bílastæðum við skóla renni í Bílastæðasjóð. „Það er ekk- ert lokað í þeim efnum að Stúd- entaráð eða einhver nemendafé- lög fengju hluta af þeim gjöldum sem koma inn. En við erum ekki komin svo langt að ræða það,“ segir Gísli. Bílastæði skóla ekki ókeypis til frambúðar Borgaryfirvöld hafa rætt við skólastjórnendur um upptöku bílastæðagjalda við framhalds- og háskóla. Gjaldskylda verður við ákveðin stæði Háskóla Íslands. For- maður umhverfisráðs segir tækifærið gefast vegna ókeypis strætóþjónustu í vetur. „Þetta er bara bull og vitleysa eins og margt í þessum blöðum hér úti,“ segir Eggert Magnússon, stjórnarformaður West Ham, í samtali við Frétta- blaðið um fréttaflutning þess efnis að sendinefnd frá félaginu hafi farið til Barcelona til viðræðna við Eið Smára. Fréttirn- ar séu í besta falli stórlega ýktar. „Viðræður hafa átt sér stað en meira hef ég ekki að segja um málið á þessari stundu,“ sagði Eggert. Bull og vitleysa Kaupþing kaupir hollenska fyrirtækjabankann NIBC á sem nemur 270 milljörðum króna. Yfirtakan er sú stærsta hjá íslensku fyrirtæki hingað til. Greitt er fyrir hluta bankans með bréfum í Kaupþingi og verður því til um leið langstærsta erlenda fjárfestingin í íslensku fyrirtæki til þessa. „Með þessum kaupum myndi íslenska bankakerfið stækka um 30 prósent á samstæðugrunni, sem er veruleg aukning í einu vetfangi,“ segir Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins (FME). Jónas segir kaupin um margt athyglisverð, enda um að ræða stærstu fyrirtækjakaup íslensks fjármálafyrirtækis. Rétt sé þó að hafa í huga að kaupin gangi fyrst í gegn að fengnu samþykki FME. Stærsta yfirtaka íslensks fyrirtækis
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.