Fréttablaðið - 16.08.2007, Síða 16

Fréttablaðið - 16.08.2007, Síða 16
„Við erum búnir að skoða þennan markað í allnokkra mánuði. Það kemur mjög sterklega til greina að fjölga flugleiðum enn frekar og mjög líklegt að frekari fréttir séu framundan í þeim efnum,“ segir Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express. Iceland Express flýgur beint til Barcelona í vetur. Sala á sætum hefst á hádegi í dag. Sérstakt kynningartilboð verður á fyrstu sætunum og þeir fyrstu sem bóka ferðir til og frá Barcelona á tímabilinu frá 9. nóvem- ber og fram í byrjun desember fá flugmiðann á 900 krónur. Með sköttum og gjöldum kostar ferðin 3.895 krónur hvora leið. Barcelona verður fimmtándi áfangastaður Iceland Express. Flogið verður tvisvar í viku, á mánudögum og föstudögum, á tímabilinu frá 9. nóvember til loka maí en þó verður hlé frá miðjum desember til 1. febrúar. Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express segir að þeir hafi metið stöðuna þannig að það yrði erfitt að fylla vélar í seinni hluta desember og janúar. „Við gerum fastlega ráð fyrir því að halda fluginu áfram í sumar og síðan allan ársins hring,“ segir Matthías. Kapphlaup er hafið milli þeirra ríkja sem telja sig eiga tilkall til norðurpólsins. Það hófst í lok júlí þegar Rússar létu koma fána sínum fyrir á Lom- onosov-neðansjávarhryggnum, við pólinn. Það olli mikilli óánægju og hefur skapað spennu á milli Rússlands og hinna ríkjanna. Fjögur ríki liggja að svæðinu auk Rússlands. Það eru Danmörk, Noregur, Kanada og Bandaríkin. Öll hafa ríkin gert tilkall til svæð- isins, en samkvæmt alþjóðalögum á ekkert land norðurpólinn og haf- svæðið sem honum tilheyrir. Síðastliðinn föstudag tilkynnti Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada, að stjórnvöld þar í landi ætluðu að reisa tvær herstöðvar í nyrsta hluta landsins. Er það gert í þeim tilgangi að styrkja kröfu Kanadamanna um yfirráð á norð- urpólnum. Danir sendu svo fjöru- tíu vísindamenn á pólinn um helg- ina. Þeir vonast til að finna vísbendingar um að Lomonosov- hryggurinn sé framhald af græn- lenska landgrunninu, og þar með hluti af Danmörku. Ástæðan fyrir þessum mikla áhuga á norðurpólnum er sú, að mikla olíu og aðrar auðlindir sé þar að finna. Bandarískir sérfræð- ingar hafa sagt að þeir telji að allt að 25 prósent allra ónýttra olíu- og gasauðlinda í heiminum séu á norðurpólnum. Hingað til hefur ekki verið talið hagkvæmt að bora eftir olíu þar. Ísinn á pólnum hefur hins vegar þynnst vegna loftslags- breytinga og þess vegna eru bor- anir nú taldar fýsilegur kostur. Mikilvægar siglingaleiðir eru líka á svæðinu. Nú eru þær ísilagð- ar og illfærar, en vegna loftslags- breytinga er því spáð að ísinn muni bráðna og leiðirnar opnast. Hafréttarsamningur Sameinuðu þjóðanna kveður á um að ríki hafi áratug til að gera kröfu til land- svæðis utan tvö hundruð mílna lögsögu sinnar. Noregur, Rúss- land, Kanada og Danmörk hafa öll hafið undirbúning að slíkum kröf- um. Þegar kröfur landanna verða tilbúnar fara þær fyrir nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna. Gert er ráð fyrir að það gerist á næstu árum. Kapphlaup um auðlindir Rússland, Danmörk og Kanada eru á meðal þeirra þjóða sem hafa gert tilkall til norðurpólsins. Áhugi ríkjanna á svæðinu er vegna mikilla náttúruauð- linda sem verða aðgengilegar á næstu árum. Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna (SKB) og Umhyggja – félag til stuðn- ings langveikum börnum, fengu myndarlegan stuðning í vikunni þegar fulltrúar starfsmannafé- lags Miklagarðs afhentu hvoru félagi rúmlega 2,6 milljónir króna. Féð kemur úr uppgjöri starfsmannafélags Miklagarðs, sem áður var starfsmannafélag KRON. Þegar félagið var lagt niður seldi það sumarbústað á Bifröst í Borgarfirði og ákváðu starfs- mennirnir að gefa SKB og Umhyggju söluféð. Styrkja félög um milljónir Reykjanesbær efnir nú í fjórða sinn til umferðar- og öryggisátaks dagana 13. ágúst til 21. september. Markmiðið er að vekja almenning til umhugsunar um umferðar- menningu. Sérstök áhersla er lögð á mikilvægi þess að skapa meira öryggi fyrir þá sem eru nýir í umferðinni. Annars vegar skólabörn sem eru á leið í skólann og hins vegar unga ökumenn sem hafa nýlega öðlast ökuréttindi og eru að fóta sig í umferðinni. Nú þegar hefur ýmislegt verið gert til að bæta öryggi í Reykja- nesbæ. Meðal annars hefur verið dregið úr hraðakstri í íbúðahverf- um og fríir strætisvagnar gera það að verkum að færri aka um á bílum. Áhersla á nýja vegfarendur „Eins og það lítur út núna þá virðist vera aukning í verk- fræði. Miðað við tölurnar í fyrra er aukning umsókna nýnema í verkfræði um þrjátíu prósent,“ segir Þórður Kristinsson, sviðs- stjóri kennslusviðs við Háskóla Íslands. Þórður segir fjölgun nýnema í félagsvísindadeild vera um tuttugu prósent. Einnig hefur umsóknum í Háskólann fjölgað um fimmtán prósent en Þórður bendir á að þeirri tölu skuli tekið með fyrir- vara þar til úrvinnslu á umsóknum lýkur á næstu dögum. Verkfræðin vinsæl í Háskóla Íslands „Við munum bjóða upp á aukna þjónustu til að koma til móts við auknar þarfir viðskipa- vina,“ segir Ágústa Hrund Stein- arsdóttir, markaðsstjóri Íslands- pósts. Fyrirtækið opnar í dag nýtt pósthús á Húsavík, fyrsta nýja pósthúsið á Íslandi í tíu ár. Meðal nýjunga á pósthúsinu er svokallað samskiptaborð. Þar verður hægt að fara á netið, prenta út gögn og ljósmyndir, skanna og ljósrita svo eitthvað sé nefnt. Þá verður einnig hægt að kaupa skrif- stofuvörur, ritföng, geisladiska og ýmsar aðrar vörur fyrir fyrirtæki, einstaklinga og ferðamenn. Pósthúsið á Húsavík er það fyrsta af tíu nýjum pósthúsum sem Íslandspóstur hyggst reisa um landið. „Við eru búin að skil- greina sextán kjarnastaði á land- inu. Tíu ný pósthús verða byggð og sex pósthús verða endurnýj- uð,“ segir Ágústa. Húsið verður tekið í notkun í dag en á laugardag fer fram form- leg opnunarhátíð þar sem gestum gefst kostur á að skoða húsið ásamt því að gæða sér á pylsum og fylgjast með skemmtiatriðum. Fyrir börnin verða leiktæki á staðnum. Fyrsta skóflustungan var tekin þann 21. ágúst í fyrra. Húsið var því reist á rétt tæplega einu ári. Í lok ágúst verður sambærilegt hús opnað á Reyðarfirði. Fyrsta nýja pósthús- ið á Íslandi í 10 ár ÚTSA LA ÚTSA LA Ú ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA Ú A ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA A ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA ÚTSA ÚTS Ú TSAL A ÚTSA LA ÚTSA LA A A PARNIR Íslensku 78 ÚTSAL Faxafeni 8 • 108 Reykjavík • Sími 534 2727 • e-mail: alparnir@alparnir.is • www.alparnir.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.