Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.11.2007, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 10.11.2007, Qupperneq 2
Magnús, er ekkert farið að slá í ástina? „Neytendur eru allt að því niðurlægðir þegar þá vantar þjón- ustu leigubíla á ákveðnum tímum sólarhrings um helgar,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks. „Á veturna er þetta stórt mál.“ Ármann spurði Kristján L. Möller samgönguráðherra á Alþingi á miðvikudag um hvort hann hygðist beita sér fyrir fjölgun leigubíla í miðborg Reykjavíkur um helgar. Hann segir fólk geta freistast til að aka ölvað, fái það ekki leigubíl. „Framundan er mikill annatími í tengslum við skemmtanir í aðdraganda jóla, árshátíðir og þorrablót,“ segir Ármann. „Það gengur ekki að bjóða fólki upp á það að húka í kuldanum í þeirri daufu von að með tímanum aumkvi einhver leigubílstjórinn sér yfir viðskiptavin og leyfi honum náðar- samlegast að setjast um borð.“ Ráðherra tók undir með Ármanni. „Hér er á ferðinni vandamál sem nauðsynlegt er að skoða nánar,“ sagði Kristján. „Það má líka bæta því við að því fleiri bílar sem eru í akstri, því verri rekstrarskilyrði verða fyrir þá sem eru í greininni, en það mun hugsanlega leiða til hærri notendagjalda.“ Ráðherra sagði að nú væri að störfum nefnd um heildarendur- skoðun á regluverkinu sem gildir um leigubíla. Tillögur Ármanns verði teknar inn í þá endurskoðun og sagði ráðherra sér lítast sérstaklega vel á þá hugmynd hans að leigubílstjórar mættu gera út annan bíl um helgar sem um giltu einfaldari reglur. Ármann gegnir einnig stöðu stjórnarformanns Strætó bs. Hann hefur beðið framkvæmdastjóra Strætó bs. um að taka saman minnisblað um reynsluna af rekstri næturstrætisvagna sem lagt verði fyrir stjórn. Stjórnin skoði svo hvort hefja eigi aftur akstur næturstrætisvagna um helgar. Ástgeir Þorsteinsson, formaður Bifreiðastjórafélagsins Frama, segir oft erfitt að manna leigubíl- ana um helgar með afleysinga- mönnum. „Ég held að Ármann geri sér enga grein fyrir hvað kostar að reka leigubíl. Þjónustan hér er sennilega sú albesta í Evr- ópu og hvergi annars staðar eru jafn margir leigubílar á mann,“ segir Ástgeir. Hann hvetur Ármann til að kynna sér málið betur. Fólk húkir í kulda í daufri von um bíl Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir skort á leigubílum á næturnar um helgar vera niðurlægjandi fyrir farþega. Þá megi skoða endurreisn næturstrætisvagna. Samgönguráðherra óttast hærri leigubílagjöld ef fleiri leigubílar fara í akstur. Siðanefnd Blaða- mannafélags Íslands hefur úrskurðað að Trausti Hafsteins- son, blaðamaður á DV, hafi brotið gegn siðareglum með ónærgæt- inni umfjöllun um mann í fjórum fréttum í ágúst og september. Maðurinn er í DV sakaður um „andlegt og líkamlegt ofbeldi“ í fyrirsögn og einnig er fjallað um andleg veikindi fyrrverandi eiginkonu hans og sjálfsvígs- tilraunir hennar. Segir í úrskurð- inum að umfjöllun um persónu- legan harmleik sé vægðarlaus og eigi ekkert erindi í fjölmiðla. Umfjöllun DV sögð vægðarlaus Tveir sextán og sautján ára nemendur í sænskum mennta- skóla voru handteknir í gær fyrir að hafa hótað rektor skólans lífláti. „Það er ljóst að atburðirnir í Finnlandi voru innblástur drengjanna,“ sagði rektorinn Rolf Öden í samtali við fréttavef Dagens nyheter. Öden vildi ekki tjá sig um hótunina en sagði drengina vera upptekna af vopnum og skóla- skotárásinni í bandaríska bænum Columbine árið 1999 þegar tveir nemendur myrtu þrettán manns. Lögregla telur að drengirnir hafi reynt að fá einhvern til að fremja morð. Hótuðu sænsk- um rektor lífláti Leikfangaverslunin Toys“R“Us hefur tilkynnt Neytenda- stofu að ákveðið hafi verið að innkalla föndur- perlur sem geta reynst lífshættu- legar ef börn gleypa þær. Föndurperlurnar, sem eru af gerðinni Aqua Dots, eru bleyttar með vatni til þess að þær festist saman, en upplýsingar um þær má finna á blaðsíðu 64 í jólabækl- ingi Toys“R“Us og á heimasíðunni www.toysrus.is. Toys“R“Us hefur stöðvað sölu á vörunni og beinir því til þeirra sem keypt hafa perlurnar að skila þeim sem allra fyrst. Lífshættulegar perlur í umferð Tímabært er að hækka lágmarksaldur í Finnlandi til að kaupa skotvopn frá fimmtán ára upp í átján ára samkvæmt tillögu opinberrar nefndar sem talsmaður innanríkisráðuneytisins, Ilkka Salmi, greindi frá í gær. Börnum yngri en átján ára yrði þó áfram leyft að nota skotvopn undir eftirliti foreldra. Skotárásin í finnskum miðskóla á miðvikudaginn þegar átján ára nemandi skaut sjö til bana hefur beint kastljósi að skotvopnaeign í Finnlandi sem er sú þriðja hæsta í heiminum. Aðeins Bandaríkin og Jemen eru með hærra hlutfall. Í Finnlandi búa 5,2 milljónir manna og hafa 650.000 manns leyfi til að eiga skotvopn, eða um þrettán prósent þjóðarinnar. Núgildandi lög heimila að fimmtán ára börn kaupi skotvopn með leyfi foreldra sinna. Í viðræðum á vettvangi Evrópusambandsins um reglur varðandi skotvopn hafa finnsk stjórnvöld hingað til verið hörð á því að viðhalda þessu fimmtán ára aldurstakmarki á skotvopnaeign. Innanríkisráðherra Finnlands, Annel Holmlund, hefur lýst yfir breyttri afstöðu stjórnvalda. „Þar sem öll önnur ESB-ríki eru tilbúin til að taka upp átján ára aldurstakmark á skotvopnaeign ... vill Finnland ekki setja sig upp á móti slíku ákvæði í tilskipuninni við þessar aðstæður“. Vilja herða lög um byssueign Viðskiptafræðistofnun Háskóla Íslands hefur skilað álitsgerð um samruna Reykja- vík Energy Invest og Geysis Green Energy. Skýrslan var unnin að beiðni Svandísar Svavarsdóttur, borgarfulltrúa VG, sem fer fyrir stýrihópi um málefni Orkuveitu Reykjavíkur. Svandís segir skýrsluna styrkja þau rök sem stýrihópur borgarráðs hélt fram varðandi samrunann. Annars hafi skýrslan litlu við að bæta, þar sem samruni fyrirtækjanna hefur þegar verið afturkallaður. Skýrsluna vann Ársæll Valfells viðskiptafræðingur. Samrunaskýrsla bætir litlu við Íslensk málnefnd heldur árlegt málræktarþing í dag, í ellefta sinn. Þingið ber yfirskrift- ina „Málstefna í mótun“. „Þessu sinni helgum við þingið vinnu við íslenska málstefnu,“ segir Guðrún Kvaran, formaður Íslenskrar málnefndar. Öllum er velkomið að koma á þingið, aðgangur er ókeypis og veitingar í hádegishléi verða í boði MS. Tveir gestir munu fá viðurkenningu fyrir íslenskunotkun í fjölmiðlum. Einnig verður ályktun um stöðu tungunnar kynnt. Þingið hefst klukkan 11 í hátíðarsal Háskóla Íslands. Ræða um stöðu íslenskunnar Karlmaður og tvær konur voru í gær dæmd í fangelsi fyrir tilraun til að smygla tæplega 700 grömmum af mjög sterku kókaíni til landsins. Karlmaðurinn var dæmdur í 20 mánaða fangelsi en konurnar í eins árs fangelsi hvor. Karlmaðurinn afhenti annarri konunni fíkniefnin í Amsterdam í Hollandi. Hún, og hin konan, földu efnin innan klæða og í líkama sínum og fluttu þau þannig til landsins. Þær voru handteknar þegar þær komu til landsins í febrúar. Við yfirheyrslur vísaði önnur konan á manninn og var hann handtekinn. Hann viður- kenndi að hann hefði ætlað að flytja efnin inn en það hefði verið fyrir annan mann sem hann nafn- greindi ekki. Þá sagðist hann enn fremur hafa ætlað að selja hluta af efnunum sjálfur. Hann mun hafa fengið stúlkurnar til þess að vera burðardýr og var þeim lofað 400 þúsund krónum fyrir að smygla efnunum. Dómarinn leit svo á að þau þrjú hefðu staðið saman að innflutningnum en að maðurinn hefði skipulagt hann í því skyni að selja efnin. Fíkniefnið reyndist við efnagreiningu vera 80 prósenta sterkur kókaínbasi. Hefði því mátt drýgja efnið umtalsvert. Kókaínsmyglarar í fangelsi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.