Fréttablaðið - 10.11.2007, Page 4

Fréttablaðið - 10.11.2007, Page 4
 Tuttugu og átta ára gamall karlmaður hefur verið dæmdur til 300.000 króna sektargreiðslu fyrir vörslu fíkniefna. Í fórum hans fundust rúm sex grömm af amfetamíni, tuttugu e-töflur, 1,6 grömm af hassi og smáræði af tóbaksblönduðu kannabis. Hann varði sig sjálfur fyrir dóminum. Dómurinn féll í Héraðsdómi Suðurlands. Maðurinn játaði sekt sína, en hann á langan brotaferil að baki vegna fíkniefnamála. Refsingin var ákveðin 300.000 króna sekt, en 22 daga fangelsi ef sektin verður ekki greidd innan fjögurra vikna. Sektaður fyrir fíkniefnabrot Georgíuþing samþykkti í gær mótatkvæða- laust að styðja neyðarlög þau sem Mikheil Saakashvili forseti hafði gripið til að lýsa yfir í kjölfar harðvítugra átaka milli óeirðalögreglu og mótmælenda á götum höfuðborgarinnar Tíblisi. Atkvæði féllu 149 gegn engu, en alls eiga 235 fulltrúar sæti á Georgíuþingi. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sniðgengu atkvæðagreiðsluna. Í tilraun til að slá á ólguna í landinu hefur Saakashvili ákveðið að færa forsetakosn- ingar til janúar næstkomandi. Þingið styður forsetann Bæjarfulltrúar Sjálf- stæðisfélagsins á Álftanesi vilja Sigurð Magnússon bæjarstjóra úr starfi. Hann hafi verið dæmdur í héraðsdómi fyrir vanefndir á samningum, og siðferðisspurning vakni um hvort einstaklingur með slíkan dóm á bakinu sé hæfur til að stjórna bæjarfélagi. Dómurinn sem málið snýst um féll í Héraðsdómi Reykjaness síðastliðinn þriðjudag. Þar var Margfeldi ehf. dæmt til að greiða Hjálmtý Sigurðssyni rúma eina og hálfa milljón króna vegna vangoldinna launa. Margfeldi er í eigu Sigurðar Magnússonar bæjarstjóra. Vantrauststillaga var lögð fram á fundi bæjarstjórnar Álftaness á fimmtudag. Á fundinum sagði Sigurður fyrirtæki sitt hafa dregist með óheppilegum hætti í deilu milli nýrra eigenda fyrirtækis sem Margfeldi seldi, og rekstrarstjóra sem lengi hafði starfað hjá viðkomandi fyrirtæki. Deilan sé með öllu óviðkomandi málefnum Sveitarfélagsins Álftaness eða störfum sínum sem bæjarstjóra. Tillagan um að bæjarstjóranum yrði veitt lausn frá störfum var felld með fjórum atkvæðum gegn þremur. Forseti bæjarstjórnar, Kristján Sveinbjörnsson, færði til bókar að bæjarfulltrúar Sjálf- stæðisfélagsins hefðu uppi ítrekaðan persónulegan og oft níðingslegan málflutning. Málið ætti ekkert erindi inn á bæjarstjórnarfund og hann bæði þá bæjarfulltrúa sem þyrftu opinberlega að níða persónulega aðra bæjarfulltrúa að draga sig í hlé frá störfum í bæjarstjórn. „Það er ósköp leiðinlegt að starfa í svona andrúmslofti, þegar menn fara með svona bull í bæjarstjórnir,“ segir Sigurður. „Þetta er svona þegar menn hafa misst sjónar á málefnunum.“ Hann segist efast um að íbúar á Álftanesi hafi nokkurn áhuga á máli sem þessu. Guðmundur G. Gunnarsson, odd- viti Sjálfstæðisfélagsins á Álfta- nesi, segist sem minnst vilja gera úr málinu. „Við veltum upp þessari spurningu, hvort það orkaði tvímælis að maður sem hefur fengið slíkan dóm sé hæfur til að vera framkvæmdastjóri bæjar- félags. Meirihlutinn mat það svo að þetta væri ekki áhyggjuefni og þá er málið búið.“ Bæjarfulltrúar biðja hver annan að víkja Minnihluti bæjarstjórnar Álftaness vill að bæjarstjórinn fái lausn frá störfum. Hann hafi nýlega verið dæmdur í héraðsdómi fyrir vanefndir á samningum. Forseti bæjarstjórnar biður þá að hætta í stjórn sem þurfa að níða bæjarfulltrúa. Hæstiréttur felldi í gær úr gildi úrskurð um farbann gegn lettneskum starfsmanni starfsmannaleigunnar Nordic Construction Line, eða GT verktaka. Maðurinn hafði verið úrskurð- aður í farbann til 9. nóvember vegna rannsóknar á brotum gegn almennum hegningarlögum en hann var talinn hafa átt hlutdeild í meintu broti á tíu starfsmönnum á Kárahnjúkum sem töldu sig ekki hafa fengið launakjör í samræmi við samninga. Farbann Lett- ans fellt úr gildi Indversk stúlka sem fæddist með fjóra handleggi og fjóra fótleggi komst í gær til meðvitundar, tveimur dögum eftir að útlimirnir sem ofaukið var voru fjarlægðir í flókinni skurðaðgerð á sjúkrahúsi í Bangalore. Að sögn lækna hreyfði hún tærnar, brosti til móður sinnar og spurði hvað orðið hefði um þá hluta líkama hennar sem nú væru horfnir. Í heimaþorpi hinnar tveggja ára gömlu Lakshmi töldu trúaðir hindúar að hún væri hin fjögurra handleggja hindúagyðja með sama nafni endurholdguð. Lakshmi komin til meðvitundar „Þetta eru lágar greiðslur en við höfum ekki meira á milli handanna,“ segir Þóra Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Styrktarfélags vangefinna, um þær greiðslur sem fatlaðir fá fyrir vinnu sína á hæfingarstöðinni Bjarkarási sem Styrktarfélagið rekur. Greint var frá því í Fréttablaðinu á þriðjudag að fatlaður maður sem starfar á Bjarkarási fékk launaseðil sem hljóðaði upp á 4.200 krónur í mánaðarlaun. Þóra segir það hafa verið mistök hjá hæfingarstöðinni að nefna greiðsluna laun eins og gert hafi verið heldur hafi um hlutdeild verið að ræða. Hæfingarstöðin tekur að sér ýmis verkefni fyrir fyrirtæki, svo sem álímingar og pökkun. Þóra segir stöðvarnar fá greitt fyrir verkefnin en stofnanir þurfi sjálfar að standa straum af kostnaði á hráefni og tækjum. Greiðslurnar sem fáist frá fyrirtækjunum renni til þess en sá afgangur sem eftir verður greiðist til starfsmanna. Tryggingabætur fatlaðra eiga að koma í stað launa samkvæmt skilgreiningu velferðarkerfisins. Þóra segist vona að þegar Tryggingastofnunin mun heyra undir félagsmálaráðuneytið, eins og stefnt er á að verði um áramót, verði bótagreiðslur lagðar niður en fólki þiggi laun fyrir störf sín á hæfingarstöðvum og í dagþjónustu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.