Fréttablaðið - 10.11.2007, Side 6

Fréttablaðið - 10.11.2007, Side 6
 Fyrirhugaðar breytingar á heilbrigðiskerfinu munu ekki endilega verða til þess að auðvelda heilbrigðisstarfsfólki í einkarekstri að fá verkefni, segir Þorkell Bjarnason röntgenlæknir. Guðlaugur Þór Þórðarson heil- brigðisráðherra hefur boðað að skilið verði milli kaupenda og selj- enda í heilbrigðiskerfinu. Sérstök innkaupastofnun muni sjá um að kaupa verk af heilbrigðiskerfinu, en greiðandinn verði ríkið. „Ég held að það sé bara kostur að breyta kerfinu, menn eru búnir að vilja aðskilja kaupendur og selj- endur í mörg ár,“ segir Þorkell. Hann er þó efins um að þessi kerfisbreyting muni hafa miklar breytingar í för með sér fyrir aðila í einkarekstri. Þó megi vona að inn- kaupastofnunin sjái hag sínum betur borgið með því að kaupa læknisverk af einkaaðilum en ríkis- stofnunum. Þorkell hefur mikla reynslu af einkarekstri í heilbrigðisþjónustu, en hann var einn stofnenda Röntgen Domus Medica árið 1993. „Það sjá það allir að það eina sem vit er í er að auka einkarekst- ur í heilbrigðisþjónustunni, allt annað er bara rugl. Það hefur sýnt sig að það er mikill sparnað- ur í einkarekstrinum,“ segir Þorkell. Breytir litlu fyrir einkarekstur HALLGRÍMSKIRK JU S U N N U D A G I N N 1 1 . N Ó V. K L . 2 0 Gesualdo Heinrich Schütz Johannes Brahms Knut Nysted Arvo Pärt Þorkell Sigurbjörnsson Kjell Mörk Karlsen S C H O L A C A N TO R U M H Ö R Ð U R Á S K E L S S O N frá endurreisn til samtíma 2.000/1.500 kr. L I S T V I N A F É L A G H A L L G R Í M S K I R K J U 2 5 . S TA R F S Á R HÁSKERPA HEIM Í STOFU WWW.SVAR.IS - SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 510 6000 MIRAI 32” LCD háskerpusjónvarp 79.900- TILBOÐ Karlmaður var sýknað- ur af ákæru um umferðarlaga- brot í Héraðsdómi Suðurlands í gær. Hann var stöðvaður af lögregluþjónum í Vestmannaeyj- um í febrúar á þessu ári fyrir að aka sendibíl án þess að vera með öryggisbeltið spennt. Maðurinn játaði að hafa keyrt beltislaus en sagði undanþágu umferðarlaga hafa gilt um akstur sinn. Undanþágan segir að ekki sé skylt að nota belti í bíl þegar ekið sé í atvinnuskyni þar sem hraði sé jafnan lítill og fara þurfi úr og í ökutækið með stuttu millibili. Dómurinn féllst á þá skýringu og sýknaði manninn. Mátti keyra án öryggisbeltis Finnst þér sóðaskapur á götum úti hafa aukist? Ætti strætó að vera gjaldfrjáls fyrir alla? Landsvirkjun ætlar ekki að selja orku úr virkjunum í neðri hluta Þjórsár til nýrra álvera. Stjórn fyrirtækisins telur hærra orkuverð fást í öðrum iðnaði, auk þess sem betra sé að dreifa áhættu með því að selja öðrum en álbræðslum. Þetta útilokar þó ekki aukna sölu til álvera sem þegar eru starf- andi, segir Friðrik Sophusson, for- stjóri Landsvirkjunar. Þessi ákvörðun hefur ekki áhrif á mögu- lega uppbyggingu álvers við Húsa- vík, né mögulegt álver við Helgu- vík á Reykjanesi. Þegar ljóst var að ekki yrði af stækkun álvers Alcan í Straums- vík óskaði stjórn Landsvirkjunar eftir því að fyrirtækið ynni úttekt á markaði fyrir orku á Suður- og Vesturlandi, segir Friðrik. Mikill áhugi virðist vera á orkukaupum. „Stjórnin ákvað að við myndum reyna að semja við fyrirtæki sem ekki væru í áli, og gætu borgað hærra verð en við höfum fengið hingað til,“ segir Friðrik. Einnig hafi skipt máli að greiðslur fyrir orkusölu til álvera séu háðar álverði, og því hafi verið æskilegt að semja við fyrirtæki í öðrum iðnaði til að dreifa áhættu með aukinni fjölbreytni. Stjórn Landsvirkjunar hefur því ákveðið að hefja viðræður við fyr- irtæki sem hefur hug á að reisa netþjónabú hér á landi. Auk þess er hafinn undirbúningur að við- ræðum við fyrirtæki sem vill reisa hér fyrirtæki á sviði kísilhreins- unar fyrir sólarrafala. Fulltrúar Landsvirkjunar vilja ekki gefa upp hvaða fyrirtæki er um að ræða. Friðrik segir þó lík- legast að þessi starfsemi verði staðsett á Suðurlandi eða Reykja- nesi. Möguleg orkuþörf þessara tveggja fyrirtækja gæti numið um þriðjungi þess afls sem reiknað er með að verði til í þremur virkjun- um í Þjórsá. Friðrik segir að þetta geti þýtt ákveðið hagræði við gerð virkjananna. Ef selja ætti orkuna einum stór- um kaupanda þyrfti að byggja allar þrjár virkjanirnar í einu. Verði orkan hins vegar seld mörg- um smærri fyrirtækjum megi byggja eina virkjun í einu, sem sé bæði hagkvæmara og hafi að auki minni efnahagsáhrif. Orka úr Þjórsá ekki seld til nýrra álvera Landsvirkjun ætlar í viðræður um sölu á orku úr virkjunum í Þjórsá til net- þjónabús og kísilhreinsunarverksmiðju. Ætlar ekki að selja orku til álvera á Suð- ur- og Vesturlandi. Kemur á óvart og veldur vonbrigðum segir forstjóri Alcan. „Ég minni á að öll plönin eru inni um stækkunina í Straums- vík, því ég veit ekki betur en að Alcan hangi á því vilyrði. Þá eru áformin um álver í Helguvík og á Húsavík ennþá inni,“ segir Stein- grímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, um tilkynningu Landsvirkjunar þess efnis að fyr- irtækið muni ekki ganga til samn- inga við fyrirtæki sem hafi hug á að byggja álver á Suður- og Vest- urlandi. „Þetta þýðir bara að verkefni númer fjögur eða fimm eru fryst í bili. Áform um eitt eða tvö álver í Þorlákshöfn og Keilisnesi og eitt- hvað því um líkt.“ Steingrímur telur því ekki að um grundvallar- stefnubreytingu sé að ræða. „Þetta er ekki stefnubreyting en Landsvirkjun er að horfast í augu við raun- veruleikann. Það er ágætt, það er örlítið að rofa til í álbræðsluæðinu hjá fyrirtækinu. Fleiri hugsanir komast nú að.“ Hann segir ákvörðina þó ekki breyta afstöðu Vinstri grænna til virkjunar í Þjórsárverum. „Netþjónabú losa ekki mengað- ar lofttegundir líkt og álverin og sem atvinnuuppbygging og iðnað- ur er þetta tvímælalaust framför frá álbræðslu. En það styrkir frekar rökin á móti virkjun í Þjórsá − að það þurfi ekki þessar virkjanir. Það er talsvert til í kerfinu nú þegar og það er hægt að leysa meiri orkuþörf með miklu minni umhverfisfórnum og miklu óum- deildari virkjunum en þeim sem felast í virkjun Þjórsár,“ segir Steingrímur og nefnir sem dæmi Búðarhálsvirkjun, sem sé snyrti- leg virkjun inni á svæði sem þegar hefur verið raskað. Áform um þrjú álver standa
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.