Fréttablaðið - 10.11.2007, Síða 11

Fréttablaðið - 10.11.2007, Síða 11
Kona sem ákærð var fyrir að sparka í pung manns í Vestmannaeyjum árið 2005 var sýknuð í Héraðsdómi Suðurlands í gær. Dómnum þótti ekki sannað að konan hefði sparkað viljandi í klof mannsins, heldur hefði spark- ið verið ósjálfráð viðbrögð við hálstaki sem maðurinn hafði á henni. Sparkið átti sér stað á veitinga- staðnum Prófastinum í Vest- mannaeyjum í júlí árið 2005. Í ákæru segir að konan hafi „spark- að í klof mannsins af miklu afli með þeim afleiðingum að hann missti andann og hneig niður, piss- aði blóðlituðu þvagi og hlaut mar á pung, eymsli í hægri eistnalyppu og þvagrás“. Konan sem var ákærð neitaði því að hafa sparkað í pung mannsins af ásetningi. Hann hefði blandað sér í ósætti milli sín og vinkonu sinnar, því næst tekið sig hálstaki og ýtt sér upp að vegg. Hún hefði fengið köfnunartilfinningu og spriklað með þeim afleiðingum að fóturinn lenti óvart í klofi mannsins. Í niðurstöðu dómsins segir að ekki sé hægt að refsa fyrir brotið þar sem það hafi verið framið af gáleysi, og því var konan sýknuð. Bótakröfu mannsins, sem hljóðaði upp á 350.000 krónur, var vísað frá dómi. Sparkaði ekki viljandi í pung Karlmaður á fertugs- aldri hefur verið sakfelldur í Héraðsdómi Suðurlands fyrir að stela bíl og aka honum drukkinn. Hann var dæmdur í fjörutíu daga fangelsi auk þess að greiða um 200.000 krónur í sekt og sakar- kostnað. Bílnum var stolið þar sem hann stóð fyrir utan hús við Austurveg á Selfossi í júlí síðastliðnum. Þaðan ók maðurinn vestur Suðurlandsveg áleiðis til Reykja- víkur og norður Hafravatnsveg. Þar var hann stöðvaður af lögreglu. Auk fangelsisdóms og sektar var hann sviptur ökurétt- indum ævilangt. Ölvaður ók stolnum bíl Tveir fyrrverandi starfsmenn Ískerfa ehf. hafa verið sýknaðir af ásökunum um að hafa nýtt sér trúnaðarupplýsingar við þróun ískrapastrokka. Optimar ehf., sem á Ískerfi, krafðist þess að mönnunum yrði bannað að framleiða og selja ískrapastrokka því þeir hefðu notað viðskipta- leyndarmál fyrrverandi vinnuveit- anda síns við þróun þeirra. Dómarar Héraðsdóms Reykja- víkur komust að þeirri niðurstöðu að mennirnir hefðu ekki notað trúnaðarupplýsingar frá Ískerfum við þróunina. Optimar var látið greiða mönnunum þrjár milljónir í málskostnað. Nýttu sér ekki leyndarmál Ágreiningur milli borgaralegu systurflokkanna sínu hvoru megin tungumálalanda- mæranna í Belgíu, sem vænst var að mynduðu ríkisstjórn eftir þingkosningar í júní, virðist nú fara versnandi. Flæmsku flokkarnir annars vegar og vall- ónsku flokkarnir hins vegar hafa sett gagnstæð skilyrði fyrir því að hefja stjórnarmyndunarviðræður á ný. Kristilegi demókrataflokkurinn í Flandri, sem forsætisráðherra- efnið Yves Leterme fer fyrir, krefst þess að ný ríkisstjórn skuldbindi sig til stjórnarskrár- breytinga sem færi enn meiri valdheimildir til landshluta- stjórnanna. Því hafna Vallónar. Flokkaágrein- ingur versnar Tvisvar varð rafmagnsbilun í Hafnarfirði á fimmtudagsmorgun og var stór hluti Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Álftaness rafmagnslaus í klukkutíma eða rúmlega það. Egill Sigmundsson, forstöðu- maður hjá Hitaveitu Suðurnesja, segir að svo óvenjulega hafi viljað til að bilun hafi orðið í háspennustreng í norðurbæ Hafnarfjarðar og því hafi rafmagn slegið út á svo stóru svæði. „Rafmagnið var að mestu leyti komið á innan klukkutíma en þó tók aðeins lengri tíma að laga það á iðnaðarsvæðinu við Reykjavík- urveg,“ segir hann. Rafmagn var síðan fært milli strengja á Álftanesi skömmu eftir hádegi og varð rafmagnslaust í nokkrar mínútur. Rafmagnslaust í klukkutíma
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.