Fréttablaðið - 10.11.2007, Síða 11
Kona sem ákærð var
fyrir að sparka í pung manns í
Vestmannaeyjum árið 2005 var
sýknuð í Héraðsdómi Suðurlands í
gær. Dómnum þótti ekki sannað
að konan hefði sparkað viljandi í
klof mannsins, heldur hefði spark-
ið verið ósjálfráð viðbrögð við
hálstaki sem maðurinn hafði á
henni.
Sparkið átti sér stað á veitinga-
staðnum Prófastinum í Vest-
mannaeyjum í júlí árið 2005. Í
ákæru segir að konan hafi „spark-
að í klof mannsins af miklu afli
með þeim afleiðingum að hann
missti andann og hneig niður, piss-
aði blóðlituðu þvagi og hlaut mar
á pung, eymsli í hægri eistnalyppu
og þvagrás“. Konan sem var
ákærð neitaði því að hafa sparkað
í pung mannsins af ásetningi.
Hann hefði blandað sér í ósætti
milli sín og vinkonu sinnar, því
næst tekið sig hálstaki og ýtt sér
upp að vegg. Hún hefði fengið
köfnunartilfinningu og spriklað
með þeim afleiðingum að fóturinn
lenti óvart í klofi mannsins.
Í niðurstöðu dómsins segir að
ekki sé hægt að refsa fyrir brotið
þar sem það hafi verið framið af
gáleysi, og því var konan sýknuð.
Bótakröfu mannsins, sem hljóðaði
upp á 350.000 krónur, var vísað
frá dómi.
Sparkaði ekki viljandi í pung
Karlmaður á fertugs-
aldri hefur verið sakfelldur í
Héraðsdómi Suðurlands fyrir að
stela bíl og aka honum drukkinn.
Hann var dæmdur í fjörutíu daga
fangelsi auk þess að greiða um
200.000 krónur í sekt og sakar-
kostnað.
Bílnum var stolið þar sem hann
stóð fyrir utan hús við Austurveg
á Selfossi í júlí síðastliðnum.
Þaðan ók maðurinn vestur
Suðurlandsveg áleiðis til Reykja-
víkur og norður Hafravatnsveg.
Þar var hann stöðvaður af
lögreglu. Auk fangelsisdóms og
sektar var hann sviptur ökurétt-
indum ævilangt.
Ölvaður ók
stolnum bíl
Tveir fyrrverandi
starfsmenn Ískerfa ehf. hafa verið
sýknaðir af ásökunum um að hafa
nýtt sér trúnaðarupplýsingar við
þróun ískrapastrokka. Optimar
ehf., sem á Ískerfi, krafðist þess að
mönnunum yrði bannað að
framleiða og selja ískrapastrokka
því þeir hefðu notað viðskipta-
leyndarmál fyrrverandi vinnuveit-
anda síns við þróun þeirra.
Dómarar Héraðsdóms Reykja-
víkur komust að þeirri niðurstöðu
að mennirnir hefðu ekki notað
trúnaðarupplýsingar frá Ískerfum
við þróunina. Optimar var látið
greiða mönnunum þrjár milljónir í
málskostnað.
Nýttu sér ekki
leyndarmál
Ágreiningur milli
borgaralegu systurflokkanna sínu
hvoru megin tungumálalanda-
mæranna í
Belgíu, sem
vænst var að
mynduðu
ríkisstjórn eftir
þingkosningar í
júní, virðist nú
fara versnandi.
Flæmsku
flokkarnir annars
vegar og vall-
ónsku flokkarnir
hins vegar hafa sett gagnstæð
skilyrði fyrir því að hefja
stjórnarmyndunarviðræður á ný.
Kristilegi demókrataflokkurinn
í Flandri, sem forsætisráðherra-
efnið Yves Leterme fer fyrir,
krefst þess að ný ríkisstjórn
skuldbindi sig til stjórnarskrár-
breytinga sem færi enn meiri
valdheimildir til landshluta-
stjórnanna. Því hafna Vallónar.
Flokkaágrein-
ingur versnar
Tvisvar varð
rafmagnsbilun í Hafnarfirði á
fimmtudagsmorgun og var stór
hluti Hafnarfjarðar, Garðabæjar
og Álftaness rafmagnslaus í
klukkutíma eða rúmlega það.
Egill Sigmundsson, forstöðu-
maður hjá Hitaveitu Suðurnesja,
segir að svo óvenjulega hafi
viljað til að bilun hafi orðið í
háspennustreng í norðurbæ
Hafnarfjarðar og því hafi
rafmagn slegið út á svo stóru
svæði.
„Rafmagnið var að mestu leyti
komið á innan klukkutíma en þó
tók aðeins lengri tíma að laga það
á iðnaðarsvæðinu við Reykjavík-
urveg,“ segir hann.
Rafmagn var síðan fært milli
strengja á Álftanesi skömmu eftir
hádegi og varð rafmagnslaust í
nokkrar mínútur.
Rafmagnslaust
í klukkutíma