Fréttablaðið - 10.11.2007, Side 16

Fréttablaðið - 10.11.2007, Side 16
greinar@frettabladid.is Pósthúsið - S: 585 8300 - www.posthusid.is Nú þegar farið er að myrkva úti viljum við vinsamlega minna íbúa á að hafa kveikt á útiljósum við heimili sín til að auðvelda blaðberum Fréttablaðsins aðgengi að lúgu. Munum eftir útiljósunum ! Fyrirfram þakkir, dreifing Fréttablaðsins Við fyrstu sýn virðist það saklaus tillaga að leyfa sölu á bjór og léttum vínum í mat- vörubúðum. Fyrir þá sem telja sig geta neytt þessara drykkja í hófi, væri það ánægjulegt hagræði að geta keypt rauðvíns- flöskuna um leið og verslað er í kvöldmatinn. Er þetta ekki samskonar verslunarfrelsi eins og „þegar þú beittir þér fyrir því að mjólkin færi úr mjólkurbúð- unum í matvöruverslanirnar hér um árið,“ spurði kunningi minn á dögunum. En málið er ekki alveg svona einfalt. Því miður. Bjór og létt vín eru áfengisdrykkir, vímu- efni, og neysla þeirra er hluti af þeirri áfengismenningu (ef menningu skyldi kalla), sem stundum og alltof oft breytist í áfengisböl. Hvort sem okkur líkar betur eða verr, hvort heldur við teljum okkur geta umgengist áfengi eða ekki, þá er það staðreynd sem enginn getur lokað augunum fyrir, að neysla áfengis og vímuefna er vaxandi vandamál í nútímasamfélagi. Rétt núna í síðasta mánuði var gefin út skýrsla í Englandi, sem sýndi fram á vaxandi neyslu léttra vína, einkum meðal millistéttafólks og þar fyrir ofan, sem aftur leiddi af sér sjúkleika og aukin útgjöld heilbrigðisyfirvalda þar í landi. Öll þekkjum við það böl sem ofneysla áfengis hefur í för með sér. Miðbærinn í Reykjavík fyllist á nóttinni og um helgar af ofurölvuðu fólki, daglega heyrum við fréttir af drukknum ökuþórum sem valda skaða og slysum í umferðinni, við horfum upp á nákomna ættingja verða fórnarlömb ofneyslunnar og enn er ótalið það ofbeldi sem viðgengst á heimilum og í fjölskyldum í tengslum við áfengi og ölvun. Ég er ekki endilega að segja að ástandið verði enn dramatískara ef bjórinn og hvítvínið fæst keypt í matvöruverslunum. Ég er miklu fremur að benda á, að málið snýst ekki um verslunar- frelsi eitt og sér, heldur verður að skoða það í stærra samhengi. Aukið aðgengi að þessum neysluvörum varðar líka heilbrigðismál, öryggismál, fjölskyldur og félagslegt umhverfi. Hver er áfengisstefna stjórn- valda? Ef við viljum stemma stigu við vaxandi neyslu vímu- efna, hvað er þá gert í forvörnum og aðvörunum af hálfu hins opinbera? Hverjar eru fjárveit- ingarnar til þeirra stofnana, sem bjóða upp á endurhæfingu og meðferð vegna alkóhólisma? Jú, jú, við bönnum unglingum yngri en tuttugu ára að kaupa vín. Við sektum þá sem aka ölvaðir. Við refsum þeim sem stunda fíkniefnasölu. Við klöppum SÁÁ og AA og bindindissamtökum sem vara við vímuefnaneyslu, á bakið, og prísum hvern þann sem sleppur frá Bakkusi. En hver er áfengisstefnan? Hvar eru forvarnirnar? Ef ég er alveg hreinskilinn, þá hef ég sem fjölskyldufaðir mestar áhyggjurnar af því, hvort og hvenær unglingarnir mínir falli fyrir þeim freistingum að smakka áfengi. Það veit enginn hvar sú drykkja endar. Er það skref í rétta átt að láta áfengan bjórinn blasa við krökkunum í matvöruhillunum? Eða feðrun- um, ef út í það er farið, sem eru dagdrykkjumenn og drykkjusvol- ar og leggja heimili sín í rúst, berja konur sínar og ógna börnum sínum? Við skulum hafa það á hreinu, að afleiðingar vínneyslu í heimahúsum og það sem gerist á bak við luktar dyr, er þyngra en tárum tekur. Heimilisofbeldið er best falda leyndarmál samfélagsins. Og um leið það sorglegasta, af því að það beinist að nánustu ástvinum. Allt í krafti áfengisvímunnar. Hvað er til ráða? Hvað geta stjórnvöld gert til að stemma stigu við misnotkun áfengis? Auka aðgengið? Bjóða upp á bjór í búðum? Er það fyrsta skrefið sem við viljum taka til að draga úr áfengisneyslunni? Ég er hópi þeirra sem hafa áhyggjur af of mikilli áfengis- neyslu og er þó enginn bindindis- maður sjálfur. Ef við viljum eitthvað markvisst gera varð- andi „áfengismenningu“ og áfengisböl, þá byrjum við ekki á því að auka aðgengi almennings að áfenginu. Nema þá að okkur sé alveg sama og lifum eftir þeirri klisju að hver sé sjálfum sér næstur. En þegar þú ert sestur inn á Alþingi og hefur aðstöðu til að beita atkvæði þínu til breytinga á löggjöf eða stefnumótun, hef ég enga samvisku til að leggja bjór að jöfnu við mjólk. Það er ábyrgðar- laust. Þess vegna er ég á móti vínsölu í matvörubúðum. Þess vegna kalla ég fyrst eftir markvissri forvarnastefnu í áfengis- og fíkniefnamálum. Svo skulum við sjá til með verslunarfrelsið. Hver er áfengisstefnan? Nýjustu fréttir af leikskólaráði eru þær að stofnaður hefur verið umræðuvett- vangur sem hlotið hefur nafnið Brú. Sér- staklega er undirstrikað að Brú á ekki að framkvæma neitt enda er hlutverk Brúar „eingöngu að vekja umræðu“ um skil skólastiga. Það er svo sem gott og bless- að. Frá sveitastjórnarkosningunum í maí 2006 hafa fjölmörg verkefni á sviði menntamála sem byggja á hugmyndafræði sjálfstæðismanna litið dagsins ljós. Má þar nefna viðræður við menntamálaráðuneytið um yfirtöku borgarinnar á rekstri eins framhaldsskóla í tilraunaskyni og mjög áhugavert verkefni í Rima- og Árbæjarskóla þar sem nemendum er gefinn kostur á að taka síðustu þrjú ár grunnskólans á tveimur árum. Standa vonir til þess að nemendur fleiri grunnskóla geti valið þessa leið á næsta skólaári. Nýlega var undirritaður samningur á milli menntasviðs og Ármúlaskóla þar sem grunnskóla- nemendum er gefinn kostur á að taka framhalds- skólaáfanga í fjarnámi endurgjaldslaust. Á hverju ári fjölgar þeim nemendum í grunnskólum borgarinnar sem taka námsáfanga á framhaldsskólastigi eða fara upp úr grunnskóla við lok 9. bekkjar. Menntasvið Reykjavíkur hefur ásamt menntamálaráðuneytinu og framhaldsskól- unum unnið að því auðvelda þessa þróun með góðu samstarfi og með því að skapa þær aðstæður í skólunum sem gera nemendum kleift að nýta sér þennan kost. Á síðasta fundi borgarstjórnar lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks fram tillögu um að valdir verði fimm grunnskól- ar í borginni, einn í hverju skólahverfi, til þess að taka þátt í undirbúningi og framkvæmd fimm ára deilda. Lagt var til að við skipulag og námsfyrirkomulag verði stuðst við þá reynslu sem þegar hefur fengist af áratugastarfi sjálfstætt rekinna grunnskóla og tilraunaverkefn- um á þessu sviði. Fimm ára bekkur getur sameinað kosti elsta stigs leikskólans og yngsta stigs grunnskólans. Verkefnið þarf að undirbúa í góðu samstarfi við skólastjórnendur og kennara bæði í grunnskólum og leikskólum og svo auðvitað foreldra. Samræður geta verið af hinu góða en sumt hefur einfaldlega verið rætt í þaula og er tilbúið í ákvarð- anatöku – núna. Höfundur er borgarfulltrúi. Samræðustjórnmál enn eina ferðina N úverandi kerfi heilbrigðismála á Íslandi hefur allt of lengi staðið í stað. Pólitískt þor hefur vantað til að gera nauðsynlegar breytingar. Á meðan hafa útgjöld til þessa málaflokks vaxið gríðarlega mikið og sogar hann til sín árlega um fjórðung allra útgjalda ríkisins. Þessi útgjaldavöxtur er í takt við þróun annars staðar í hinum vestræna heimi. Því er nauðsynlegt að bregðast við svo hægt sé að hægja á útgjaldaþenslunni um leið og stuðlað er að því að bæta kerfið í þágu notenda. Sjálfstæðisflokkurinn hafði lengi sóst eftir forræði yfir heil- brigðismálum þegar Guðlaugur Þór Þórðarson settist í stól heilbrigðisráðherra. Verk ráðherrans hafa hingað til verið vel ígrunduð og gefið fyrirheit um grundvallarbreytingar. Það felst pólitísk skynsemi í því að fara sér hægt þegar um jafn viðkvæman málaflokk er að ræða. Nýjasta útspil Guðlaugs Þórs lofar mjög góðu um framhaldið. Hann hefur hrint af stað stjórnkerfisbreytingum í heilbrigðis- þjónustunni sem Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir mun leiða. Á hún að undirbúa starfsemi nýrrar stofnunar sem mun annast kaup, greiðslur og samninga um heilbrigðisþjónustu. Guðlaugur Þór sagði í samtali við Fréttablaðið að markmiðið væri að auka gegn- sæi og hagkvæmni innan kerfisins. Á meðal annars að skilja á milli kaupenda og seljenda í heilbrigðiskerfinu. Það er rétt sem Halldór Jónsson, forstjóri Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri, bendir á í Fréttablaðinu í gær að kerfis- breytingin ein og sér búi ekki til peninga. Skortur á fjármagni hefur verið eitt helsta vandamál í heilbrigðisgeiranum. Með því að setja sérstaka innkaupastofnun á laggirnar færist ákvarðana- taka um hvaða verkefnum skuli sinna nær stjórnmálamönnunum. Þeir þurfa að ákveða fjölda ferliverka og úthluta fjármagni til samræmis við það. Tæmist sjóðirnir verða þeir að gera upp við sig hvort veita eigi meiri peningum í tiltekin verkefni. Kerfið verður kvikara og skilvirkara en nú tíðkast. Um leið hlýtur markmið heilbrigðisráðherra að vera að nýta betur þá peninga sem renna til málaflokksins. Innkaupastofnunin mun væntanlega kaupa þjónustu af þeim sem bjóða hana á hag- stæðustu kjörum. Möguleikar heilbrigðisstarfsfólks utan ríkis- stofnana til að framkvæma aðgerðir aukast. Biðraðir styttast og fleiri fá góða þjónustu. Þetta snýst allt saman um fólkið sem á að njóta þjónustunnar. Það hefur sýnt sig margoft að ríkið veitir verri þjónustu en einkaaðilar. Skiptir þá engu máli hvort það er heilbrigðisþjónusta eða önnur þjónusta. Auðvitað eru einhverjir sem vara við þessari þróun. Á það ber hins vegar að líta að andstöðu við breytingar er ekki að finna í miklum mæli innan heilbrigðiskerfisins sjálfs. Bæði læknar og hjúkrunarfólk hafa kallað á endurskoðun kerfisins í mörg ár. Það er fólkið sem veitir þessa þjónustu og er í mestum samskiptum við þá sem njóta hennar. Hlustum á það. Loksins hefur heilbrigðisráðherra pólitískan kjark til að stuðla að grundvallarbreytingu innan heilbrigðiskerfisins. Það er alltaf hægt að gera gott kerfi betra. Gerum gott heil- brigðiskerfi betra
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.