Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.11.2007, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 10.11.2007, Qupperneq 22
Íhinni kaldranalegu skáldsögu 1984 lýsti George Orwell alræð- isríki, þar sem Sann- leiksráðuneytið hefur öll samskipti á sínu valdi og þeir sem óhlýðnast eru ofsóttir af pólitískri lögreglu. Bandaríkin eru enn stjórnarskrár- bundið lýðveldi og réttarríki og fjölmiðlar þar fjölbreyttir og margir. Engu að síður eru blikur á lofti um að áróðursaðferðirnar sem Orwell lýsir séu að skjóta þar rótum. Blekkingarbrögðin hafa reynd- ar þróast mikið síðan Orwell var uppi. Mörg þeirra voru þróuð í tengslum við auglýsingar og markaðssetningu á vörum og þjónustu en stjórnmálamenn til- einkuðu sér þau síðar. Meginein- kenni þessara bragða er að þau eru föl fyrir peninga. Undir það síðasta hafa hugræn vísindi lagt sitt af mörkum við að gera blekk- ingarbrögðin enn skilvirkari og búið til farveg fyrir atvinnupólit- íkusa sem einblína á að „ná árangri“. Atvinnupólitíkusarnir eru stoltir af afrekum sínum og njóta jafnvel virðingar almennings í Bandaríkj- unum, sem dáist að árangri sama hvernig hann fæst. Sú staðreynd varpar skugga á hugmynd Karls Popper um hið opna þjóðfélag, sem er í þá veru að þótt það sé ógjörningur að öðlast tæmandi þekkingu skili gagnrýnin hugsun okkur betri skilningi á veruleikanum. Popper áttaði sig ekki á að í lýðræðisleg- um stjórnmálum skipt- ir meira máli að afla sér stuðnings almenn- ings en að leita sann- leikans. Á öðrum sviðum, til dæmis í vísindum og iðnaði, veitir hinn ytri veruleiki viðnám við til- raunum til að þröngva ákveðnum skoðunum á heiminn. Í stjórnmál- um er aftur á móti auðvelt að ráðs- kast með skynjun kjósenda, með þeim afleiðingum að jafnvel í lýð- ræðisríkjum leiðir pólitísk umræða ekki til betri skilnings á veruleikanum. Ástæðan fyrir því að stjórnmál lýðræðisins leiða til blekkinga er sú að stjórnmálamenn vilja ekki segja satt. Þeir vilja vinna kosn- ingar og besta leiðin til þess er að hagræða sannleikanum sér í hag. Þetta ætti þó ekki að fá okkur til að varpa hugmyndinni um hið opna þjóðfélag fyrir róða, heldur þarf að endurskoða rökin fyrir henni og festa þau í sessi. Við þurfum að hafna því sem Popper gaf sér, að markmið pólitískrar umræðu sé að skilja veruleikann betur, og endurskilgreina sann- leiksleitina sem eitt af skilyrðum hins opna samfélags. Aðskilnaður valds, tjáningarfrelsis og frjálsra kosninga tryggir ekki opið þjóðfé- lag einn og sér; það krefst þess líka að við helgum okkur sann- leiksleitinni. Kynna þarf til leiks nýjar grundvallarreglur í pólitískri umræðu. Þær geta ekki verið sambærilegar við grundvallar- reglur vísindanna, eðli málsins samkvæmt, en ættu að vera í sama anda; að miða pólitískar skoðanir við sannleiksleitina. Stjórnmálamenn virða aðeins veruleikann, í stað þess að ráðskast með hann, ef almenning- ur lætur sannleikann sig varða og refsar stjórnmálamönnum þegar þeir fara greinilega með rangt mál. Almenningur ætti að láta sannleikann sig varða því blekk- ingar hafa áhrif á hvernig fólk ver atkvæði sínu, brengla opin- bera stefnumótun, draga úr ábyrgð og grafa undan trausti í garð lýðræðisins. Nýliðnir atburðir sýna svo ekki verður um villst að það getur haft hörmulegar afleiðingar að draga upp ranga mynd af veruleikanum. Viðbrögð Bush-stjórnarinnar við hryðjuverkaárásunum 11. sept- ember 2001 – að lýsa yfir stríði á hendur hryðjuverkum og afgreiða alla gagnrýni sem föðurlandssvik – hlaut stuðning almennings. Afleiðingarnar voru aftur á móti gagnstæðar við það sem Bush- stjórnin ætlaði, bæði sér og Bandaríkjunum. Vandinn sem við stöndum frammi fyrir felst í því að greina hvenær atvinnupólitíkusar eru að draga upp ranga mynd af veruleikan- um. Hér hafa fjölmiðlar, framá- menn í stjórnmálum og mennta- kerfið mikilvægu hlutverki að gegna og þurfa að vera á varð- bergi. Að auki þarf að bólusetja almenning við hinum ýmsu lymskubrögðum. Skilvirkustu blekkingarnar smjúga sér inn í undirmeðvitundina. Þegar hægt er að hreyfa við tilfinningum eftir leiðum sem fara fram hjá meðvit- undinni er almenningur varnar- laus. En ef hann er fræddur um þessi brögð mun hann að öllum líkindum hafna þeim. Eitt áhrifamikið bragð – sem Frank Luntz, einn af hugmynda- smiðum repúblikana, kveðst hafa lært af 1984 – felur í sér að snúa við merkingu orða og um leið veruleikanum á hvolf. Þannig segir Fox-fréttastofan að hún sé „sanngjörn og óhlutdræg“. Karl Rove og hans nótar beita dylgjum og ósannindum til að breyta helstu styrkleikum andstæðinga þeirra í veikleika. Brigslyrði um heigulshátt og undirferli hafa til dæmis orðið tveimur heiðruðum hermönnum úr Víetnamstríðinu að falli, Max Cleland öldunga- deildarþingmanni árið 2002 og John Kerry árið 2004. Á sama tíma er dregin upp mynd af Bush og Dick Cheney varaforseta – sem komu sér báðir undan her- þjónustu – sem sönnum föður- landsvinum. Annað lymskubragð er yfir- færsla: að saka andstæðinginn um fyrirætlanir eða aðferðir sem ásakandinn sjálfur beitir eða hefur í hyggju. David Horowitz, sem ásakar mig fyrir að vera „Lenín í hinu and-ameríska sams- æri,“ er til dæmis fyrrverandi trotskíisti, sem lítur ekki á móth- erja sína sem andstæðinga til að rökræða við heldur fjandmenn sem þarf að mala mélinu smærra. Það hefur sýnt sig að almenningur í Bandaríkjunum er merkilega móttækilegur fyrir hagræðingu sannleikans, sem setur æ sterkari svip á pólitíska umræðu í landinu. Heilu fjölmiðlarnir helga sig enda því verki, sumir hverjir eru þekkt- ir. Engu að síður trúi ég að hægt sé að bólusetja almenning gagnvart rangfærslum með því að skapa tortryggni í garð „nýlensku“ að hætti Orwell. Efna þarf til átaks með það að markmiði að bera kennsl á blekkingarbrögðin – og benda á þá sem þau nota. Nú er lag til að hefja það átak. Bandaríkjamenn eru að vakna af vondum draumi. Reynsla undan- genginna ára sýnir – og við hefð- um átt að vita allan tímann – að það er ekki hægt að ganga að því sem vísu að gagnrýnin hugsun hafi tögl og hagldir í hinni pólit- ísku umræðu. Til að tryggja það þurfa kjósendur að virða veruleik- ann og refsa stjórnmálamönnum sem segja ósatt eða blekkja á ein- hvern hátt. Höfundur er stjórnarformaður Soros Fund Management og Open Society Institute. ©Project Syndicate Frá Karli Popper til Karls Rove – og aftur til baka Það er ómögulegt að skilja við- skiptalífið, alþjóða- stjórnmál og stjórn- mál yfirleitt, án þess að skoða hverjir séu á leynilegan hátt að koma sér saman um að vinna að sínum hagsmunum á kostnað annarra. Í viðskiptum heitir þetta „samráð“ og hefur kostað okkur neytendur gríðar- legar fjárhæðir. Í pólitík heitir þetta „samsæri“ og er stórmerki- legt hugtak. Er það ekki merkilegt að í dag er fólk feimið við að tala um hvernig valdamiklir aðilar gætu verið að eiga samráð um að hagn- ast á kostnað annarra? Faðir kap- ítalismans, Adam Smith, var alls ófeiminn við að benda á þetta í ritverki sínu Auðlegð þjóðanna: „Allt fyrir okkur, og ekkert fyrir annað fólk, virðist, á hverri öld heimsins hafa verið hin ógeð- fellda regla valdhafa mannkyns.“ Bók I, kafli IX og „Hver sem ímyndar sér að valdhafar koma sér sjaldan saman um hlutina er eins fáfróð- ur um heiminn og um umræðuefnið“. Bók I, kafli VIII. Orðið samsæris- kenning hefur svo sterk áhrif á fólk í dag að það stöðvar sig jafn- vel í að hugsa að valda- menn gætu átt samráð um sína hagsmuni á kostnað annarra. Svona sjálfsritskoðun kallaði George Orwell „Crimestop“ í bók sinni 1984. Hann lýsir Crimestop sem því að „hugurinn býr til blindan blett“ og „losar sig sjálf- krafa við hugsanir sem eru óæskilegar fyrir valdhafa“. Auðvitað fremja valdhafar samsæri og það er heilbrigð og ábyrg hegðun allra borgara sem annt er um samfélag sitt að rann- saka og ræða um hvaða valdhaf- ar hafi hugsanlega átt samráð um sína hagsmuni á kostnað borgar- anna. Höfundur er viðskiptafræðinemi. Klikkhausinn Adam Smith Undanfarið hefur farið fram mikil umræða um ástandið á húsnæðismark- aðnum hérlendis. Leiguverð hefur rokið upp á síðustu árum og á sama tíma hafa húsaleigubætur staðið í stað. Þessi vandi bitnar verulega á námsmönnum, en námslán fyrir einstakling í leiguhús- næði eru 94.000 kr. á mánuði, sem er 12.000 krónum lægra en lágmarkslaun á vinnumarkaði. Skerðingarhlutfall námslána er tíu prósent og sárafáir stúdentar fá óskert námslán því nær allir vinna, í það minnsta á sumrin. Margoft hefur verið sýnt fram á það að námslánin duga á engan hátt fyrir framfærslu stúdenta. Lánin hækka örlítið á hverju ári en á sama tíma hækkar verðlag, og ekki síst leiguverð. Húsaleiga er einn stærsti útgjalda- liður stúdenta en námslánakerfið endurspeglar það á engan hátt. Einstaklingur sem býr í foreldrahús- um fær fyrir tekjuskerðingu 65.800 krónur í lán á mánuði og því er gert ráð fyrir því að 28.200 krónur á mánuði (fyrir skerðingu) dugi fyrir húsaleigu og uppihaldi þess sem býr einn í leiguhúsnæði. Það er ljóst að sú upphæð er algjörlega úr takti við raunveruleikann, þar sem það kostar að minnsta kosti 35.000 krónur, eftir að húsaleigubætur hafa verið dregnar frá, að leigja einstaklingsíbúð á stúdentagörðum Félagsstofnunar stúdenta. Þær íbúðir eru mun ódýrari en íbúðir á almennum leigumarkaði þar sem algengt verð á tveggja herberga íbúð er um og yfir 100.000 krónum. Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur ítrekað bent á þennan vanda og skorað á stjórnvöld að bregðast við honum. Sökum þess hve lánin eru lág neyðast margir stúdentar til þess að vinna með skólanum á veturna. Kannanir sýna að um 65 prósent stúdenta vinna með skólanum. Þá lækka námslánin auðvitað enn meira og meiri hætta er á því að fólk standi sig ekki sem skyldi í náminu og flosni jafnvel upp úr því. Tvær einfaldar leiðir eru til þess að leiðrétta þetta ástand. Annars vegar að hækka námslánin eða að hækka húsaleigubæt- urnar, sem hafa nánast staðið í stað síðan um þær voru sett lög fyrir heilum tólf árum. Best væri auðvitað að gera hvort tveggja, svo stúdentar gætu notið mannsæmandi kjara. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar frá því í vor kemur fram að endurskoða eigi lög um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Það er von Stúdentaráðs að sú endurskoðun hefjist sem fyrst og að ríkt samráð verði haft við hagsmunafélög stúdenta. Einnig vonar Stúdentaráð að nefnd sem félagsmálaráð- herra skipaði á dögunum til þess að fara yfir ástandið á húsnæðismarkaði skili niðurstöðum sínum fljótt svo hægt verði að bregðast við með réttum hætti og hækka húsaleigubæturnar duglega. Höfundur er formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Að skrimta í leiguíbúð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.