Fréttablaðið - 10.11.2007, Síða 24

Fréttablaðið - 10.11.2007, Síða 24
Fæddur listamaður N otendurnir sem eru að dreifa efni á þennan hátt eru að stela frá fátæku fólki til að gefa nískupúkum sem tíma ekki að borga fyrir það efni sem er órjúfanlegur hluti af lífi þeirra. Það heyrir til algjörra undantekn- inga að íslenskt tónlistarfólk eða kvikmyndagerðarfólk eigi einhverjar sundlaugar í garðinum hjá sér. Flestir sem ég þekki eiga vart til hnífs og skeiðar og að stela frá þessu fólki er alvarlegt mál.“ Þetta hafði Páll Óskar Hjálmtýsson að segja um þá sem dreifðu tónlist af nýrri plötu hans ólöglega í gegnum vefsíðuna torrent.is í síðustu viku. Hann ætlar sér að höfða mál á hendur því fólki sem lak plötunni á internetið. Í kjölfarið hefur skapast mikil umræða um höfundarétt og ólöglega dreifingu á tónlist, kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Vinir og ættingjar Páls Óskars eru sammála um að hann hafi alla tíð verið réttsýnn. „Hann vill engum neitt illt og finnst enginn eiga að gera nokkrum illt heldur,“ segir ein systra hans. Páll Óskar er sagður vera fæddur lista- maður og var listrænn frá unga aldri. Hann var ekki nema um tveggja ára gamall þegar hann var farinn að syngja hástöfum og teikna fallegar myndir. Þegar hann tók að eldast fór hann að hafa áhuga á kvikmyndum og hefur gert margar stuttmyndir í gegnum tíðina. Á menntaskóla- árunum í MH þótti vinum hans ekkert víst að söngur og tónlist yrðu ofan á hjá honum, heldur voru þau viss um að hann yrði kvikmyndagerðar- maður. Áhugi hans á kvikmyndum er enn mikill, en hann er sérstaklega hrifinn af hryllings- og svoköll- uðum splattermyndum. Þá á hann það til að hóa saman fólki til þess að horfa á gamla kvikmynd á filmu. Páll Óskar er sjálfmenntaður söngvari og hefur gefið út fjölmargar plötur, bæði einn og ásamt öðrum. Hann hefur gert mjög fjölbreytta tónlist, allt frá klassískum plötum með hörpuleikaranum Moniku Abendroth til popp- og dansplatna. Nýjasta sólóplata hans, Allt fyrir ástina, er fyrsta dans- platan hans í átta ár en hún kom út í vikunni. Páll Óskar tók þátt í Eurovision-söngva- keppninni fyrir hönd Íslands árið 1997, en hann er talinn einn helsti sérfræðingur Íslendinga í keppn- inni. „Palli er mjög sérstök manneskja. Maður sá strax að hann var öðruvísi en flestir, bæði einlæg- ari og heiðarlegri,“ segir góð vinkona hans. Fólk á ekkert inni hjá honum og hann segir alltaf það sem honum finnst. Heiðarleiki hans og einlægni þykir skila sér í því sem hann gerir. Hvort sem það eru tónleikar eða plötur, brúðkaup eða jarðarfarir, þá er hann alltaf jafn auðmjúkur fyrir tilefninu og gefur allt sem hann á í hvert skipti. „Hann laðar fram það góða í fólki.“ Vinir og ættingjar eru sammála um að hann sé traustur og ætíð boðinn og búinn að hjálpa þeim sem á þurfa að halda. Hann er til dæmis duglegur að heimsækja aldraðan frænda sinn á elliheimilið Grund, og þykir góður við alla þá sem minna mega sín. Hann er mikill tungumála- maður og á mjög auðvelt með að læra tungumál og annað þeim tengt, til dæmis kann hann alla texta utanbókar. Páll Óskar lifir mjög heilbrigðu lífi. „Hann hefur verið í þessum bransa mjög lengi og hefur komið hvað heilastur frá því, til dæmis hefur hann aldrei drukkið eða reykt. Það er bara á síðustu árum sem hann er farinn að drekka kaffi og þá bara einn bolla ef hann þarf að vaka til sjö á morgnana.“ Framlag Páls Óskars til réttinda- baráttu samkyn- hneigðra er mikið. Hann hefur verið einn helsti talsmaður Hinsegin daga á Íslandi og setið í undirbúningsnefnd vegna þeirra frá upphafi. „Hann steig gríðarlega stórt skref í réttindabaráttunni. Þegar hann var að byrja í þessum bransa og fólk fór að tala um að hann væri hommi, þá fór hann bara í viðtal og sagðist vera hommi. Þá gat fólk ekkert sagt. Þar kom fram þessi heiðarleiki og einlægni hans, en líka hugrekkið sem hann býr yfir. Hann var aldrei í neinum feluleik eða afneitun og hefur hjálpað mikið í því að gera samkynhneigða sýnilega og sjálfsagðan hluta samfélagsins.“ Auglýsingasími – Mest lesið Eina blaðið á sunnudegi F í t o n / S Í A Ekki bara stjörnupartí. Eddan - mikilvægari en margan grunar. Bölvun faraósins. Andlit Tutankhamuns var opin- berað í síðustu viku. Bölvun hefur fylgt þeim sem fundu grafhýsi hans. Sportið fylgir Umboðsmaður Íslands Ólafur Garðarson segir frá starfinu, samningunum og samskiptunum við stjórana. Allt atvinna Vinsælasta atvinnuauglýsinga- blað landsins. Allt sem þú þarft – alla daga
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.