Fréttablaðið - 10.11.2007, Side 28
Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli og
útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 550 5000.
Goðafoss sekkur
„Heima er þar sem mamma er. Ef ég
bara gæti orðið þriðjungur af þeirri
konu sem mamma er og hefði þriðj-
ung af styrk hennar, væri ég fullsátt við
hlutskipti mitt í lífinu.“
AFMÆLI
Einstök börn, stuðningsfélag barna með sjaldgæfa og alvar-
lega sjúkdóma, er tíu ára um þessar mundir.
„Markmið félagsins er stuðningur við fjölskyldur barna
sem fæðast með afar sjaldgæfa sjúkdóma á heimsvísu,“ segir
Sædís Björk Þórðardóttir, formaður félagsins, sem þrettán
fjölskyldur stofnuðu árið 1997.
Nú eru í félaginu 140 fjölskyldur, þar af fimmtán sem misst
hafa börn sín og er Sædís ein þeirra.
„Drengurinn minn fæddist með short bowel syndrome, en
einkenni þess sjúkdóms eru stíflaðar garnir. Hann fór í að-
gerð rétt sólarhringsgamall og lést tæpra tveggja ára. Sjúk-
dómar sem hrjá einstök börn hafa mikil áhrif á lífsgæði þeirra
og lífslíkur, en í verstu tilfellum er vitað með vissu að börn-
in muni ekki lifa fram á fullorðinsár,“ segir Sædís um börnin
í félaginu sem sum eru nýfædd, en stuðningsfélagið er fyrir
börn átján ára og yngri.
„Við lifum á góðmennsku annarra sem láta fé af hendi
rakna til félagsins. Þá erum við með fjáröflun í formi minn-
ingarkorta, jólakorta og jólagrýlukertis sem hægt er að fá
keypt í gegnum heimasíðuna okkar: www.einstokborn.is, en
jólakortið í ár málaði listakonan Kolbrún Hrund Sigurgeirs-
dóttir,“ segir Sædís um jólakortið sem sýnir börn leiða hvort
annað á skautum, þar af eitt í hjólastól.
„Það er einkennandi fyrir einstök börn hvað þau hafa öðru-
vísi viðhorf til lífsins. Mörg þeirra fara aldrei heim af spítala,
meðan önnur eiga sér eðlilegra líf. Þau eru upp til hópa ofsa-
lega glöð og jákvæð og hafna voli og væli þótt erfiðir tímar
fylgi sjúkdómum þeirra, enda þekkja þau ekki annars konar
líf,“ segir Sædís sem telur auðveldara fyrir börn að fæðast
lasin en hljóta þau örlög seinna.
„Mér hefði þótt erfiðara að horfa upp á son minn fimm ára
eða eldri kippt úr eðlilegu lífi yfir í langlegur á sjúkrahúsum
eins og tíðum gerist hjá krabbameinssjúkum börnum. Það er
léttbærara að alast upp við spítalavist, vera tengdur tækjum
og ganga með göngugrind. Sonur minn náði aldrei að ganga og
var aðeins þrjár nætur í lífi sínu heima í faðmi fjölskyldunn-
ar, en honum þótti þetta eðlilegt og var alltaf brosandi og ynd-
islegur,“ segir Sædís.
„Þetta er mikil lífsreynsla. Fólk segir stundum: „Hvað?
Það er svo langt síðan svo þetta hlýtur að vera allt í lagi,“ en
almáttugur nei, sorg og söknuður fylgir manni sérhvern dag.
Við vissum að hann átti ekki mikla lífsvon, en héldum í von-
ina á sama tíma og við kviðum því að lifa eftir hans daga. En
svona er þetta líf og ekki annað í boði,“ segir Sædís sem tók
sér hlé frá félagsstarfinu fyrst á eftir en fór svo í skemmti-
nefnd.
„Það er algengt að byrja í skemmtinefnd aftur, til að gefa
lífinu léttari blæ. Það er félaginu mikilvægt að hafa til staðar
foreldra sem misst hafa börn sín, en starfið snýst um að gefa
foreldrum barna með sjaldgæfa sjúkdóma upplýsingar sem
þeir finna hvergi annars staðar,“ segir Sædís, og til stendur að
stofna innan félagsins hóp foreldra sem misst hafa börn sín.
„Afmælisárið hefur verið skemmtilegt. Við reynum að létta
börnunum tilveruna með skemmtunum af ýmsu tagi, og jóla-
balli í desember, en gefum einnig út afmælisblað í lok nóvem-
ber og nýjan bækling,“ segir Sædís. Þess má geta að aðstand-
endur Einstakra barna selja jólakort í Smáralind nú um helg-
ina.
Elskuleg eiginkona mín, móðir, amma,
dóttir og systir,
Gíslína Erlendsdóttir,
frá Dal, til heimilis að Bakkagerði 9,
Reykjavík,
er látin. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju,
miðvikudaginn 14. nóvember, kl. 15.
Páll Stefánsson og aðrir aðstandendur.
Okkar ástkæri
Hjörtur Hjartarson
lést á heimili sínu í Malmö, Svíþjóð, hinn 7. nóvember
sl. Jarðarför auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Vilborg Arinbjarnar
50 ára afmæli
Guðrún Gísladóttir
Rifi ,
er fimmtug í dag laugardaginn 10.
nóvember. Af því tilefni verður hún
að heiman en mun dveljast ásamt
fjölskyldu sinni að Minniborgum í
Grímsnesi. Góðum vinum og öðru
skemmtilegu fólki sem hún þekkir er
velkomið að líta þar við í kaffi í dag.
Elskuleg móðir mín, dóttir, systir og
mágkona,
Marta Guðmunda
Guðmundsdóttir
Hólavöllum 16, Grindavík,
lést á Landspítalanum v/Hringbraut þriðjudaginn
6. nóvember. Jarðarförin fer fram frá
Grindavíkurkirkju miðvikudaginn 14. nóvember kl.
14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á styrkt-
arsjóð Krabbameinsfélags Íslands.
Andrea Björt Ólafsdóttir
Guðmundur Finnsson Hallbera Ágústsdóttir
Matthildur Níelsdóttir Svanur I. Sigurðsson
Níels A. Guðmundsson Hanna M. Harðardóttir
systkinabörn og aðrir aðstandendur.
Ástkær móðir okkar, systir, tengdamóðir,
amma og langamma,
Jóna Soffía Tómasdóttir
lést á Landspítalanum hinn 3. nóvember sl.
Útför fer fram frá Aðventistakirkjunni þriðjudaginn
13. nóvember kl. 13.00.
Aðstandendur.
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
Guðbergur Guðnason
frá Jaðri, Árskógum 8, Reykjavík,
lést á heimili sínu laugardaginn 3. nóvember. Útförin
fer fram frá Seljakirkju mánudaginn 12. nóvember
kl. 13.00.
Kristrún Guðbergsdóttir Magnús Magnússon
Guðni Guðbergsson Jóhanna Jónsdóttir
barnabörn og barnabarnabarn.
85 ára afmæli
Áttatíu og fimm ára verður mánu-
daginn 12. nóvember
Bryndís Elsa
Sigurðardóttir.
Hún tekur á móti ætting jum og vinum
á morgun, sunnudag, frá kl. 15.30 í
félagsheimili Knattspyrnufélagsins
Hauka að Ásvöllum í Hafnarfirði.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar
ástkæra
Sigurdórs Jóhannssonar,
rafvirkjameistara, Akranesi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks E-deildar Sjúkrahúss
Akraness fyrir hlý samskipti og góða umönnun.
Sigríður Eyjólfsdóttir
Sigrún Sigurdórsdóttir Sæmundur Guðmundsson
Bragi Þór Sigurdórsson Sigríður E. Hauksdóttir
Jóhann S. Sigurdórsson Jónína Björk Óskarsdóttir
Hlynur Sigurdórsson Jónína Herdís Sigurðardóttir
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
Jóhanna Bjarnveig
Sigurjónsdóttir
Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Ölduslóð 30,
Hafnarfirði,
lést að morgni 4. nóvember. Útför hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Guðrún Benediktsdóttir Gísli Sveinbjörnsson
Kristín Benediktsdóttir Friðjón Sæmundsson
Ingólfur Benediktsson Hildur Gunnarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.