Fréttablaðið - 10.11.2007, Síða 32
karakter á ferð eður ei. Ég hef séð það gerast
margoft – fólk breytast í skrímsli á árbakkan-
um. Það eru þá þessar lægstu hvatir sem taka
yfir; eigingirni, tillitsleysi, græðgi og frekja.
Svo eru aðrir sem voru ekki hátt skrifaðir hjá
manni sem sýna að þeir eru hin mestu ljúf-
menni,“ segir Bubbi og útskýrir jafnframt að
veiðimennska gangi að miklu leyti út á kurt-
eisi og tillitssemi; að ganga ekki á rétt veiði-
félagans.
Veiðin sem Bubbi dásamar svo hefur samt
kannski ekki svo góða ímynd í dag. Hún er
tengd drykkjulátum í veiðihúsum, haug-
drukknum bílstjórum sem keyra á milli veiði-
staða og allt of dýrum veiðitúrum þannig að
sportið virðist löngu hætt að vera fjölskyldu-
sport. „Drykkjan var meira áberandi hér
áður og var þá mikil. Í dag er einn og einn, og
þá Íslendingur, sem drekkur frá sér ráð og
rænu í veiðihúsi. Ég hef lent í því að menn
hafa eyðilagt veiðitúra og nætursvefn fyrir
manni sökum ofurölvunar. En það hefur
minnkað gífurlega og kannski vegna þess að
menn eru þarna fyrst og fremst til að veiða
en ekki til að sleppa frá konunni og detta í
það. Í dag er stemningin yfirleitt önnur í
veiðihúsum og í stað þess að allir séu áfengis-
dauðir þá drekka menn kannski bara eitt til
tvö rauðvínsglös og fara svo í koju,“ segir
Bubbi og víkur svo að dýrtíðinni. „Það sem
skyggir á allt það frábæra við veiðina er það
að almenningur geti ekki komist í þessar ár
til að veiða. Laxveiði er orðin svo fáránlega
dýr og fárra manna sport að það er skömm að
segja frá því að árnar skuli ekki nýtast Íslend-
ingum nema þeim allra ríkustu. En þetta
hefur alltaf verið svona. Breskir auðmenn
tóku árnar okkar á leigu strax snemma á 20.
öldinni og þær hafa síðan þá verið meira og
minna í höndunum á erlendum og íslenskum
auðmönnum. Á móti kemur að það er kannski
líka ástæðan fyrir því að laxinn er ennþá í
íslenskum ám. Menn hafa farið vel með hann
og árnar.“
Veiðifélagarnir eru margir en Bubbi segir að
óskafélaginn sé auðvitað Hrafnhildur. Ég
óska þess að hún muni veiða með mér sem
allra mest og hún er búin að fá sinn fyrsta lax.
Og svo auðvitað yngsti sonur minn, Brynjar.
Ég vona að hann verði veiðimaður, mennti sig
og verði moldríkur þannig að hann hafi efni á
þessum veiðitúrum og geti séð um pabba sinn
og veiðina hans í ellinni.“ Við skautum úr
heimi fallegra veiðisvæða og rómantískra
stunda í ánni og í blákaldan raunveruleikann,
að skrifa bók og telja fólki trú um að maður
hafi sögu að segja sem það eigi að lesa. Bubbi
vill meina að hann þurfi að berjast við for-
dómana að hann gæti ekki skrifað. „Það er
kannski erfitt að festa þumalinn á það en þú
verður var við svona hluti. Ég vissi alltaf að
ég gæti skrifað en það sem er meira mál eru
auðvitað viðtökurnar og það er ákveðinn
þröskuldur fyrir mig að fara yfir. Ímyndin
Bubbi, tónlistarmaðurinn Bubbi og jafnvel
skrifblindi textahöfundurinn Bubbi getur
verið að vefjast fyrir fólki og að það geti nú
bara ekki verið að hann geti sett skikkanlega
texta á prent. Þetta er ekkert sem truflar
svefninn hjá mér en ég viðurkenni það samt
að ég get verið viðkvæmur fyrir þessu. Skrif-
blindan markaði mig mikið í æsku. Ef ég
skoða hins vegar það sem ég hef gert og sé
hvað það er mikið af flottum hlutum get ég
ekki annað en hrist þetta af mér og verið guði
þakklátur fyrir þessa náðargjöf sem hann
hefur gefið mér.“
Allir hafa sína útgáfu af Bubba Morthens.
„Ég verð var við það jú. Ég get farið í taug-
arnar á fólki sem fjölmiðlafígúra og ein-
hverjum finnst ég leiðinlegur. Það er bara
partur af þessum pakka. En fordómar eru
allt annað mál. Það liggur í eðli orðsins for-
dómar að dæma án þess að þekkja. Sjálfur
hef ég rekið mig á að vera með alls kyns for-
dóma. Alveg svakalega. Ég er til dæmis með
mikla fordóma gagnvart Þorgrími Þráins-
syni og finnst hann hrikalega pjattaður. Að
maðurinn skuli nenna að fara að ætla að
kenna mönnum hvernig þeir eigi að sinna
konunni sinni er fyrir mér meira dæmi um
það hvernig hann ætlar að ná sér í auðvelda
peninga með fyrirlestrum hjá kvennaklúbb-
um. En þessir fordómar segja bara mikla
meira um mig en hann. Ég er til dæmis ekki
búinn að lesa þessa bók, þannig að ekki er
þetta smekkur. Ég hef hitt hann og hann er
ekkert nema almennilegur og elskulegur. En
samt sit ég uppi með þessa fordóma og því
ætla ég að taka mig taki og lesa þessa bók. Ég
bara hreinlega verð að gera það.“ Bubbi
klykkir út með því að segja að væri hann í
algjöru búddísku jafnvægi myndi hann bara
brosa og fagna Þorgrími Þráinssyni, bókinni
hans og öllu sem hann stendur fyrir.
Við erum ekki búin að afgreiða kaflann „for-
dómar“. Rokkgoðið segir að það sé tvennt
sem sé honum hvað mikilvægast fyrir sína
andlegu heilsu: Að vera í jafnvægi og vinna á
eigin fordómum. „Ég þarf að leggja mikla
vinnu í það en ég er líka tilbúinn til að horfast
í augu við þetta. Að mínu viti er maður sem
segist fordómalaus annaðhvort að ljúga eða
eitthvað allt annað en manneskja.“ Og Bubbi
heldur áfram að skutla fram fordómum fyrri
tíma og dagsins í dag. „Ég var lengi á þeim
buxunum að hafa fordóma fyrir sjálfstæðis-
mönnum. Þeir voru einfaldlega versta fólk á
jarðríki. Svo fékk ég áfall þegar ég kynntist
fólki, fannst það djöfulli skemmtilegt og
ágætt og komst svo seinna að því að þetta var
sjálfstæðismaður eða -kona. Það gat bara
ekki verið. Ég hef verið með fordóma gagn-
vart tónlistarstefnum og klæðaburði – og já,
jafnvel eigin útliti. Staðið fyrir framan speg-
il og hugsað af hverju ég líti svona út en ekki
hinsegin.“
Fólkið í landinu gerir ekki síður kröfu um
það að Bubbi sé svona en ekki hinsegin.
Gagnrýnin hljómar upp á það að hann hafi
markaðssett nafnið sitt og sumir ganga jafn-
vel svo langt að saka hann um að hafa selt
sálu sína stórfyrirtækjum. „Menn mega
gagnrýna mig eins og þeir vilja. Það skiptir
mig engu máli. Málið er að ég skuldbatt mig
ekki eða gerði einhverja skilmála á krossgöt-
um, hvorki við alþýðuna í landinu eða djöful-
inn um einhverja samninga. Ég gerði mína
fyrstu plötu sjálfur, mokgræddi á því og
hefði betur átt að læra af því og halda mig
þar. Í stað þess gerði ég samninga við aðra og
þeir mokgræddu á mér en ég fékk ekkert.
Það ástand varði í tíu ár en þá bráði af mér og
ég hugsaði: Þetta er atvinnan mín, ég á börn
og þarf að lifa.“
Þegar Bubbi sá svo seinna að hann gæti
hugsanlega hagnast töluvert á því að fram-
selja tekjur af höfundarrétti sínum og fá hann
borgaðan fyrirfram, fannst honum það snjöll
hugmynd. „Þökk sé hugmynd Jakobs Frí-
manns Magnússonar, sem hefur hjálpað mér
mikið, gerði ég þetta og það voru margir sem
misskildu dæmið. Héldu að ég hefði selt höf-
undarréttinn. En hann var alltaf minn, það
voru einungis fyrirfram tekjur sem ég seldi.
Ég fann að menn urðu öfundsjúkir en það
skipti mig ekki máli því þarna gekk mér vel
og var farinn að eiga vel til hnífs og skeiðar.
Ég spyr: Vildi fólk frekar sjá mig hálfdauðan
af kókaínneyslu – eigandi ekki bót fyrir rass-
gatið? Eyðileggjandi lífið fyrir sjálfum mér
og fólkinu í kringum mig. Ef það er það sem
menn vilja þá geta menn bara étið skít og
haldið kjafti. Ég hef ekki breytt út af einu eða
neinu í sambandi við það hver ég er eða
hvernig tónlist ég geri. Það eina sem er öðru-
vísi er að ef ég er fenginn til að spila er ég dýr
og á einhverjar milljónir. Eftir 27 ár sem
atvinnumaður í tónlistarbransanum og að
hafa selt nærri 300.000 plötur væri það nú
ansi hart ef ég ætti ekki pening.“
Ætli sviðsljósið kalli á annað egó eða kynn-
ir Bubbi sama persónuleika framan við
myndavélarnar og fólkið hans þekkir
innan veggja heimilisins? „Stundum og
stundum ekki. Stundum veit ég ekki hvor
er hvað og það er alveg eðlilegt að það
komi fyrir. Það hefur aldrei truflað mig
neitt eða mér fundist það óþægilegt. Ég
hugsa að allir sem þurfa að vera mikið
fyrir framan sjónvarpslinsuna stígi dálít-
ið út úr sjálfum sér og verði eitthvað
annað.“ Orkuboltinn sem birtist í sjón-
varpinu er þó sá sami heima hjá sér og
eftir meira en klukkustundar viðtal er
Bubbi enn ekki sestur heldur stendur við
eldhúsborðið, hellir upp á kaffi og svarar í
símann á meðan hann talar. „Ég er mjög
orkumikill og það er eitthvað meðfætt. Ég
er líka jákvæður og duglegur að eðlisfari.
Partur af orkunni er líka að hreyfa mig og
hugsa vel um mig. En þetta er pottþétt í
genunum, foreldrar mínir voru báðir mjög
orkumiklir. Ég hugsa að það geti enginn
ákveðið að verða orkumikill, annaðhvort
ertu það eða ekki.“ Sem hluti af heilbrigð-
um lífsstíl fer Bubbi að sofa klukkan tíu
og vaknar milli sex og átta á morgnana.
„Hjá mér er seint að fara í rúmið klukkan
ellefu. Ég les mikið á kvöldin, er núna að
lesa ævisögu Maós – ekki beint góð fyrir
svefninn og ef helmingurinn af þessu er
sannur nægir það til að setja hann á lista
yfir mestu skrímsli jarðar. En ég les og les
og bækurnar mínar eru allar úti í bæ í
geymslu. Ég kem þeim ekki inn á heimilið.
Og þannig verður það, samt held ég áfram
að kaupa bækurnar.“
Bóklestur og svefn skiptir máli og ekki síður
rúmið og rúmfötin. Bubbi er laumu rúmfata-
perri. „Ég veit fátt betra en falleg og hrein
rúmföt, stórt og gott rúm, opinn glugga og bók.
Fyrir mér eru það stórnautnastundir. Ég eyði
því miklum tíma í að kaupa rúmföt og finnst
það ofboðslega gaman. Ég vil hafa þau ekta, úr
silki og satíni og svo finnst mér ekki síður
skemmtilegra að skipta á rúminu. Ég fæ alveg
út úr því!“ Bubbi lét smíða fyrir sig rúm og er
með úlfsábreiðu á því. „Hrafnhildur er auðvit-
að hæstánægð með þetta, hún kemur heim og
þá taka við henni ný rúmföt!“ Hrafnhildur
kom jafn óvænt inn í tilveru Bubba og rúm-
fatajátningin í viðtalinu. Á tíma sem Bubbi var
mjög sáttur við að vera einn og sjálfum sér
nógur. „Hún var ekki í mínum áætlunum en
þetta bara gerðist og í dag búum við saman og
vonandi komum við til með að gifta okkur í
framtíðinni. Við erum jafn ótrúlega lík og við
erum ólík. En ég tel mig óendanlega heppinn
mann að hafa fengið hana og Ísabellu inn í líf
mitt. Og fólkið hennar allt, frændfólk og for-
eldrar hafa tekið mér opnum örmum.“
Við byrjuðum á veiðinni og endum á ástinni.
Sem að vísu er ekki mikið minni veiði. Bubbi
segir að fyrir sér sé það að elska ákvarðana-
taka. „Að vera ástfanginn er líffræðilegt fyrir-
bæri sem gengur yfir á einu eða tveimur árum.
Ég elska Hrafnhildi og það er ákvarðanataka.
Ekki bara er hún svo góð manneskja að mig
langar að eyða lífinu með henni heldur er hún
líka svo falleg að ég er bæði dolfallinn þegar
ég fer að sofa og þegar ég vakna. Aldursmun-
urinn? Nei, hann truflar mig ekki. Hann virð-
ist trufla aðra og við höfum rætt það en það
flækist ekki fyrir okkur. Ég á mikið af vina-
fólki sem eru í sömu sporum: Jakob Frímann
og Birna, Tolli bróðir og Gunný.“ Er Bubbi þá
kominn í hamingjulandið – þar sem honum eru
allir vegir færir? „Það virðist vera þannig að
ósigrar mínir verða að sigrum. Ég er auðvitað
mannlegur og hef upplifað sjálfan mig sem
fórnarlamb og grátið örlög mín beisklega. En
maður kemst upp úr öllu þannig. Mér finnst ég
sterkari en nokkru sinni fyrr en er um leið
mjög brothættur í styrkleika mínum.“
Ég er til dæmis með mikla fordóma gagnvart
Þorgrími Þráinssyni og finnst hann hrikalega
pjattaður. Að maðurinn skuli nenna að fara
að ætla að kenna mönnum hvernig þeir eigi
að sinna konunni sinni