Fréttablaðið - 10.11.2007, Page 36
U
ppskeruhátíð
sjónvarps- og
kvikmynda-
bransans,
Edduverð-
launin, verður
annað kvöld og keppast þar
margir um þessi eftirsóttu
verðlaun. Nokkur ný andlit
dúkka þar upp og er Hera
eitt þeirra. Ungstirnin öll í
kvikmyndinni Veðramótum
eftir Guðnýju Halldórs-
dóttur hafa vakið mikla
athygli fyrir góðan leik og
er Hera tilnefnd til verð-
launanna fyrir túlkun sína á
Dísu sem lendir á upptöku-
heimilinu Veðramótum.
„Ég byrjaði bara að leika
heima í stofu. Setja upp leik-
rit sem krakki. Mamma var
alltaf að kenna og ég var oft
með á leiklistarnámskeiðum
hjá henni í Kramhúsinu eða
í danstímum á meðan hún
var að kenna.“ Það er nokk-
uð ljóst að Hera á ekki langt
að sækja hæfileikana því
mamma hennar er Þórey
Sigþórsdóttir leikkona og
pabbi hennar Hilmar Odds-
son kvikmyndaleikstjóri.
„Ég var líka í leiklist í
Hlíðaskóla og svo í Leik-
félaginu í MH.“ Í fyrra settu
þau upp spunaleikrit sem
vakti athygli og það var þar
sem Guðný sá Heru og bauð
henni hlutverk í Veðra-
mótum.
Hefurðu alltaf ætlað að
verða leikkona?
„Já, mig langaði það alltaf.
En ég var í miklu tónlistar-
námi líka. Ég spila á selló
þannig að það var möguleiki
líka en svo gat ég ekki sinnt
því eins og ég vildi og hætti í
Tónlistarskólanum eftir
fyrsta árið í MH og valdi
leiklistina frekar. En tón-
listarnámið breytti öllu um
hvernig ég er í dag. Ég lærði
svo rosalega mikið, til dæmis
vinnubrögð og aga fyrir utan
tónlistina sjálfa. Ég fór samt
í afneitun fyrst og vildi ekki
að neinn heyrði í mér spila á
sellóið en núna spila ég bara
heima. Ég hef líka alltaf
verið í dansi og dansa afró
þessa dagana. Ég verð að fá
mína líkamlegu útrás og ég
fæ langmest út úr dansinum.
Einn mesti sjarminn við afró
er að við erum með tromm-
ara sem spila lifandi tónlist
meðan við dönsum.“
Veðramót var fyrsta bíó-
myndin sem Hera lék í. Var
mikill munur að leika í bíó-
mynd eða á sviði? „Það er
rosalega ólíkt. Ég hafði bara
reynslu af sviði og enga
reynslu af bíó fyrir utan ein-
hver statista hlutverk. Nema
þegar ég var sex ára, þá lék
ég í sjónvarpsmynd sem hét
Hvíti dauði og lék dóttur
móður minnar. En ég var
ekki mikið að spá í þetta þá.
Veðramót var alveg ný
reynsla fyrir mig.“
Var pabbi þinn aldrei að
draga þig á sett? „Ég var oft
hjá honum í vinnunni og
kannski statisti en hann var
aldrei að draga mig í að leika
fyrir sig, langt í frá. Þetta
var meira ég að þrjóskast
við að vilja gera þetta. For-
eldrar mínir reyndu ekki að
beina mér á þessa braut.
Alls ekki. Ég var mjög feim-
in við að viðurkenna að ég
vildi leika þangað til ég gat
sýnt fram á að mér var
alvara með þessu. Ég ákvað
kannski inni í mér að ég
vildi vera leikkona en ég var
ekki mikið að ræða það,“
segir hún og hlær.
Hera viðurkennir að hún
var mjög glöð yfir að fá
svona stórt hlutverk í mynd-
inni þótt það hafi stundum
verið strembið. Var mikill
undirbúningur?
„Nei, ekki sameiginlegur,
en við stelpurnar fórum í
heimsókn í Stígamót og
strákarnir töluðu við vist-
menn sem höfðu verið í
Breiðavík. Það var pínu
undarlegt að panta viðtal við
Stígamót en við vorum svo
mikið að hugsa um hlutverk-
in og mig langaði svo mikið
að skilja Dísu sem ég leik.
Hún er misnotuð af fóstur-
pabba sínum en samt er
hann eiginlega hennar helsti
bandamaður, hún sækir
mest í hann og hann er
kannski sá eini sem hún
getur sótt í. Ég var svo mikið
að reyna að skilja af hverju
það gerist og hvernig þetta
samband byggist upp milli
geranda og fórnarlambs.
Hvernig er með traust og
ást og eitthvað sem er svo
brotið á. Þær hjá Stíga-
mótum hjálpuðu okkur
mikið til að geta sett okkur í
þeirra spor.“
Fyrir þá sem ekki hafa
séð Veðramót fjallar mynd-
in um unglinga sem lenda á
upptökuheimili og kemur í
ljós að krakkarnir hafa
margir verið misnotaðir og
kannski þess vegna lent í
vandræðum.
„Ég hafði aldrei leikið
svona áður þannig að það
var mjög spennandi fyrir
mig að koma inn í þetta.
Tökur fóru fram fyrir vestan
og þegar ég kom þangað
voru þau byrjuð og planið
breytt þannig að fyrsta
senan mín var aðeins erfið-
ari en hún átti að vera. Mér
var bara hent inn í hlöðu þar
sem ég átti að reyna við
Hilmi Snæ og ég hafði aldrei
upplifað það að vera með
kameru framan í mér svona
nálægt. Í næstu senu lék
belja mjög stórt hlutverk og
hún var ekkert sérstaklega
róleg þannig að ég fékk smá
í magann og hugsaði hvað
ég væri komin út í.“
Hera hefur ekki setið auðum
höndum síðan í Veðramót-
um og lék til dæmis í stutt-
mynd Rúnars Rúnarssonar,
2 birds, sem kemur út á
næsta ári. Núna hamast hún
við að klára stúdentinn um
áramótin og þá eru allir
vegir færir. Stefnirðu á leik-
listarskóla?
„Ég hef alltaf verið með
rosalega mikið plan. Ég ætl-
aði í grunnskóla og svo
menntaskóla og svo leik-
listarskóla en núna er ég
aðeins að upplifa að lífið er
kannski ekki endilega
þannig og ég er með smá
fiðring í maganum af því að
ég er að útskrifast úr menntó
og get gert hvað sem er. Í
fyrsta sinn síðan ég byrjaði í
leikskóla er ekki búið að
ákveða næstu önn fyrir mig
og núna finnst mér rosalega
gaman að vera til og vita
ekki hvað ég ætla að gera í
janúar. Mig langar að vinna
í nokkra mánuði og fara svo
út. Ég held ég læri langmest
af því, að standa á eigin
fótum og þannig. En ég
reyni líklega að komast inn í
skóla á næsta ári.“
Hera byrjar alltént á að
fara til Lettlands í desember
til að leika álfa og spúa eldi
meðan þeir kveikja á jóla-
trénu sínu. „Þetta er á
vegum Hins hússins en ég
hef bæði verið í Götuleik-
húsinu og Skapandi sumar-
störfum. Ég lærði að spúa
eldi í Götuleikhúsinu. Ég
var alveg skítléleg í þessu
fyrst. Við erum með lampa-
olíu sem við setjum upp í
okkur og maður þarf að ná
að mynda olíuský og kveikja
í skýinu með kyndlinum. En
það er einmitt hætta á því ef
þú kveikir vitlaust í skýinu
getur það farið aftur fram-
an í þig og brennt þig í fram-
an. Ég gat lengi ekki gert
þetta ský, frussaði eitthvað
og það kom smá eldur en ég
hef allavega voðalega lítið
kveikt í mér.“
„Líf manns breytist auðvit-
að eitthvað frá því að hafa
aldrei leikið í neinu og hafa
svo gert þetta. Þetta var
rosalega mikill skóli. Ég hef
umgengist þennan bransa í
gegnum foreldra mína, og
alltaf bara verið barn for-
eldra minna. Núna er gaman
að geta verið í þessu meira á
mínum eigin forsendum.“
Gáfu foreldrar þínir þér
einhver góð ráð? „Þau tóku
mig ekki í þjálfunarbúðir
eða neitt þannig,“ segir hún
og hlær. „En þau sögðu mér
bara að vera einlæg. Það er
gott að hafa það alltaf á bak
við eyrað að vera einlægur,
bæði í leik og lífi.“
Heldurðu að þú sért á
réttri hillu í lífinu eftir þessa
reynslu? „Já, ég fékk enga
uppljómun en ég fann mig
rosalega vel. Auðvitað er
gaman þegar maður er að
gera eitthvað sem maður
finnur sig í og líður vel
með.“ Hrósinu hefur rignt
yfir Heru síðan myndin var
frumsýnd og síðan kom
Eddutilnefningin. Ertu búin
að semja ræðu? „Nei, ég er
ekki búin að semja ræðu,“
svarar hún og hlær. „Ég er
ekki viss um að ég geri
það.“
Byrjaði að leika heima í stofu
Hera Hilmarsdóttir er tilnefnd til Eddunnar sem besta leikkonan fyrir fyrsta hlutverk sitt á hvíta tjaldinu. Fyrir utan það að
vera á kafi í leiklist og að klára MH dansar hún afró í Kramhúsinu, spilar á selló heima hjá sér og spúir eldi með Götuleikhúsinu.
Hanna Björk Valsdóttir hitti Heru og komst að því að henni er margt til lista lagt.