Fréttablaðið - 10.11.2007, Síða 39

Fréttablaðið - 10.11.2007, Síða 39
Flestir reka upp stór augu þegar þeir mæta Ragnari Magnússyni veitingamanni á sínum gula og glæsta Dodge Charger SRT-8. Anton ljósmyndari var ekki seinn á sér að taka upp myndavélina og festa þá á filmu. Það er á einum af mörgum rigningardögum hausts- ins sem Ragnari bregður fyrir á gulum fáki nærri Fréttablaðshúsinu. Hann er umsvifalaust tekinn á beinið og spurður út í bílinn. „Það er nú fátítt að ég sé á þessum bíl í svona veðri,“ segir hann hlæjandi. „Yfirleitt hreyfi ég hann ekki í rigningu heldur hef hann inni í skúr og nota hann bara þegar götur eru þurrar. Það er ekkert gaman að vera á honum óhreinum. Þetta er svona bíll sem á að vera flottur.“ Bíllinn hans Ragnars er Dodge Charger SRT-8 og er einn af þúsund í heiminum þeirrar gerðar. „Þessi er númer 749,“ segir Ragnar og sýnir númer í mælaborðinu til merkis um það. Dodge-inn er af árgerð 2007 en Ragnar segir hann hafa komið til landsins nýjan í lok desember 2006 og vera bara ekinn átta þúsund kílómetra. Hann er með 6 lítra Hemi-vél og orkan er 425 hestöfl. Eigin þyngd er 1.950 kíló og hann dregur ansi vel að sögn eigand- ans. „Þessi bíll vakti mikla athygli á bíladögum á Akureyri í sumar og fékk viðurkenningu þar en ég var ekki eigandi hans þá,“ segir Ragnar, sem kveðst nýbúinn að kaupa gripinn af manninum sem flutti hann inn. Hvað var það svo sem heillaði hann sérstaklega? „Bara allt. Liturinn og aksturseigin- leikarnir. Að setja hann í gang er eiginlega alveg ótrúlegt,“ segir hann og horfir með ástúð á þann gula. Skyldi hann ekki hafa verið dýr? „Hann var í kringum átta og hálfa milljón. Það er auðvitað í hærri kantinum en þetta er eiginlega safngripur. Ég er forfallinn bílasjúklingur.“ Þetta er safngripur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.