Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.11.2007, Qupperneq 43

Fréttablaðið - 10.11.2007, Qupperneq 43
Að Strandgötu 43 í Hafnarfirði hefur Fríða Jónsdóttir, gullsmiður og skartgripahönnuður, komið sér upp glæsilegri verslun og vinnustofu á bak við. Þótt Fríða sé nýbúin að opna eigin verslun er hún enginn nýgræðingur í faginu heldur á hún átta ára vinnu í skartgripahönnun að baki. Gripir hennar bera það líka með sér að þar er ekki kastað til höndum. Þeir eru frekar stórir og hafa sterkan karakter, sem hæfir nútímakonunni vel. Þegar Fríða er beðin að lýsa skartgripunum sínum sjálf kveðst hún vera með nokkrar línur í ólíkum form- um en grunnformin séu henni töm. „Þetta eru hlutir sem flott er að bera eina og sér en þó bý ég líka til sett. Það getur verið glæsilegt að bera einn stóran hring en svo er ég með fíngerðari hringa sem má raða mörgum saman svo úr verði einhvers konar mynstur. Það er hægt að leika sér heilmikið með svona skart.“ Silfur er sá málmur sem Fríða smíðar mest úr og þó að margir gripanna séu fremur grófir á hún líka aðra í mjúkum formum sem hún segir njóta mik- illa vinsælda. Fríða kveðst hafa verið með verkstæðið heima fram að þessu en einnig selt í versluninni Spaksmannsspjörum í Bankastræti og nú síðast Gallerí Thors sem er nýtt fyrirtæki í miðbæ Hafnarfjarðar. Ásamt skartgripasmíðinni hefur Fríða sinnt búi og börnum síðustu árin en einnig aðstoðað eiginmanninn Auðun Gísla Arnar- son matreiðslumann við veitingasölu. Nú hafa hlut- verkin snúist við og Auðunn er kominn á verkstæð- ið hjá henni. „Hann hjálpar mér að saga og sverfa, auk þess að sinna rekstrinum. Við vinnum ágæt- lega saman,“ segir Fríða brosandi. Verslunin við Strandgötuna er björt og ljósa- veggur með mynstri vekur athygli. Það er líka létt yfir innréttingunum, sem Fríða kveðst hafa hann- að sjálf og látið smíða hér á landi. „Við höfum fengið mjög góðar viðtökur bæði frá Hafnfirðing- um og þeim sem gera sér ferð í Fjörðinn til að njóta þess sem hann hefur upp á að bjóða,“ segir hún og nefnir sem dæmi frí bílastæði, fallegar verslanir og metnaðarfullrar sýningar í Hafnar- borg sem ekkert kosti inn á. Íslenskt, frumlegt og flott Gerðu þína eigin skartgripi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.