Fréttablaðið - 10.11.2007, Page 46

Fréttablaðið - 10.11.2007, Page 46
hús&heimili „Þetta er gamalt leikfang sem afi minn Ingólfur heitinn Benedikts- son í Dal smíðaði og gaf mér í jóla- gjöf þegar ég var um það bil fimm eða sex ára. Þetta er fimleika- karl sem maður getur látið gera æfingar á slá með því að þrýsta saman spýtum sem halda karlin- um uppi,“ segir Benedikt Ingólfs- son bass-barítónsöngvari. „Þetta er einn af mínum uppáhaldshlut- um og tvímælalaust einn af kjör- gripum heimilisins.“ Benedikt segir afa sinn hafa smíðað jólagjafir handa stórum hópi barnabarna en sjálfur átti hann tíu börn með konu sinni Hólmfríði Björnsdóttur. „Þetta var í þá daga þegar neyslumenn- ingin var ögn tempraðri en hún er í dag og fólk gaf sér tíma í hluti eins og að búa til jólagjafir,“ segir söngvarinn. Benedikt segir fimleikakarlinn ekki einungis heimilisstáss held- ur að hann sé líka ágætis nytja- hlutur. „Mér þykir til dæmis fínt að láta karlinn taka nokkrar æf- ingar á slánni þegar ég er að búa mig undir einhver verkefni og smitast þá um leið af nauð- synlegum keppnisanda. Ekki er verra að hafa viðeigandi tónlist í bakgrunni til að ná réttum hug- hrifum.“ Benedikt hefur haft sönginn að aðalatvinnu síðastliðin ár. Á sunnudaginn syngur hann á tón- leikum í Hallgrímskirkju með Schola Cantorum. Tónleikarnir byrja klukkan 20 og bera yfir- skriftina A capella – frá endur- reisn til samtíma. Þar verða ýmsar perlur evrópskrar kórtón- listar fluttar undir stjórn Harðar Áskelssonar. vera@frettabladid.is Heimatilbúið heimilisstáss Benedikt Ingólfsson á góðan grip sem hefur fylgt honum allt frá barnæsku. Benedikt Ingólfsson fékk fimleikakarlinn í jólagjöf frá afa sínum þegar hann var ungur að árum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA TRÚARLEGAR SPURNINGAR Þessi sniðuga ljósauppsetning listamannsins Robert Stadler í kirkjunni Saint-Paul í París, endur- speglar líklega hugmyndir margra til trúarinnar. Ljósin setti Stadler upp í tengslum við Nuit Banche-menn- ingarhátíðina sem haldin er árlega í borginni. Hún var haldin í fyrsta sinn árið 2002 en þá eru söfn og listagallerí opin alla nóttina. SÉRFRÆÐINGAR GREINA GAMLA GRIPI Aldrei er að vita nema dýrmætur forngripur leynist í geymslunni. Almenningi er boðið að koma með gamla gripi í Þjóðminjasafnið á morgun, sunnu- daginn 11. nóvember, til að láta sérfræðinga safnsins greina þá. Sumir eiga í fórum sínum erfðagripi eða ættargripi án þess að vita með vissu aldur þeirra. Til að fá á þeim nánari deili getur verið skemmtilegt að fá álit hjá sérfræðingi. Gripirnir þurfa ekki að vera frá miðöldum til að teljast gamlir en þetta geta verið útskornir munir, skart eða hvað sem fólki sýnist vera gamalt. Sérfræðingar Þjóðminjasafnsins verða á staðnum milli klukkan 14 og 16. Einungis verður reynt að greina muni með tilliti til aldurs, efnis, uppruna og þess háttar en starfsmenn safna meta ekki verðgildi gamalla gripa. Að lokinni skoðun taka eigendur gripina aftur með sér heim. Mælist þessi þjónusta vel fyrir hyggst Þjóðminjasafnið efna til fleiri greiningardaga á næsta ári. gamlir munir lýsing Forsíðumynd: Valgarður Gíslason tók þessa mynd af Arn- ari Gauta Sverrissyni ásamt eiginkonu hans Aðalbjörgu Ein- arsdóttur og börnum þeirra, Natalíu París og Kiljani Gauta. Útgáfufélag: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykja- vík, s. 512 5000 Ritstjórar: Sólveig Gísladóttir solveig@ frettabladid.is og Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is. Auglýsingar: Ámundi Ámundason s. 517 5724 Útlitshönn- uður: Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is. ÍSLENSK HANDVERKSHEFÐ er í fyrirrúmi í nýrri hönnun sem sýnd er um þessar mundir í Gerðubergi. Heimilisiðnaðarfélag- ið stendur að sýningunni og fékk til liðs við sig fjölda fólks sem sér- hæfir sig í íslensku handverki, list- iðnaði og nútímahönnun úr fjöl- breyttu hráefni. Undirtitill sýn- ingarinnar er Framtíðin er í okkar höndum enda er markmið félags- ins að handverkshefðin sé nýtt sem innblástur að nýjum verkum. Lokadagur sýningarinnar er á morgun svo nú fer hver að verða síðastur að njóta hennar. Húseigendur! Aukið þægindin og lækkið hitunarkostnaðinn með ECL stjórnstöð á hitakerfið Kynnið ykkur kosti og verð ECL stjórnstöðvarinnar frá Danfoss ECL stjórnstöðvar fyrir hitakerfi Danfoss stjórnbúnaður fyrir hitakerfi fæst í öllum helstu lagnaverslunum landsins 10. NÓVEMBER 2007 LAUGARDAGUR2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.