Fréttablaðið - 10.11.2007, Side 50

Fréttablaðið - 10.11.2007, Side 50
hús&heimili „Við höfum búið þarna hamingjusöm í tvö ár,“ segir Arnar Gauti Sverrisson, fram- kvæmdastjóri GK og sjónvarpsstjarna úr Innliti/Útliti, þar sem hann stendur og horfir á gárur hafsins utan við stofugluggann í fal- legu fjölbýlishúsi sem reist var á grunni rað- húss sem fyrri byggingarverktakar skildu eftir. „Mér finnst þetta æðislegur staður að búa á; hér er stórbrotið útsýni til hafs og fjalla, og mikil ró yfir vötnum. Það er eitthvað ein- stakt við að keyra ofan í bryggjuhverfið og minnir á Amsterdam eða Nýhöfn í kóngs- ins Kaupmannahöfn, en útlendir gestir sem sækja okkur heim reka oftast upp stór augu þegar þeir koma á þennan sérstaka stað,“ segir Arnar þar sem hann horfir stoltur á Aðalbjörgu Einarsdóttur eiginkonu sína þar sem hún umvefur nýfæddan son þeirra Kilj- an Gauta, meðan þriggja ára dóttir þeirra Natalía París leikur sér ánægð í fallegu her- bergi sínu. „Nú þegar fjölskyldan hefur stækkað vantar okkur auka herbergi þegar Kiljan litli verður of stór til að vera með okkur í hjónaherberginu en við megum varla hugsa þá hugsun til enda því við erum svo ánægð Rómantískt fjölskyldulíf við sæinn Bryggjuhverfið við Grafarvog er dálítið eins og útlönd. Göturnar eru þröngar og krókóttar. Arkitektúrinn öðruvísi. Og fyrir utan gluggana dugga sofandi skútur við litla höfn, meðan íbúarnir skottast um og lifa í afskekktu leynihverfi. Hjónin Arnar Gauti Sverrisson og Aðalbjörg Einars- dóttir með börnin tvö: Natalíu París, 3 ára, og Kiljan Gauta, eins mánaðar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Alla tók sig til einn eftirmiðdaginn og málaði tvo veggi brúna vegna annríkis húsbóndans, en honum til mikillar ánægju. Hún raðaði fjölskyldumyndum fallega á annan vegginn, en þeim hjónum þykir ómissandi að hafa myndir af ástvinum sínum meðal heimilismuna. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR Þessi sérstaki lampi úr Habitat virðist vera ómálaður strigi þar til togað er í spotta og á honum kviknar ljós sem lítur út eins og standlampi. Svörtu hillurnar eru úr Ikea, en enn vantar á þær glerhurðir. Arnar og Alla völdu að sleppa rúmgafli ofan við hjónarúmið en mynda annars konar umgjörð með silfur- litum borðlömpum í yfirstærð á sérsmíðuðum náttborðum. Lampana keyptu þau í Casa, en þessir lampar voru framleiddir í afar takmörkuðu upplagi í gulli og silfri. Veggfóðrið er svart með flauelsáferð og þurfti þrisvar sinnum meira af veggfóðri en notað var til að láta munstrið passa.Framhald á bls. 8 Herbergi Natalíu Parísar var sett í forgang þegar fjölskyldan flutti á Naustabryggjuna. Þetta málverk er hennar fyrsta og málað af GR Lúðvíkssyni, sem almennt málar ekki fígúratíft, en gerði litríka seríu trúða sem prinsessunni hlotnaðist í herbergið sitt. 10. NÓVEMBER 2007 LAUGARDAGUR6
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.