Fréttablaðið - 10.11.2007, Side 68

Fréttablaðið - 10.11.2007, Side 68
Einhverfir skilja oft ekki að aðrir hugsa öðru- vísi. Það er ekki hægt að grínast við Gabríel, hann skilur ekki húmor eða kald- hæðni. H alfdan er bóka- útgefandi en Kæri Gabríel er fyrsta bókin sem hann skrifaði sjálfur og kom hún út í Noregi 2004. Bókin hlaut strax góða dóma og þykir mjög vel skrifuð þar sem tungumálið spilar stórt hlutverk. Bókin er bréf til Gabríels og er ein- staklega falleg, opinská og einlæg og lýsir samskiptum föður og sonar, fjölskyldunnar og sam- félagsins. Og hvernig lífið breytist við það að eignast einhverft barn með ofvirkni og athyglisbrest. Hvers vegna skrifaðirðu þessa bók? „Ég hafði enga löngun til að skrifa bækur og var mjög ánægð- ur með að gefa út aðra höfunda. En þetta var bara spurning um að reyna að skilja Gabríel, hver hann var og hver ég var og hvernig ég bregst við hans hegðun ekki síður en að reyna að skilja hans hegðun. Lífð fer á hvolf við það að eignast einhverft barn. Eina leið mín var að skrifa um það. Ég varð að vanda mig mjög mikið vegna þess að ég var alltaf með það í huga að hann myndi lesa bókina. Það er samt kaldhæðið að ég þurfti að fara að heiman til að geta skrifað, af því að með hann á heimilinu er ekki næði til að einbeita sér að skriftum.“ Er henni ætlað að hjálpa öðrum? „Ég var ekki að hugsa það á þeim tíma, en einhverfa er mjög dular- fullur sjúkdómur og læknar geta ekki útskýrt hann. Þeir vita ekki hvar í heilanum eitthvað hefur farið úrskeiðis. Þegar Gabríel var greindur var það rosalegt sjokk, konan mín vissi að eitthvað var að en ég hafði ekki áhyggjur. Hann er fjórða barn okkar. Mín fyrstu við- brögð voru að lesa allt sem ég gat fundið um einhverfu en komst fljótlega að því að enginn veit neitt í raun og veru. Eftir að bókin kom út höfðu margir samband við mig. Það eru mjög margir foreldrar og einhverfir einstaklingar sem eru mjög einmana. Í bókinni er hvergi minnst á einhverfu, og ég vil alls ekki að fólk haldi að ég sé sérfræð- ingur um einhverfu en ég þekki son minn mjög vel og þetta er frekar bók um samband sonar og föður og að þurfa að takast á við eitthvað sem þú þekkir ekki.“ Heldurðu að einhverfa sé að auk- ast í heiminum eða eru fleiri greindir í dag? „Ég held að lækn- ar séu orðnir betri í að greina þessi tilfelli en ekki það að fleiri séu einhverfir í dag. Einhverfis- rófið er mjög breitt, læknar eru oft að hugsa um nákvæma grein- ingu, í staðinn fyrir að reyna að finna af hverju eða hvort hægt sé að gera eitthvað. Greiningin breytti engu fyrir Gabríel. Svona er hann bara. Foreldrar eyða rosalegum tíma með læknum til að reyna að komast að því hvað hægt sé að gera, með draum í maganum um að lækning finnist, en þetta er tími sem væri hægt að eyða með barninu.“ Hvernig er Gabríel ólíkur öðrum? „Einhverfir eru mjög ólíkir hver öðrum, en það sem þeir eiga sameiginlegt er að skilja ekki reglurnar sem stjórna sam- skiptum okkar við annað fólk og umhverfið. Þar af leiðandi finnst þeim þeir útundan og misskildir sem veldur ruglingi, reiði, ýktum viðbrögðum og ofsafengnum reiðiköstum. Þetta er tilfinningin að vera týndur og misskilinn. Gabríel á ekki marga vini og er félagslega einangraður, ég veit ekki hvort það er af því að hann er þreyttur á að vera misskilinn og leitar þess vegna ekki í félags- skap eða hvort hann hafi enga þörf fyrir hann. Einhverfir skilja oft ekki að aðrir hugsa öðruvísi. Það er ekki hægt að grínast við Gabríel, hann skilur ekki húmor eða kaldhæðni. Hann tekur tungu- málið mjög bókstaflega og ég þarf að vanda mig þegar ég tala við hann. Ef þú hittir Gabríel þá sérðu ekki að hann er öðruvísi, þangað til hann byrjar að tala. Hann getur labbað upp að ókunn- ugri manneskju úti á götu og sagt: „Af hverju hættirðu ekki að borða svona mikið, þú ert svo feit.“ Þetta er bara hans hreinskilni og hann fattar ekki að maður segir ekki svona.“ Hvernig kennir maður einhverfu barni hvernig á að haga sér í sam- félaginu? „Eitt af því er að halda reglunni. Hlutirnir verða að vera nákvæmlega eins, og eins og í gær. Allt þarf að vera gert í réttri röð, í sömu rútínu annars fer allt úr skorðum. Ef við segjum um morguninn að við ætlum í bíó um kvöldið þá er ekki hægt að skipta um skoðun um kvöldið og fara í sirkus í staðinn. Kannski langar hann frekar í sirkus en svona breytingar og að hlutir séu ekki á réttum stað fá veröldina hans til að hrynja. Hann notar ótrúlega orku á hverjum degi til að halda hans veruleika í réttri röð og smá breytingar rústa öllu. Ef eitthvað eitt fer úrskeiðis þá hrynur allt. Við reynum að fá hann til að sam- þykkja snöggar breytingar. Við getum ekki alltaf verið þarna fyrir hann þannig að við reynum að sýna honum að ekkert hræðilegt hefur gerst þó að eitthvað smá breytist. Við reynum að gefa honum eins mikla ást og öryggi og við getum. Við tölum aldrei um eitthvað sem gæti gerst á næsta ári eða í næstu viku, þetta er bara spurning um hvort dagurinn í dag var góður eða ekki og svo er annar dagur á morgun.“ Hvernig er daglegt líf? „Hann gengur í venjulegan skóla, við höfum lagt áherslu á það en hann hefur eigin aðstoðarmann. Við höfum líka alltaf verið opin með það sem er öðruvísi við hann, við tölum við kennara, foreldra ann- arra barna og reynum að útskýra. Sumir foreldrar reyna að fela ein- hverfuna, en ég held að það hjálpi ekki. Eitt af því sem hann hefur kennt mér er að við höldum að við búum í mjög opnum, fordóma- lausum og frjálslyndum þjóð- félögum, en það er ekki satt. Fólk er miklu fastara í sínum fordóm- um en það vill trúa.“ Fólk má sem sagt ekki vera öðruvísi? „Nei, alls ekki. Og sér- staklega ekki í okkar þjóðfélögum sem þykjast vera svo opin og víð- sýn. Við ferðuðumst með Gabríel til Indlands og hvar sem við vorum og hann fékk eitt af sínum reiði- köstum, þá komu Indverjarnir alltaf til okkar, hópur af fólki um leið, og hjálpuðu honum, sinntu honum og sýndu umhyggju. Svo komum við aftur til Noregs eftir að hafa ferðast í langan tíma og Gabríel var þreyttur og fékk annað kast. Það sem gerist í okkar þjóðfélagi er að allur vagninn starir á okkur og labbar svo út. Við erum að plata okkur svolítið þegar við höldum að samfélögin okkar séu opin og skilningsrík.“ Hvað með lyfjagjöf, umræðan snýst oft um hana? „Við vorum ekki tilbúin í það strax en á ákveðn- um tímapunkti ákváðum við að prófa það. Flest lyf eru ritalín eða annað sem byggist á amfetamíni, einhverf börn eða ofvirk eiga að róast við þessi lyf. Gabríel brást við eins og venjulegt fólk myndi gera á örvandi efnum, þannig að það tókst hræðilega, hann þoldi ekki lyfin og við hættum. Eftir að hafa talað við lækna og aðra for- eldra um lyf, þá virka þau fyrir suma og aðra ekki. Stundum hafa þau versnandi áhrif.“ Snýst allt líf þitt um eina barnið sem er einhverft? „Þetta er mjög flókið púsl. Við gætum eytt öllum deginum í að hafa áhyggjur og hugsa um hann, en við verðum að horfast í augu við það að við eigum líka líf og hin börnin okkar eiga líka líf. Við eigum tvo eldri syni og eina dóttur. Hann er auðvitað yngstur og með þessi vandamál þannig að hann fær miklu meiri athygli. Þetta hefur breytt lífi okkar á annan hátt, hvernig ég hugsa um samfélagið, hvernig ég sé annað fólk og hvernig ég upplifi tungumál, vegna þess að Gabríel byggir sína veröld út frá tungu- málinu. Ef þú kallar eitthvað með röngu nafni þá hrynur heimurinn hans. Ég er farinn að skilja son minn. En það þýðir ekki að ég skilji hvað einhverfa er. Mér finnst ég betri maður eftir að hafa hugsað um hann. Ég hef kennt honum margt en hann hefur líka kennt mér mjög margt.“ Þú fékkst sjokk þegar Gabríel var fyrst greindur einhverfur, en hefurðu sætt þig við það? „Nei, ég held ég sætti mig aldrei við það að sonur minn er einhverfur. Það er ákveðin djúp sorg sem fylgir okkur sem fer ekki í burtu og kemur upp öðru hverju. Maður veltir fyrir sér hvernig framtíð hans verður? Verður hann ham- ingjusamur? Þessar spurningar fara aldrei í burtu. En ég hef sætt mig við það að ég mun aldrei skilja einhverfuna, alltént þangað til læknar koma með svör, og ég hef sætt mig við það að ég mun ekki lækna hann. Það er ákveðin sorg, en það er allt í lagi, svona er lífið. Við höldum oft að lífið eigi að vera án vandamála en það er rugl, vandamálin eru hluti af lífinu.“ Sérðu fyrir þér framtíð hans? „Gabríel er þrettán ára. Hann er að komast á unglingsár og við vitum ekki hvernig hann kemur undan gelgjunni. Sumir einhverfir lagast, aðrir versna á þessu við- kvæma aldursskeiði. Við veltum spurningum fyrir okkur en ég hef engin svör. Við reynum að lifa einn dag í einu og ég er mjög glað- ur að við höfum ekki eytt síðustu árum milli meðferða og spítala, heldur eyðum meiri tíma með Gabríel.“ Samtal við föður einhverfs drengs Halfdan Freihow er pabbi Gabríels, þrettán ára stráks í Noregi sem greindist einhverfur þriggja ára gamall. Til að skilja son sinn, samfélagið og sjálfan sig settist Halfdan niður og skrifaði syni sínum bréf sem kom út í bókinni Kæri Gabríel. Nokkru seinna settist Hanna Björk Valsdóttir niður með Halfdan og spurði hann út í daglegt líf með einhverfu barni.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.