Fréttablaðið - 10.11.2007, Side 70

Fréttablaðið - 10.11.2007, Side 70
Þ að var í Fontana í Kaliforníu sem fyrsti klúbburinn tók upp nafnið Hells Angels árið 1948, en fyrir- myndin að því var fengin í viðurnefni 303. sprengju- flugsveitar bandaríska flughers- ins, sem tók þátt í Evrópustríðinu í síðari heimsstyrjöld. Vængjaða hauskúpumerkið, sem varð ein- kennismerki samtakanna, á sér fyrirmynd í merki 85. vængs 552. sprengjuflugsveitar, en höfundur þess er talinn vera Frank Sadliek, fyrsti „forseti“ Hells Angels í San Francisco. Fljótlega urðu til Hells Angels- klúbbar víðar í Kaliforníu og á sjötta og sjöunda áratugnum breiddust þeir út um Bandaríkin. „Heilinn“ á bak við uppbyggingu samtakanna á sjöunda og áttunda áratugnum var Ralph „Sonny“ Barger, sem gerði klúbbhúsið í Oakland að óopinberum heims- höfuðstöðvum samtakanna. Barger er tvímælalaust frægasti meðlim- ur samtakanna, meðal annars fyrir bækur þær sem hann hefur skrif- að um lífið sem Vítisengill og selst hafa vel víða um lönd. Fyrstu Hells Angels-klúbbarnir utan Bandaríkjanna voru stofnað- ir á Nýja-Sjálandi árið 1961. Í Evr- ópu urðu ekki til formlegir Hells Angels-klúbbar fyrr en árið 1969, eftir að Bítlarnir buðu fáeinum Vítisenglum frá San Francisco með sér heim til Englands. Þá komust á tengsl milli mótorhjóla- klúbba í London og Vítisengla vestanhafs, sem leiddi til stofnunar fyrstu Hells Angels-klúbbanna þar í borg. Nú eru taldir yfir 100 Hells Angels-klúbbar vera starfandi í 29 löndum. Heildarfjöldi meðlima í heiminum er þó innan við tvö þús- und. Því til viðbótar koma svo meðlimir tengdra klúbba. Talsmenn Vítisengla segja þá ímynd samtakanna að þau séu glæpasamtök komna til af því eina prósenti svartra sauða sem móti alla opinbera umfjöllun um sam- tökin og hin 99 prósent löghlýð- inna félagsmanna sitji uppi með. Þegar rýnt er í sögu samtakanna er glæpastarfsemi þó ótvírætt mjög snar þáttur í starfseminni. Fortune Magazine hafði árið 1992 eftir bandarísku alríkislögregl- unni að veltan af ólöglegri starf- semi Vítisengla og annarra „útlaga- mótorhjólaklúbba“ næmi þá allt að einum milljarði Bandaríkjadala á ári í heiminum, andvirði 60 millj- arða króna. Eiturlyfjaviðskipti, vændi, vopnasmygl og -sala, þjófn- aður, fjárkúgun og morð eru talin upp sem glæpir sem gjarnan fylgdu starfsemi þessara klúbba. „Vítisenglar, stærstu og þróuð- ustu samtökin, (...) hafa strangt innra stjórnkerfi, þróuð fjar- skiptakerfi og – þegar þörf krefur – heraga,“ skrifar Fortune Magaz- ine. Margir bandarísku með- limanna séu uppgjafahermenn. Mörgum sé klúbburinn ígildi fjöl- skyldu. „Þetta eru fóstbræður með stífar reglur um gagnkvæman stuðning. Sé ráðist á einn er hinum skylt að koma honum til varnar.“ Fyrsti Hells Angels-klúbburinn á Norðurlöndum var stofnaður í Kaupmannahöfn á gamlársdag árið 1980. Hann átti sér fyrirrenn- ara í svokölluðum rokkaragengj- um. Smátt og smátt fjölgaði klúbb- unum í Danmörku og víðar á Norðurlöndum og nú eru þeir orðnir sjö í Danmörku, sjö í Nor- egi, sex í Svíþjóð og fjórir í Finn- landi. Margt kom upp á yfirborðið um starfsemi og innri reglur Vítis- engla í Danmörku og víðar á Norðurlöndunum þegar hið grimmilega stríð þeirra við Bandidos-gengið geisaði á árunum 1994-1997. Í því stríði voru alls 11 manns myrtir, tilraun gerð til að myrða 74 og 96 særðust, þar af margir alvarlega svo sem með að missa útlim. Síðan „Norðurlandaófriðnum mikla“ milli Hells Angels og Bandidos lauk með handabandi leiðtoga beggja gengja í sjón- varpsfréttum í Danmörku 25. september 1997 hafa þau lært að lifa hlið við hlið og hafa með sér regluleg samskipti til að forðast árekstra. Allmargir meðlimir beggja gengja hafa verið dæmdir fyrir fíkniefnaglæpi síðan árið 1997. Þau hafa þó aldrei verið fjölmenn- ari og þótt í gengjastríðinu fyrir rúmum áratug hafi verið sett lög í Danmörku til að stemma stigu við starfsemi samtakanna, meðal ann- ars með því að meina meðlimum þeirra afnot af klúbbhúsa- „virkjum“ sínum, hafa lagaleg skilyrði til að réttlæta algert bann við starfsemi þeirra aldrei talin vera uppfyllt. Vítisenglar um víða veröld Mótorhjólasamtökin Hells Angels, sem upp á íslensku eru kölluð Vítisenglar, eiga upptök sín í Kaliforníu meðal fyrrverandi her- manna úr síðari heimsstyrjöld. Þau eru elstu og stærstu samtök sinnar tegundar í heimi, með virka meðlimi í alls 29 löndum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.