Fréttablaðið - 10.11.2007, Side 84

Fréttablaðið - 10.11.2007, Side 84
Á morgun býður Þjóðminjasafn Íslands fólki að koma með forn- gripi eða gamla muni í skoðun og greiningu. Víða á heimilum fyrir- finnast gripir frá eldri tíð, en fljótt fennir yfir slóðina og eigendur vita fátt um gripina, til hvers voru þeir notaðir, hvað eru þeir gamlir? Þetta geta verið útskornir munir, skart eða hvaðeina það sem gam- alt virðist vera. Gripirnir þurfa alls ekki að vera frá miðöldum til að teljast gamlir og má í því sam- hengi benda á að grunnsýning Þjóðminjasafnsins spannar öll 1200 árin í sögu Íslands byggðar, frá landnámstíma til 20. aldar. Þannig eru margar nýjungar síð- ustu áratuga nú orðnar „gamlar“ eða „fornlegar“. Fyrir mörgum árum var gerð gangskör að því með dönskum sérfræðingi að greina silfur í einkaeign og kom þá margt fróðlegt í ljós. Sérfræðing- ar Þjóðminja- safnsins verða á staðnum milli klukkan 14 og 16 og munu taka vel á móti öllum. Tekið skal fram að einungis verður reynt að greina muni með tilliti til aldurs, efnis, uppruna o.s.frv. en starfsmenn safna meta ekki verðgildi gamalla gripa enda eftirmarkaður með eldri muni hér á landi vanþróaður þótt erlendis séu viðskipti með fornmuni mikil og söfnun eldri muna tómstundagaman fyrir marga. Eigend- ur taka gripina með sér aftur að lokinni skoðun og verða þá nokkru fróðari. Þetta er einstakt tækifæri sem er um að gera að nýta sér. Að þessu sinni gefst kostur á að koma með alls konar gripi til greiningar. Mælist þessi þjónusta vel fyrir hyggst Þjóðminjasafnið efna til fleiri greiningardaga á næsta ári. Gamalt góss Í byrjun mánaðarins opnuðu tvær einkasýningar í START ART listamanna- húsi á Laugavegi 12b. Inga Rósa Loftsdóttir sýnir í Forsal ljósmyndaröð sem hún nefnir „Árs- skammtur af blómum“. Ljósmyndirnar, sem eru nærmyndir af íslenskum blómum, eru teknar á einu ári, frá júní 2006 til júní 2007. Inga Rósa heillaðist af fegurð blóma í nærmynd og ákvað því að búa til ljósmyndasyrpu með öllum þeim blómum sem fyrir augu hennar bar í heilt ár. Á Loftinu sýnir Alistair Macintyre þrjú stór verk sem hann nefnir „Schiehallion“. Verkin eru unnin í framhaldi af fyrri einkasýn- ingum listamannsins í Gallerí Turpentine og á Kjarvalsstöðum. Eins og í fyrri verkum vinnur Alistair með náttúruöflunum og lætur þau taka þátt í að skapa einstök listaverk í ferðalagi um tímann með þeim efnahvörfum og umskiptum sem eiga sér stað á slíku ferðalagi. Verkin eru unnin á þykkan pappír og vega salt milli þess að teljast tví- eða þrívíð. START ART er opið virka daga frá kl. 10-17 og laugardaga frá kl. 11– 16. Sýningarnar standa báðar yfir til 28. nóvember. Blóm og klaki
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.