Fréttablaðið - 10.11.2007, Side 93
Vinjettusíðdegi
verður haldið á
kaffistofu Listasafn
Íslands frá 15 til 17 í
dag. Ármann Reynis-
son rithöfundur sendi
nýlega frá sér sjöundu
vinjettubók sína og
mun lesa upp úr henni
ásamt góðum gestum
á safninu. Á meðal
þeirra gesta eru
Sigrún Hjálmtýsdóttir
söngkona, Svandís
Svavarsdóttir borgar-
fulltrúi og Aðalheiður
Héðinsdóttir, forstjóri
Kaffitárs.
Boðið verður upp á vinjettukaffi, vinjettukonfekt og annað
meðlæti. Þá syngur barnakór Grafarvogskirkju nokkur lög undir
stjórn Gróu Hreinsdóttur. Aðgangur er ókeypis.
Lesið úr vinjettum
Fyrrverandi konungur poppsins,
Michael Jackson, segist gera sér fulla
grein fyrir orðrómi um að hann sé
furðufugl en hann láti sér það í léttu
rúmi liggja. „Að mínu mati er það
fáfræði. Oftast er það ekki byggt á
staðreyndum. Á öllum stöðum er
náungi sem þú sérð ekki en slúðrar
um hann. Þú heyrir sögur um hann og
það eru sögusagnir um að hann hafi
gert hitt og þetta. Fólk er bara ruglað
að halda þetta,“ sagði Jackson í viðtali
við tímaritið Ebony.
Jackson, sem er tvífráskilinn
þriggja barna faðir, segist lítið hafa
breyst síðan hann gaf út metsöluplötu
sína Thriller fyrir 25 árum. „Sá
Michael er líklega ennþá til staðar. Ég
vildi bara ljúka við ákveðna hluti fyrst.
Mig langaði alltaf til að ala upp börn
og eignast börn. Ég nýt þess mikið.“
Jackson, sem stundum hefur
verið kallaður Wacko Jacko, segir
að frægð sín hafi verið dýru verði
keypt. „Þegar þú ert upp á þitt
besta og ert frumherji á þínu
sviði reynir fólk að gera lítið úr
þér. Ég er samt þakklátur fyrir
allar þessar metsöluplötur,“ sagði
Jackson, sem hefur selt 750 millj-
ónir platna á ferli sínum.
Heyrst hefur að Jackson ætli
að starfa með Kanye West á vænt-
anlegri plötu sinni. Síðasta plata
hans, Invincible, kom út 2001 og
seldist vel þó að ekkert lag hafi
náð miklum vinsældum. Eftir það
var hann ákærður fyrir kynferð-
islegt ofbeldi gegn ungum dreng
en var á endanum sýknaður.
Hefur hann farið huldu höfði
allar götur síðan.
Segist ekki vera furðufugl
10. NÓV.
17. NÓV.
22. NÓV.
24. NÓV.
1. DES.
21. DES.
29. DES.
30. DES.
31. DES.
INNIHELDUR M.A. STÓRSMELLINA
Ath!ÚTGÁFA OG DREIFING:
"ALLT FYRIR ÁSTINA"
"INTERNATIONAL"
D
A
G
S
K
R
Á
T
I
L
Á
R
A
M
Ó
T
A
& "BETRA LÍF"
SJALLINN AKUREYRI
(ÚTGÁFUPARTÝ)*
NASA REYKJAVÍK
(ÚTGÁFUPARTÝ)*
SKÍðASKÁLINN HVERADöLUM
ELDHÚSPARTÝ FM 95,7
TRIX KEFLAVÍK
BREIðIN AKRANESI
NASA REYKJAVÍK
PRÓFLOKABALL HÁSKÓLANS
MÆLIFELL SAUðÁRKRÓKi
BÍÓCAFÉ SIGLUFirði
SJALLINN AKUREYRI
POP EHF.
(PAUL OSCAR PRODUCTIONS)
www.pÁllÓskar.is
* Í SJALLANUM (10. NÓV.)& NASA (17. NÓV.) VERðA EINNIG
BARNABÖLL KL. 16 TIL 18.
ÞÁ ER AÐGANGUR ÓKEYPIS.
EN BANNAÐ FYRIR FULLORÐNA
NEMA Í FYLGD MEÐ BÖRNUM.