Fréttablaðið - 10.11.2007, Síða 94

Fréttablaðið - 10.11.2007, Síða 94
Þetta er engin óskastaða hjá mér eins og er Engidalsskóli úr Hafnar- firði vann sigur á fyrsta skóla- sundmót SSÍ fyrir sjötta bekk grunnskóla. Mikil stemning ríkti á mótinu og skólarnir mættu allir með stuðningslið. Keppt var í 6 boðsundsgreinum og var þetta liðakeppni á milli skóla. Engidalsskóli varð efstur með 116 stig en krakkarnir þaðan leiddu keppnina allan tímann. Hörkukeppni var hins vegar um næstu þrjú sæti en þar náði Ölduselsskóli 2. sætinu með 99 stig, Engjaskóli varð í 3. sæti með 98 stig og Foldaskóli kom síðan í 4. sæti með 97 stig. Í fimmta sæti varð Borgaskóli með 84 stig og í því sjötta Hamraskóli með 68 stig. Við upphaf móts var sundsýn- ing þar sem að landsliðsmenn- irnir og Ólympíufararnir Jakob Jóhann Sveinsson, Ragnheiður Ragnarsdóttir og Örn Arnarson syntu boðsund og sýndu hvernig skal ræst á sundmótum. Brian Marshall, framkvæmda- stjóri SSÍ, sagði að mót þetta er hluti af stefnu SSÍ í að efla lýðheilsu á Íslandi með því að láta skólakrakka upplifa sund á annan hátt og einnig að gefa auka áherslu á kennslu í skólasundi. Í vor verður haldið álíka mót fyrir 4. bekk grunnskóla og verður það mót opið öllum. Engidalsskóli vann örugglega Samkvæmt frétt sem birtist nýverið á opinberri heimasíðu Alþjóða skíðasambandsins eru uppi hugmyndir um að reisa risa- stórt skíðahús á Ísland þar sem gert er ráð fyrir um 800 metra langri löglegri keppnisbraut, auk snjóbrettasvæðis, veitingastaða, verslana og hótels. Fréttablaðið forvitnaðist um málið og sló á þráðinn til Daníels Jakobssonar, formanns Skíðasambandsins, og Helga Geirharðssonar, verkfræð- ings og formanns mannvirkja- nefndar Skíðasambandsins. „Þetta mál er komið talsvert lengra en að vera bara einhver draumur og við erum komin tals- vert á veg í hönnunarvinnu og rekstraráætlunum,“ sagði Daníel og Helgi tók í sama streng og útskýrði nánar. „Við erum búin að vinna hörðum höndum við að koma þessu verkefni á koppinn og eftir forvinnu og rekstraráætlanir stöndum við núna í samningavið- ræðum við borgaryfirvöld um lóð fyrir húsið,“ sagði Helgi og stað- festi að þegar hefðu nokkrir fjár- festar sýnt verkefninu mikinn áhuga. „Skíðasambandið er félagasam- tök og sækir um lóðina með því markmiði að skapa varanlega skíðaaðstöðu fyrir skíðasamband- ið og áhugafólk um skíðamennsku, en við leitum svo eftir sjálfstæð- um fjárfestum í verkefnið án fjár- hagslegs stuðnings sveitarfélaga, borgar eða ríkis. Framlag borgar- innar til verkefnisins er því fyrst og síðast að leggja til land fyrir skíðahúsið,“ sagði Helgi og kvað staðsetningu verkefnisins afar mikilvæga. „Úlfarsfellið er draumastaður fyrir okkur í sambandi við skíða- húsið og við teljum að sú staðsetn- ing sé lykillinn að því að fá tilsett- an fjölda viðskiptavina til þess að skíðahúsið og rekstur þess geti með góðu móti staðið undir sér. Við gerum ráð fyrir því að skíða- húsið standi á eigin fótum en auð- vitað munum við svo gera samn- inga við sveitarfélögin í kring, t.d. í sambandi við aðgengi að húsinu fyrir skólakrakka og svo fram- vegis, auk þess að þjónusta þau íþróttafélög sem tengjast skíða- íþróttinni,“ sagði Helgi og kvað skíðahús vera þá leið sem flestir væru að fara í dag. „Það eru einhver 60-70 svona hús annaðhvort í bígerð eða þegar komin upp í heiminum og það hefur sýnt sig að þetta er góð leið til þess að þjónusta skíðaíþrótt- ina,“ sagði Helgi og kvaðst ekki bara eiga við höfuðborgarsvæðið. „Við höfum einnig fengið við- brögð af landsbyggðinni þar sem eru góð skíðasvæði þar sem menn telja að með þessari starfsemi fáist enn fleiri gestir en áður þar sem fleiri íbúar höfuðborgar- svæðisins muni stunda íþróttina. Við sjáum þetta heldur ekki sem samkeppni við rekstur núverandi skíðasvæða þar sem skíðafólk mun ávallt leita eftir fjölbreytni. Okkar vonir standa helst til að hægt sé að reka skíðahús og skíða- svæði höfuðborgarsvæðisins sem eina heild. Slíkur rekstur getur skapað verulega hagræðingu á núverandi skíðasvæðum, sem í dag þurfa að halda úti nokkrum fjölda starfsfólks allt árið,“ sagði Helgi. Skíðasamband Íslands er með stórhuga hugmyndir um að reisa yfirbyggt skíðasvæði í Úlfarsfelli, með lög- legri keppnisbraut, snjóbrettabraut, verslunar- og veitingarekstri og hóteli. Undirbúningsvinna er vel á veg komin og viðræður standa yfir við borgaryfirvöld um landsvæði fyrir skíðahúsið. KR hélt blaðamannafund í fyrradag þar sem þrír nýir leik- menn voru kynntir til sögunnar: þeir Guðjón Baldvinsson, Gunnar Örn Jónsson og Grétar Sigfinnur Sigurðsson, ásamt því að fram- lengdir voru samningar við nokkra leikmenn sem voru fyrir hjá lið- inu. Logi Ólafsson var að vonum sáttur með gang mála hjá KR þegar Fréttablaðið tók stöðuna á honum. „Ég tel að nýju leikmennirnir eigi allir eftir að styrkja KR-liðið mikið. Ég lagði ríka áherslu á að fá þá til félagsins og það er mikill fengur fyrir félagið að samningar við þá séu í höfn. Gunnar Örn kemur með mikinn hraða inn í kantspilið hjá okkur, hann sýndi hvers hann er megnugur með Breiðabliki síðasta sumar og á eftir að nýtast okkur mjög vel. Guðjón er að sama skapi snöggur og ég hef fylgst lengi með honum. Ég tel að hann sé öðruvísi en þeir framherjar sem eru fyrir hjá KR og það á eftir að gefa okkur nýja möguleika í sóknarleiknum. Grétar Sigfinnur er auðvitað gam- all KR-ingur og hefur mikinn metnað og getu til þess að standa sig fyrir okkur og ég er viss um að hann geri það,“ sagði Logi og ítrek- aði enn fremur mikilvægi þess að framlengja samninga við leik- menn sem voru þegar til staðar hjá KR. „Það er mjög mikilvægt að halda ákveðnum kjarna áfram, þar sem við erum búnir að missa reynslumikla menn eins og Sigþór Júlíusson, Ágúst Gylfason og Rúnar Kristinsson, en sá síðast- nefndi mun reyndar áfram vera mikilvægur hlekkur sem yfir- maður knattspyrnumála hjá félag- inu,“ sagði Logi en einnig er búið að ganga frá áframhaldandi samn- ingi við Sigurstein Gíslason aðstoðarþjálfara, varnarjaxlinn Þormóð Egilsson og svo sérstakan styrktarþjálfara. „Ég er mjög ánægður með að vera áfram með Sigurstein mér við hlið og að sama skapi er það mjög jákvæð og metn- aðarfull þróun að nýta Rúnar með stöðu sinni til þess að miðla þeirri reynslu sem hann býr yfir. Ég reikna með því að Rúnar verði með séræfingar fyrir miðjumenn og sóknarmenn og Þormóður á svo eftir að hjálpa til með varnar- mennina. Við erum svo búnir að ráða sérstakan styrktarþjálfara sem mun sjá til þess að liðið verði líkamlega vel á sig komið og við munum leggja mikla áherslu á hans vinnu á undirbúningstímabil- inu,“ sagði Logi ákveðinn en kvaðst þó ekki finna fyrir neinni sérstakri pressu fyrir komandi tímabil. „Við ákváðum það í sam- einingu að vera ekki með neinar stórar yfirlýsingar, heldur ætlum við að einbeita okkur að því að vinna okkar mál vel og sjá til þess að leikmannahópurinn verði tilbú- inn þegar að mótið hefst. Það getur tekið tíma að ná árangri en auð- vitað geri ég mér grein fyrir því að lið eins og KR á og vill vera í toppbaráttunni.“ Lið eins og KR á að vera í toppbaráttu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.