Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.11.2007, Qupperneq 96

Fréttablaðið - 10.11.2007, Qupperneq 96
 Kvennalið Vals er eina liðið í Iceland Express-deild kvenna sem hefur ekki náð að vinna leik en liðið hefur tapað fimm fyrstu leikjum sínum á tímabilinu. Valskonur töpuðu síðast 42-45 fyrir Hamar á fimmtudagskvöld- ið þrátt fyrir að vera með gott forskot nánast allan leikinn og með níu stiga forskot, 40-31, þegar fimm mínútur voru eftir. Hamarsliðið skoraði þá 14 stig í röð, komst fimm stigum yfir og lagði grunninn að sínum fyrsta sigri í vetur. Lakiste Barkus skoraði 10 af 27 stigum sínum í lokaleikhlutanum og gerði útslagið en Valsliðið er enn án erlends leikmanns. Helga Þorvaldsdóttir lék þarna sinn fyrsta leik í vetur en hún er að byrja aftur eftir barnsburðarfrí. Ekkert gengur hjá Valskonum Alex McLeish, þjálfari Skota, ætlar að nýta sér það að Ítalir séu hræddir fyrir leik þjóðanna á Hampden Park í undankeppni EM um næstu helgi en Skotar komast í úrslitakeppn- ina með sigri. „Ítölsku leikmennirnir eru bara mennskir og það er mikil pressa á þeim. Það verður stórslys fyrir ítalska knattspyrnu ef þeir vinna ekki þennan leik,“ sagði McLeish sem ætlar greinilega að setja alla pressuna á Ítali fyrir leikinn. Ítalir hræddir Iceland Express deild karla: 1. deild karla í handbolta Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, gerði frábæra hluti á úrtökumóti fyrir Evrópu- mótaröðina á Arcos Gardens-vell- inum á Spáni í gær og er í efsta sæti mótsins eftir þrjá hringi. Birgir lék einstaklega gott golf í gær og fór þriðja hring mótsins á 65 höggum, eða sjö höggum undir pari og er því samtals á ellefu höggum undir pari eftir þrjá hringi í mótinu. Fyrir lokahring- inn, sem fram fer í dag, er Birgir Leifur í efsta sæti mótsins, einu höggi betri en David Dixon, en Englendingurinn leiddi mótið eftir tvo hringi. Birgir Leifur átti því- líkan draumahring í gær og spil- aði best allra keppenda gærdags- ins ásamt Finnanum Roope Kakko, sem fór hringinn einnig á sjö högg- um undir pari og er sem stendur í þriðja sæti á eftir þeim Birgi og Dixon. En Birgir fékk í gær sjö fugla og engan skolla og hitti allar brautir nema eina eftir teighögg- in. Árangur Birgis hefur vakið verðskuldaða athygli en 308 kylf- ingar taka þátt á 2. stigi úrtöku- mótsins en aðeins 74 þeirra kom- ast áfram á lokaúrtökumótið sem mun fara fram í næstu viku. Á Acros Gardens-vellinum, þar sem leikið er nú, komast svo hins vegar einungis nítján efstu kylfingarnir áfram á lokaúrtökumótið. Á loka- úrtökumótinu sjálfu komast síðan 30 efstu menn inn á Evrópumóta- röðina á næsta tímabili. Birgir Leifur átti þvílíkan draumahring 16 liða úrslit á alþjóðlega badmintonmótinu Iceland Express International fóru fram í gær. Annars vegar tvíliðaleik karla og kvenna og hins vegar í einliðaleik karla og kvenna. í tvíliðaleik karla sigruðu Magnús Ingi Helgason og Tryggvi Nielsen Danina Peter Mörk og Niklas Hoff í þremur lotum, en í tvíleik kvenna sigruðu Katrín Atladóttir og Ragna Ingólfsdóttir dönsku stúlkurnar Camilla Overgaard og Lotte Bonde örugglega í tveimur lotum. Þrjú önnur íslensk pör eru komin áfram í tvíliðaleik kvenna en þau sátu öll hjá í sextán liða úrslitum. Í einliðaleik kvenna komust Tinna Helgadóttir, Katrín Atladóttir og Ragna Ingólfsdóttir áfram í 8-manna úrslit, en Sara Jónsdóttir tapaði fyrir hini dönsku Camillu Overgaard og Birgitta Rán Ásgeirsdóttir tapaði fyrir bandarísku stelpunni Lauren Todt. Engir íslendingar voru meðal keppanda í 16-manna úrslitum í einliðaleik karla. 16-liða úrslit voru háð í gær Keflvíkingar hafa unnið sex fyrstu leiki sína í Ice- land Express-deild karla og eins og liðið spilar í upphafi móts þá er ekki margt sem getur staðið í vegi fyrir því að endurheimta Íslands- meistaratitilinn sem það hefur þurft að horfa á eftir til Njarðvík- inga og KR undanfarin tvö ár. Keflvíkingar fylgdu eftir 15 stiga sigri á Njarðvík á dögunum með því að rasskella Íslandsmeistara KR með 22 stiga sigri í sláturhús- inu í gær. Keflavíkurliðið hafði frum- kvæðið mest allan leikinn. Kefla- vík leiddi með tveimur stigum eftir fyrsta leikhltua, 28-26, eftir magnaða þriggja stiga körfu mið- herjans Sigurðar Gunnars Þor- steinssonar frá miðju. Keflavík var síðan fimm stigum yfir í hálf- leik, 47-42, og komst í 56-43 í upp- hafi seinni hálfleiks og eftir það var á brattann að sækja hjá KR- liðinu. Keflavíkurliðið fékk blóð- bragðið og eftirleikurinn var auð- veldur. Bobby Walker fór mikinn í liði Keflavíkur, skoraði 19 stig í fyrri hálfleik og var síðan með 18 stig og 7 stoðsendingar í þeim seinni og hann leit út fyrir að vera algjörlega óstöðvandi þegar hann gerði lítið úr KR-vörninni hvað eftir annað. Tommy Johnson var einnig sterkur og þá má ekki gleyma innkomu Sigurðar Gunnars sem skoraði 11 stig og leysti það vel þegar Anthony Susnjara lenti í villuvandræðum. „Við lítum mjög vel út og þessi liðsheild er bara með betri liðum sem hefur spilað fyrir Keflavík. Þessi liðsheild er bara svakalega góð,“ sagði Gunnar Einarsson sem ætti að þekkja það enda búinn að spila yfir 300 úrvalsdeildarleiki fyrir Keflavík. „Þessi leikur sýnir bara hverjir eru bestir í dag. Það er stígandi í okkar leik og í dag spiluðum við allar 40 mínúturnar á fullum krafti og það kom enginn slæmur kafli hjá okkur,“ sagði Gunnar Einars- son sem átti að vanda sterka inn- komu af bekknum. „Það segir sig bara sjálft að þegar menn koma eins litlir hrædd- ir kettlingar inn í Keflavík þá eru þeir bara rasskelltir. Ef menn koma hræddir þá er bara valtað yfir menn hér í Keflavík. Menn verða að berja frá sér í þessu húsi,“ sagði Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, öskureiður eftir leik. „Þetta er fáránlegt tap og við gáfumst bara upp. Við fengum ekkert varnarlega frá atvinnumönnunum okkar. Þeir skoruðu bara þegar þeir vildu. Það er vissulega erfitt að spila hérna í Keflavík og við vissum það. Þess vegna verða menn að koma tilbún- ir og þess vegna er ég svona pirr- aður því við vorum ekki tilbúnir og ég sá það strax í upphitun,“ bætti Fannar við en það fór ekki fram hjá neinum þegar hann var að reyna að rífa menn í gang í upphit- unni en það dugði ekki til. Keflavík rúllaði upp Íslandsmeisturum KR með 22 stiga mun, 107-85, í toppleik Iceland Express-deildar karla í gær. Bobby Walker átti sannkallaðan stórleik og var með 37 stig og 8 stoðsendingar í leiknum. Þór lagði Hamar að velli 92-74 í Iceland Express-deild karla í körfubolta á Akureyri í gærkvöldi í leik sem heimamenn leiddu allan tímann. Þórsarar byrjuðu leikinn betur og náðu snemma góðri forystu á gestina. Þórsarar keyrðu upp hraðann og pressuðu gestinna stíft. Með hraðaupphlaupum og góðri vörn náðu Þórsarar fljótt 17 stiga forystu. Hamarsmenn náðu í öðrum leik- hluta að saxa aðeins á forskot heimamanna og náðu að minnka muninn niður í 10 stig en lengra komust þeir ekki í öðrum leikhluta og Þórsarar fóru með 10 stiga for- ystu í hálfleik 50-40 og ekkert leit út fyrir annað en heimasigur. Hamarsmenn byrjuðu seinni hálfleikinn þó betur en heima- menn. Heimamenn létu ekki slæma byrjun á sig fá og náðu fljótt að auka á forystu sína aftur og leiddu eftir þriðja leikhluta með 12 stiga mun. Í fjórða og síð- asta leikhlutanum náðu gestirnir aldrei að ógna heimamönnum, sem hreinlega kafsigldu gestinna, þar sem gestirnir réðu lítið við Cedric Isom og Óðinn Ásgeirsson sem fóru hreinlega á kostum í liði heimamanna. Leiknum lauk því með sanngjörnum sigri heima- manna 92-74. Þar sem Cedric og Óðinn voru allt í öllu í liði heima- manna og skoruðu saman 57 stig. Á meðan Marvin Valdimarsson og George Byrd voru allt í öllu í liði gestanna. En Marvin skoraði 20 stig í leiknum en George Byrd 18 stig. Þórsarar rúlluðu yfir Hamar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.