Fréttablaðið - 23.11.2007, Page 8

Fréttablaðið - 23.11.2007, Page 8
8 23. nóvember 2007 FÖSTUDAGUR Fá 35 milljóna jólauppbót Bæjarstarfsmenn í fullu starfi í Hafnar- firði fá 30 þúsund krónur í jólauppbót. Áætlur kostnaður er 35 milljónir. HAFNARFJÖRÐUR Óbreytt útsvar Útsvarsprósentan í Mosfellsbæ verður óbreytt á næsta ári, eða 12,94 prósent. Sveitarfélögum er heimilt að leggja á allt að 13,03 prósenta útsvar. MOSFELLSBÆR KJARAMÁL Starfsfólk á leikskólum í Hafnafirði fær greiddan hálftíma í yfirvinnu fyrir hvern matartíma sem það á með leikskólabörnunum. Þetta var samþykkt í bæjarráði. Um þetta segir að þeir starfsmenn leikskóla sem sé skylt að matast alltaf með börnunum eigi rétt á yfirvinnugreiðslunni. Þannig verði þeim greiddar tíu yfirvinnustundir á mánuði árið um kring. Starfsmenn sem hafa ekki þá skyldu að borða með börnunum fá enga sérgreiðslu nema þeir hlaupi í skarðið. Þá fá þeir borgaðan hálftíma í yfirvinnu í hvert skipti. Áætlað er að þetta kosti 118 milljónir króna í ellefu mánuði. Auk þessarar kjarabótar verða 200 þúsund krónur eyrnamerktar sérhverri leik- skóladeild til að greiða starfsfólki fyrir mikið álag í vinnu sinni. Verður það hlutverk leikskólastjórans að deila þessum peningum út samkvæmt mati sínu á frammistöðu starfsmanna skólans. „Þessum fjár- munum má einnig ráðstafa til að efla starfs anda og liðsheild,“ segir bæjarráð Hafnarfjarðar. - gar Aukagreiðsla á leikskólum í Hafnarfirði færir starfsmönnum kjarabætur: Borðfélagar á yfirvinnukaupi MATARTÍMI Starfsfólk leikskóla fær borgað fyrir að matast með börnum. Börnin á myndinni búa í Mosfellsbæ. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR TYRKLAND, AP Recep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, hét því á þriðjudag að stjórn hans myndi hrinda frekari umbótum í framkvæmd til að nálgast aðildarskil- yrði Evrópusam- bandsins. „Við erum staðráðnir í að halda umbótaferl- inu áfram,“ sagði hann á blaða- mannafundi með slóvenskum starfsbróður sínum, Janez Jansa, sem var í heimsókn í Ankara. Slóvenar taka við formennskunni í ESB um áramót. Í nýjustu matsskýrslu ESB á aðildarundirbúningi þeirra ríkja sem stefna að inngöngu er bent á að Tyrkir verði að taka sér tak í ýmsum réttarumbótum. - aa Tyrkland og ESB: Erdogan heitir umbótum ERDOGAN OG JANSA FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÁS, TVISTUR... HÁSKERPA HEIM Í STOFU WWW.SVAR.IS - SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 510 6000 MIRAI 32” LCD háskerpusjónvarp 79.900- TILBOÐ Auglýsingasími – Mest lesið © GRAPHIC NEWS 062001 George H.W. Bush 938987 13.4 15.1 12.7 0 5 10 15 % Source: Second Harvest Bill Clinton George W. Bush 11.3 12.3 BANDARÍKIN, AP Tæp tólf prósent Bandaríkjamanna búa við matar- skort, eða 35,5 milljónir manna, samkvæmt tölum frá bandaríska landbúnaðarráðuneytinu frá 2006. Þar af eru börn 12,6 milljónir og fullorðnir 22,8 milljónir. Þriðjung- ur þessa hóps býr við „mjög lágt mataröryggi“ sem merkir að það er mjög misjafnt hve mikið það fólk hefur að borða hverju sinni. Ein mesta matarhátíð Banda- ríkjamanna var í gær þegar þeir héldu upp á þakkargjörðina með tilheyrandi kalkúnaveislum. Á sama tíma bárust þær fréttir að ásókn í súpueldhús og mataraðstoð í New York, stærstu borg Banda- ríkjanna, hefði aukist um tuttugu prósent frá því í fyrra. Gengur illa að mæta eftirspurninni víða um borgina, að því er hjálparsamtökin Bandalag New York-borgar gegn hungri greina frá. Orsök aukningarinnar má meðal annars rekja til niðurskurðar stjórnvalda í mataraðstoð til fátækra að sögn Joel Berg, fram- kvæmdastjóra samtakanna. „Árleg könnun á mataraðstoð og súpueld- húsum sýnir að fleiri fjölskyldur vinnandi fólks, börn og eldri borg- arar neyðast til að leita eftir matar- aðstoð.“ Berg segir að þeim sem reiða sig á mataraðstoð hafi verið að fjölga í fyrra þegar efnahagur- inn hafi staðið styrkum fótum og því komi það ekki á óvart að þeim fjölgi núna þegar efnahagurinn sé að veikjast. Í fyrra var skortur á mataraðstoð á 48 prósentum þeirra staða sem fólk getur snúið sér til í New York. Í ár eiga 59 prósent slíkra staða í vandræðum með að svara eftirspurn, að því er frétta- vefur BBC greinir frá. Demókratinn John Edwards kall- aði eftir því við neðri deild Banda- ríkjaþings í gær að tafarlaust yrði gripið til aðgerða til að fjármagna mataraðstoðaráætlanir. Edwards er einn þeirra sem sækjast eftir til- nefningu Demókrataflokksins til forseta Bandaríkjanna. sdg@frettabladid.is Hungurtíðni í Bandaríkj- unum eykst Fimmtungur Bandaríkjamanna býr við matarskort. Ásókn eykst í mataraðstoð. Rætt um aðgerðir á þingi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.