Fréttablaðið - 23.11.2007, Síða 8

Fréttablaðið - 23.11.2007, Síða 8
8 23. nóvember 2007 FÖSTUDAGUR Fá 35 milljóna jólauppbót Bæjarstarfsmenn í fullu starfi í Hafnar- firði fá 30 þúsund krónur í jólauppbót. Áætlur kostnaður er 35 milljónir. HAFNARFJÖRÐUR Óbreytt útsvar Útsvarsprósentan í Mosfellsbæ verður óbreytt á næsta ári, eða 12,94 prósent. Sveitarfélögum er heimilt að leggja á allt að 13,03 prósenta útsvar. MOSFELLSBÆR KJARAMÁL Starfsfólk á leikskólum í Hafnafirði fær greiddan hálftíma í yfirvinnu fyrir hvern matartíma sem það á með leikskólabörnunum. Þetta var samþykkt í bæjarráði. Um þetta segir að þeir starfsmenn leikskóla sem sé skylt að matast alltaf með börnunum eigi rétt á yfirvinnugreiðslunni. Þannig verði þeim greiddar tíu yfirvinnustundir á mánuði árið um kring. Starfsmenn sem hafa ekki þá skyldu að borða með börnunum fá enga sérgreiðslu nema þeir hlaupi í skarðið. Þá fá þeir borgaðan hálftíma í yfirvinnu í hvert skipti. Áætlað er að þetta kosti 118 milljónir króna í ellefu mánuði. Auk þessarar kjarabótar verða 200 þúsund krónur eyrnamerktar sérhverri leik- skóladeild til að greiða starfsfólki fyrir mikið álag í vinnu sinni. Verður það hlutverk leikskólastjórans að deila þessum peningum út samkvæmt mati sínu á frammistöðu starfsmanna skólans. „Þessum fjár- munum má einnig ráðstafa til að efla starfs anda og liðsheild,“ segir bæjarráð Hafnarfjarðar. - gar Aukagreiðsla á leikskólum í Hafnarfirði færir starfsmönnum kjarabætur: Borðfélagar á yfirvinnukaupi MATARTÍMI Starfsfólk leikskóla fær borgað fyrir að matast með börnum. Börnin á myndinni búa í Mosfellsbæ. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR TYRKLAND, AP Recep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, hét því á þriðjudag að stjórn hans myndi hrinda frekari umbótum í framkvæmd til að nálgast aðildarskil- yrði Evrópusam- bandsins. „Við erum staðráðnir í að halda umbótaferl- inu áfram,“ sagði hann á blaða- mannafundi með slóvenskum starfsbróður sínum, Janez Jansa, sem var í heimsókn í Ankara. Slóvenar taka við formennskunni í ESB um áramót. Í nýjustu matsskýrslu ESB á aðildarundirbúningi þeirra ríkja sem stefna að inngöngu er bent á að Tyrkir verði að taka sér tak í ýmsum réttarumbótum. - aa Tyrkland og ESB: Erdogan heitir umbótum ERDOGAN OG JANSA FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÁS, TVISTUR... HÁSKERPA HEIM Í STOFU WWW.SVAR.IS - SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 510 6000 MIRAI 32” LCD háskerpusjónvarp 79.900- TILBOÐ Auglýsingasími – Mest lesið © GRAPHIC NEWS 062001 George H.W. Bush 938987 13.4 15.1 12.7 0 5 10 15 % Source: Second Harvest Bill Clinton George W. Bush 11.3 12.3 BANDARÍKIN, AP Tæp tólf prósent Bandaríkjamanna búa við matar- skort, eða 35,5 milljónir manna, samkvæmt tölum frá bandaríska landbúnaðarráðuneytinu frá 2006. Þar af eru börn 12,6 milljónir og fullorðnir 22,8 milljónir. Þriðjung- ur þessa hóps býr við „mjög lágt mataröryggi“ sem merkir að það er mjög misjafnt hve mikið það fólk hefur að borða hverju sinni. Ein mesta matarhátíð Banda- ríkjamanna var í gær þegar þeir héldu upp á þakkargjörðina með tilheyrandi kalkúnaveislum. Á sama tíma bárust þær fréttir að ásókn í súpueldhús og mataraðstoð í New York, stærstu borg Banda- ríkjanna, hefði aukist um tuttugu prósent frá því í fyrra. Gengur illa að mæta eftirspurninni víða um borgina, að því er hjálparsamtökin Bandalag New York-borgar gegn hungri greina frá. Orsök aukningarinnar má meðal annars rekja til niðurskurðar stjórnvalda í mataraðstoð til fátækra að sögn Joel Berg, fram- kvæmdastjóra samtakanna. „Árleg könnun á mataraðstoð og súpueld- húsum sýnir að fleiri fjölskyldur vinnandi fólks, börn og eldri borg- arar neyðast til að leita eftir matar- aðstoð.“ Berg segir að þeim sem reiða sig á mataraðstoð hafi verið að fjölga í fyrra þegar efnahagur- inn hafi staðið styrkum fótum og því komi það ekki á óvart að þeim fjölgi núna þegar efnahagurinn sé að veikjast. Í fyrra var skortur á mataraðstoð á 48 prósentum þeirra staða sem fólk getur snúið sér til í New York. Í ár eiga 59 prósent slíkra staða í vandræðum með að svara eftirspurn, að því er frétta- vefur BBC greinir frá. Demókratinn John Edwards kall- aði eftir því við neðri deild Banda- ríkjaþings í gær að tafarlaust yrði gripið til aðgerða til að fjármagna mataraðstoðaráætlanir. Edwards er einn þeirra sem sækjast eftir til- nefningu Demókrataflokksins til forseta Bandaríkjanna. sdg@frettabladid.is Hungurtíðni í Bandaríkj- unum eykst Fimmtungur Bandaríkjamanna býr við matarskort. Ásókn eykst í mataraðstoð. Rætt um aðgerðir á þingi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.