Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.11.2007, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 23.11.2007, Qupperneq 18
18 23. nóvember 2007 FÖSTUDAGUR Svona erum við fréttir og fróðleikur 23 3. 55 5 26 1. 99 9 FRÉTTASKÝRING SIGRÍÐUR D. GUÐMUNDSD. sdg@frettabladid.is HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS Orðið „ráðherra“ hefur verið bundið í stjórnarskrá Íslands frá árinu 1904 og eru elstu heimildir um notkun orðsins á Íslandi frá árinu 1540. Lagt hefur verið til að orðinu verði skipt út fyrir orð sem geti átt við um bæði kynin þar sem orðið „herra“ sé í þessu samhengi bæði málfræðilega rangt og tíma- skekkja. Þingsályktunartillaga hefur verið lögð fram á Alþingi um að þörf sé á nýju starfsheiti fyrir ráðherra. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er flutningsmaður tillögunnar. Í greinargerð með tillögunni er bent á að orðið „ráðherra“ beri þess merki að æðsta stjórn lands- ins sé í höndum karla, enda hafi það verið svo að frá stofnun lýð- veldisins og fram til ársins 1970 gegndi engin kona embættinu. Þá bæði stríði það gegn málvitund Íslendinga að kona sé herra og sé merkingarlega útilokað, á sama hátt og karl getur ekki verið frú. Málið er nú lagt fram í annað sinn en það hlaut ekki afgreiðslu þegar það var lagt fram í fyrra skiptið, á 123. löggjafarþingi árin 1998 til 1999. Flutningsmenn þá voru Guðný Guðbjörnsdóttir, Kristín Halldórsdóttir og Svavar Gestsson. Elsta heimild 467 ára gömul Elsta íslenska heimildin um notk- un orðsins ráðherra nær aftur til ársins 1540 samkvæmt ritmáls- skrá Orðabókar Háskóla Íslands. Í þýðingu Odds Gottskálkssonar biskups á Nýja testamentinu segir „Ioseph af Arimathia einn edlu borinn rad herra.“ Samkvæmt íslenskri orðabók merkir „ráðherra“: 1. sá sem á sæti í ríkisstjórn; 2. öldungur í ráði, ráðgjafi konungs. Sigurður Líndal lagaprófessor segir orðið dregið af setu í æðstu ráðum. „Sá sem sat í konungsráði eða ríkis- ráði var ráðgjafi eða ráðherra. Í ríkisráðinu sátu tilteknir aðals- menn og biskupar. Íslenskir bisk- upar sátu til dæmis í ríkisráði Noregs.“ Sigurður segir að orðið ráð- gjafi hafi áður fyrr verið notað á Íslandi yfir það sem við köllum ráðherra. „Mig grunar að þetta hafi verið arfur frá einveldi kon- ungs þegar ráðgjafar voru ráð- gjafar konungs meðan konungur hafði endanlegt vald.“ Fest í lög 1. febrúar árið 1904 Orðið „ráðherra“ var fest í lög með stjórnarskrárbreytingunni sem leiddi til heimastjórnarinn- ar á Íslandi árið 1904 að sögn Helga Bernódussonar, skrif- stofustjóra Alþingis. Stjórnar- skrárfrumvarp var fyrst lagt fram á Alþingi árið 1902 þar sem það var samþykkt og staðfest á nýju þingi árið 1903. Stjórnar- skrárbreytingin tók síðan gildi 1. febrúar árið 1904. „Í fyrra skiptið sem Alþingi fjallaði um stjórnarskrárfrum- varpið, á þinginu árið 1902, var flutt breytingartillaga við 2. umræðu í neðri deild. Stjórnar- skrárnefndin, eða meirihluti hennar, flutti breytingartillögu þess efnis að í stað orðsins „ráð- gjafi“ kæmi „ráðherra Íslands“. Ráðgjafi var íslenska þýðingin á danska orðinu „minister“. Ráðherra frekar en ráðgjafi Það var Lárus H. Bjarnason, framsögumaður stjórnarskrár- nefndarinnar, sem gerði grein fyrir breytingartillögunni með þessum orðum: „Orðið ráðherra er bæði fallegra orð en ráðgjafi og táknar betur vald hans. Á meðan konungur var einvaldur þá var orðið ráðgjafi réttnefni en eins og valdinu er nú háttað þá á ráðherranafnið betur við.“ Rök Lárusar fyrir breyting- unni voru þau að orðið ráðgjafi ætti ekki lengur við þegar kon- ungur hefði látið völd sín af hendi til lýðræðislega kjörinna fulltrúa og því væri eðlilegra að breyta orðinu úr „ráðgjafi“ í „ráðherra“ að sögn Helga. „Það er þó ljóst að orðið „ráðherra“ hafði verið notað í máli manna og í blöðum á Íslandi áratugum saman en það hafði ekki áður verið notað í lagamáli. Svo þegar stjórnarskrárbreytingin kemur til um að Ísland skuli hafa ráð- gjafa þá breyta þeir orðinu í ráð- herra.“ Gagnslaust og ástæðulaust Ekki virðist hafa verið andstaða við breytingartillögu Lárusar en framsögumaður minnihluta, Guðlaugur Guðmundsson, sagði þó um þær að hann áliti þær „meinlausar, en gagnslausar og ástæðulausar“. Frumvarpið var síðan lagt aftur fram eftir kosningar árið 1903 og samþykkt óbreytt. Breyting á stjórnarskránni Orðið „ráðherra“ kemur alls tut- tugu sinnum fyrir samanlagt í þrettán greinum stjórnarskrár- innar og verði tillagan samþykkt kallar það á stjórnarskrárbreyt- ingu. Ekki er stungið upp á nýju orði í stað „ráðherra“ í þings- ályktunartillögu Steinunnar Val- dísar heldur lagt til að leitað verði eftir tillögum hjá Íslenskri málnefnd og heimspekideild Háskóla Íslands til dæmis. Einnig að fram fari samkeppni um verð- ugt orð „yfir þessu mikilvæga embætti þjóðarinnar sem konur hljóta að gegna í æ ríkari mæli á komandi árum“. Ráðherra fallegra en ráðgjafi > Fjöldi sýningargesta í atvinnuleikhúsum Leikárið 1995-1996 Leikárið 2005-2006 Þórður Björnsson, kaupmaður í Sunnubúð, hefur þegar hitt einn drengjanna sem rændu verslun hans á sunnudagsmorgun. Þórður vill þó ekki erfa ránið heldur telur hann vænlegra að reynt verði að koma vitinu fyrir drengina. Hvers vegna viltu hitta ræningjana? „Ég vil bara fyrirgefa þeim ef þeir iðrast og segja þeim að þeir séu velkomnir í verslunina hjá mér svo lengi sem þeir greiða fyrir vörurnar. Ég held að ef þessir strákar sjái eftir þessu og lofi að gera þetta ekki aftur hafi það mun betri áhrif heldur en að þeir séu lokaðir inni. Það verða ekki fleiri afskipti af þessu máli af minni hálfu, lögreglan sér bara um hitt. Ég var nú enginn engill sem krakki þótt ég hafi nú ekki leiðst út í svona.“ Hvað hefur þú hitt marga af ræn- ingjunum? „Tvær mömmur hafa haft samband við mig og önnur þeirra mætti til mín ásamt stráknum. Ég held að hún hafi tekið miklu meira nærri sér að litli strákurinn hennar hafði tekið upp á þessu heldur en hann.“ SPURT & SVARAÐ RÁNIÐ Í SUNNUBÚÐ Velkomnir ef þeir iðrast ÞÓRÐUR BJÖRNSSON Kaupmaður SÉÐ FRÁ AUSTURVELLI Dómkirkjan og Alþingishúsið séð frá Austurvelli um aldamótin 1900, um það leyti sem alþingismenn tókust á um heimastjórn á Íslandi. MYND/SIGFÚS EYMUNDSSON SIGURÐUR LÍNDAL prófessor HELGI BERNÓDUSSON skrifstofustjóri GUÐLAUGUR GUÐMUNDSSON þingmaður LÁRUS H. BJARNASON þingmaður Góður hundur á gott skilið Hunda nammi (harðfisktöflur) Hunda bitafiskur Íslensk framleiðsla úr úrvals hráefni. Fæst í Bónus Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur ákveðið að taka til meðferðar deilur um það hvort stjórnarskráin banni allar takmarkanir á byssueign einstaklinga eða hvort hún heim- ili einungis ríkjum Bandaríkjanna að koma sér upp vopnuðum varðliðasveitum. Þetta hefur lengi verið eitt af heitustu deilumál- um bandarískra stjórnmála. Hvað eru byssurnar margar? Um það bil sextíu milljónir manna í Bandaríkjunum eiga skotvopn, eitt eða fleiri. Byssa er til á næstum því helmingi allra bandarískra heimila. Ekki er vitað hve mörg skotvopn eru í eigu einstakl- inga í Bandaríkjunum, en alríkislögreglan FBI telur að þau geti verið um 200 milljónir talsins. Skotvopn koma oftar við sögu í ofbeldis- og manndrápsmálum í Bandaríkj- unum en í nokkru öðru vestrænu ríki. Hvað segir stjórnarskráin? Önnur grein mann- réttindakafla banda- rísku stjórnarskrárinnar hljóðar svo: „Með því að landvarnalið með góðu skipulagi er nauðsynlegt fyrir öryggi frjálsra ríkja skal réttur þjóðar innar til að eiga og bera vopn óskertur látinn.“ Skotvopnaeigendur eru öflugur þrýstihópur í Bandaríkjunum. Þeir telja hverjum manni nauðsynlegt að eiga byssu til að verja sig. Byssueign teljist til mannréttinda og eðlilega séu þau réttindi varin í stjórnarskrá. Aðrir segja ákvæðið einungis tryggja það að ríki Bandaríkjanna geti haldið úti vopnuðu herliði í varnarskyni. Hvers vegna til Hæstaréttar? Í höfuðborginni Washington hefur bann við skotvopnaeign verið í gildi í rúm þrjátíu ár. Áfrýjunardómstóll komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að þetta bann bryti í bága við stjórnarskrána. Umfjöllun Hæstaréttar um málið gæti orðið til þess að byssueign í Bandaríkjunum verði meðal stærstu kosn- ingamálanna fyrir þing- og forsetakosningar næsta haust. FBL-GREINING: SKOTVOPNAEIGN Í BANDARÍKJUNUM Hæstiréttur fjallar um rétt til byssueignar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.