Fréttablaðið - 23.11.2007, Síða 36

Fréttablaðið - 23.11.2007, Síða 36
BLS. 4 | sirkus | 23. NÓVEMBER 2007 Þ úsundþjalasmiðurinn Friðrik Weisshappel opnaði í slagtogi við félaga sína, þá Brynjólf Garðarsson og Ingva Steinar, „The Laun-dromat Café“ við Elmegade í Kaupmannahöfn árið 2004. Staður-inn hefur heldur betur slegið í gegn á danskri og erlendri grundu og þykir einn heitasti staðurinn í kóngsins Kaupmannahöfn. Nú á dögunum var „brunch“ sem þeir félagarnir bjóða upp á tilnefndur einn sá besti af vin- sæla vefnum „Alt om Köbenhavn“, eða www.aok.dk. Vefurinn efnir árlega til netkosningar þar sem þeir tilnefna allt það besta sem boðið er upp á í Kaup- mannahöfn. „Það eru fimm tilnefningar í hverjum flokki og við etjum þarna kappi meðal annars við rómaða kaffihúsið Café Evrópu sem staðsett er á Strikinu. Síðast þegar ég vissi leiddum við kosning- una með 11 prósenta forskoti en þétt á hæla okkar kom Café Evrópa.“ Hægt var að taka þátt í kosning- unni á vefsíðunni www.aok.is og hefur Friðrik lúmskan grun um að Íslendingar hafi ekki legið á atkvæðum sínum í kosningunni, enda mörg þúsund Íslendingar sem hafa heimsótt staðinn í gegnum árin. „Nú er kosningu lokið en úrslitin liggja ekki fyrir fyrr en á fullveldisdegi Íslendinga 1. desember,“ segir hann. Þeir sem hafa komist í kynni við vinsæla „brunchinn“ á The Laundromat Café vilja meina að hann sé engum líkur og einn sá besti sem um getur. Hægt er að velja milli tveggja mismunandi „bruncha“ á matseðlinum, Dirty og Clean. „Clean er hugsað fyrir þá sem kjósa grænmetisfæði en Dirty er fyrir þá sem vilja fá eitthvað verulega djúsí,“ segir Friðrik og segir að það sé mikið í húfi enda sé ekki hægt að fá betri auglýsingu. En hvað er það sem þeir félagarnir bjóða upp á sem kitlar bragðlauka Dana svo um munar? „Við leggjum mikla áherslu á að bjóða upp á fjölbreyttan matseðil. Réttirnir hjá okkur eru vel úti- látnir og við notum aðeins það besta í matreiðsluna. Sömuleiðis leggjum við mikið upp úr því að andrúmsloftið sé notalegt og fólki líði vel hjá okkur.“ Það verður nóg um að vera hjá athafnamanninum Friðriki á næstunni. Hinn 7. desember fagnar hann fertugsafmæli sínu og mun halda heljarinnar afmælisveislu af því tilefni í sjálfri Kaupmannahöfninni. Friðrik vonast til að vinir hans sjái sér fært að mæta og gleðjast ærlega með honum áður en and- vökunætur og barnsgrátur taka við. En Friðrik og unnusta hans, arkitektinn Tine, eiga von á sínu fyrsta barni í janúar. „Það er lítil stúlka á leiðinni í heim- inn og við höfum ákveðið að hún muni hljóta nafnið Irma,“ segir Friðrik, hinn stolti verðandi faðir. Bergthora@frettabladid.is LÍFIÐ LEIKUR VIÐ FRIÐRIK WEISSHAPPEL, VERÐANDI FÖÐUR, Í KAUPMANNAHÖFN SLÆR Í GEGN MEÐ „DIRTY & CLEAN“ HANDBRAGÐIÐ LEYNIR SÉR EKKI Friðrik er þekktur fyrir sinn skemmtilega hráa og hlýlega stíl. Hann smíðaði allar innréttingarnar. FRIKKAKAFFIHÚS Danir fíla staðinn í botn en yfirleitt er hann þéttsetinn af Íslendingum sem búa í borginni. Li st in n g ild ir 2 3. -3 0. n ó ve m b er 2 00 7 Skífulistinn er samantekt af mest seldu titlum í Skífunni og verslunum BT út um allt land. Pirates of the Caribbean 3 Mýrin Harry Potter & Order of th Pho DIE HARD 4 Shrek the Third Latibær 5 Köld Slóð Skoppa og Skrítla í Þjóðleikhú Arthur og Minimóarnir Simpsons Season 10 SPIDER-MAN 3 (2 DISC) FANTASTIC FOUR 2 (2 DISC) Harry Potter the Order of Pho Deck The Halls Grey’s anatomy Sería 3 TMNT (2007) Last Mimzy Planet Earth Box (5 discs) Latibær 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 VINSÆLUSTU DVDVINSÆLASTA TÓNLISTIN Hjálmar Ferðasót Mugison Mugiboogie Guðrún og Friðrik Ég skemmti mér um jólin Páll Óskar Allt fyrir ástina Sprengjuhöllin Tímarnir okkar Ýmsir 100 íslensk barnalög Eagles Long Road Out Of Eden Katie Melua Pictures Sigur Rós Hvarf / Heima Megas Hold er mold Ný Dönsk 1987-2007 Dísella Solo Noi Luxor Luxor Sign The Hope Eivör Human Child/Mannabarn Benny Crespo’s Gang Benny Crespo’s Gang Andrea Bocelli Vivere: Best Of Bocelli CD+DVD Birgitta Ein Pavarotti Forever Védís Hervör Beautiful Life 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 Nældu þér í eintak
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.