Fréttablaðið - 23.11.2007, Page 78
46 23. nóvember 2007 FÖSTUDAGUR
sport@frettabladid.is
SKOÐUN Það hefur verið makalaust
að fylgjast með málflutningi Geirs
Þorsteinssonar, formanns KSÍ,
síðustu vikurnar. Hann hefur
notað hvert tækifæri til þess að
gagnrýna það sem hann kallar
ófaglega og ósanngjarna umfjöll-
un fjölmiðla.
Fjölmiðlar eru vissulega ekki
hafnir yfir gagnrýni en gagnrýni á
fjölmiðla líkt og aðra verður þá að
vera fagleg og byggð á einhverj-
um rökum en ekki sandi. Geir er
ómálefnalegur með eindæmum í
sinni gagnrýni enda hefur hann
aldrei nokkurn tímann tekið til
eins og eitt lítið dæmi til að rök-
styðja sinn málflutning. Það er
aumt svo vægt sé til orða tekið.
Hvar er fagmennskan?
Staðan er einföld. Íslenska
karlalandsliðið í fótbolta er með
allt niður um sig rétt eins og KSÍ.
Á það hafa fjölmiðlar bent á fag-
legan hátt og það sem meira er þá
færa þeir rök fyrir gagnrýni sinni.
Ef einhvers staðar er skortur á
fagmennsku þá er það í vinnu
Geirs og félaga.
Það var KSÍ sem réð
óreyndan Eyjólf Sverris-
son sem þjálfara og hélt
því síðan fram að það
réði besta þjálfarann
hverju sinni, það var
KSÍ sem tók ekki í taum-
ana þegar landsliðið var
niðurlægt hvað eftir
annað undir stjórn
Eyjólfs, það
var KSÍ sem
bjó til
skammar-
lega lélega
umgjörð
fyrir
lands-
liðið, það
var KSÍ
sem réð
nýjan
lands-
liðs-
þjálfara á einum sólarhring og
svona mætti lengi telja.
Hvar er fagmennskan í þessum
verkum? Hún er hvergi. Fjöl-
miðlar hafa bent á þennan
skort á fagmennsku í
starfi KSÍ. Með öðrum
orðum hafa þeir gagn-
rýnt og fært rök fyrir
máli sínu, ólíkt formann-
inum sem skýtur ítrekað
púðurskotum út í loftið.
Þolir ekki
gagnrýni
Ástæðan
fyrir hegð-
un Geirs
virðist
vera sú að
hann
þolir
enga
gagnrýni
og það
sem
verra er
– forðast alla málefnalega og fag-
lega umræðu sem hann hefur þó
lýst svo mikið eftir sjálfur.
Í stað þess að vera sífellt með
órökstuddar og innistæðulausar
árásir á fjölmiðlamenn væri Geir
nær að eyða kröftum sínum í að
laga umgjörð íslenska karlalands-
liðsins svo koma megi því aftur á
þann stall sem það er löngu fallið
af. Hann á svo sannarlega stóra
sök í því máli.
Geir mætti einnig huga að því
að bæta aðbúnað og réttindi
almennra áhorfenda í stað þess að
einblína eingöngu á kokkteilboð
fyrir hefðarfólkið á áfengis lausum
Laugardalsvellinum.
Ómálefnalegur og ófaglegur formaður
UTAN VALLAR
HENRY BIRGIR GUNNARSSON
segir sína skoðun
henry@frettabladid.is
HANDBOLTI Rúnar Sigtryggsson,
þjálfari Akureyrar, vill sjá rót-
tækar breytingar á bæði hand-
boltaliði bæjarins sem og stefnu
bæjaryfirvalda, sem hann segir að
styðji ekki nægilega við bakið á
íþróttafélögum bæjarins. Hann er
svekktur yfir því hversu litlu það
hefur skilað að sameina félögin í
handboltanum.
„Bærinn ætlaði að koma að
málum ef félögin yrðu sameinuð.
Þá ætlaði bærinn að þurrka upp
skuldir handboltadeildanna. Það
var því pólitískur þrýstingur á
málinu.
Eftir því sem ég best veit þá
gengur mjög vel að fá styrktar-
aðila eftir sameininguna og tekj-
urnar hafa því margfaldast. En
þegar gamlar byrðar fylgja þá
fara peningarnir í að þurrka upp
þessar gömlu syndir,“ sagði Rúnar.
Hann telur bæinn hafa gert ágæta
samninga við félögin en segir hlut-
ina ganga allt of hægt fyrir sig. Öll
áhersla sé á að þurrka upp skuldir
en ekki sé hugað að því að byggja
upp liðið. Þar segir hann bæjar-
yfirvöld eiga sök að máli.
„Það er enginn áhugi hjá bæjar-
yfirvöldum á Akureyri fyrir
íþróttum. Það sést best á gengi og
aðstöðu liðanna hér á Akureyri.
Hér er körfuboltalið í efstu deild
sem spilar í íþróttahúsi án áhorf-
endabekkja.
Þessir örfáu áhorfendur sem
mæta þurfa að standa á hliðarlín-
unni. Það er algjör skömm. Það fer
allur kraftur bæjaryfirvalda í
menningarmál og íþróttirnar sitja
á hakanum.
Svo þegar það er ákveðið að
gera eitthvað fyrir íþróttir þá
finnst manni eins og peningunum
sé bara kastað í stað þess að vinna
markvisst að einhverju með fjár-
magnið,“ sagði Rúnar.
Þjálfarinn segir að það sé einnig
kominn tími á að losa handbolta-
liðið frá félögunum í bænum.
„Miðað við hvernig málin hafa
þróast fyrstu tvö árin þá sýnist
mér að það þurfi að losa hand-
boltaliðið undan Þór og KA og
færa það undir ÍBA. Það myndi
létta á rekstrarpakkanum.
Mér sýnist að þarna hafi tveir
vandamálapakkar verið samein-
aðir og einn stór kominn í staðinn.
Mér finnst félögin ekkert hafa
hjálpað til í þessu sambandi og
hallar þar jafnt á bæði félög,“
sagði Rúnar, sem vill einnig færa
heimavöllinn úr KA-húsinu í
íþróttahöllina á Akureyri.
Hann segir að hægt sé að
breikka salinn með litlu niðurrifi
þannig að koma megi tveim hand-
boltavöllum þversum í húsið. Þar
með fengi bærinn í raun nýtt
íþróttahús með litlum tilkostnaði.
henry@frettabladid.is
Bæjaryfirvöld á Akureyri
hafa ekki áhuga á íþróttum
Rúnar Sigtrygsson, þjálfari handboltaliðs Akureyrar, gagnrýnir bæjaryfirvöld á
Akureyri harkalega fyrir sinnuleysi í málefnum sem snerta íþróttalíf bæjarins.
Hann vill losa handboltaliðið frá Þór og KA og flytja heimavöllinn.
ÁKVEÐINN Rúnar Sigtryggsson gagnrýnir bæjaryfirvöld á Akureyri harkalega og segir
þau ekki hafa áhuga á íþróttum. MYND/PEDROMYNDIR.IS
FÓTBOLTI Það hefur lítið farið fyrir
nýliðum Grindavíkur í Lands-
bankadeildinni á leikmannamark-
aðnum það sem af er.
Ingvar Guðjónsson, fram-
kvæmdastjóri knattspyrnu-
deildarinnar, segir að stefnan sé
að styrkja liðið með 4-5 nýjum
leikmönnum. Hann segist ekki sjá
að þessir leikmenn finnist hér á
landi og því muni Grindavík leita
út fyrir landsteinana eftir
liðs styrk. Milan Jankovic, þjálfari
liðsins, hefur þegar farið eina
ferð til Serbíu í leit að leikmönn-
um og mun fara aftur út að skoða
leikmenn.
Grindavík er svo að ganga frá
nýjum samningi við Paul
McShane sem er samningslaus og
félagið er einnig að ganga frá
kaupum á Jóhanni Helgasyni,
fyrrum leikmanni liðsins, sem
var í láni hjá félaginu frá Val
síðasta sumar. Að sögn Ingvars
mun Grindavík greiða sama verð
fyrir Jóhann og Valur greiddi
fyrir hann á sínum tíma. - hbg
Grindavik í leikmannaleit:
Ætla að fá 4-5
leikmenn
GRINDVÍKINGAR Ætla að festa sig í sessi
í efstu deild. FRÉTTABLAÐIÐ/VÍKURFRÉTTIR
BADMINTON Ragna Ingólfsdóttir
þarf að vera á tánum ætli hún sér
að komast á ólympíuleikana
næsta sumar.
Hún féll í 54. sæti á nýjasta
heimslistanum sem var gefinn út
í gær en 50 efstu á listanum
öðlast þátttökurétt í Peking.
Ástæðan fyrir fallinu er sú að
mótin tvö sem Ragna vann á
dögunum gefa færri stig en í
fyrra og svo missti hún eflaust af
mikilvægum stigum þegar hún
ákvað að taka ekki þátt á opna
norska mótinu á dögunum.
Ragna keppir næst í Wales um
næstu mánaðamót en þaðan fer
hún yfir til Rússlands á mót sem
fram fer í byrjun desember. - hbg
Ragna Ingólfsdóttir:
Fellur enn á
heimslistanum
RAGNA INGÓLFSDÓTTIR Er í harðri
baráttu um að komast inn á ólympíu-
leikana næsta sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR
Arnór Smárason hefur vakið athygli undanfarið fyrir frábæra
spilamennsku með U-21 árs landsliði Íslands. Hann fór til Hol-
lands í janúar árið 2004 og hefur hægt og rólega verið að
vinna sig upp hjá liði Heerenveen. Eftir að hafa leikið með
unglingaliðum félagsins hefur Arnór verið að spila vel og
skorað mikið með varaliði Heerenveen og því bankað
hressilega á dyrnar hjá aðalliðinu.
„Þetta er búinn að vera frábær tími síðan ég kom
til félagsins og ég hef bætt mig mjög mikið í
fótbolta. Ég æfi nú á fullu með aðalliðinu og
það er mjög lærdómsríkt, og enn fremur
hef ég verið að standa mig vel í leikjum
með varaliðinu og hlýt að fá tækifæri með aðalliðinu
fljótlega,“ sagði Arnór. Heerenveen er sem stendur í
fjórða sæti hollensku deildarinnar á eftir stórlið-
unum Ajax, Feyenoord og PSV. Með liðinu leika
menn á borð við markahrókinn Afonso Alves
sem skoraði 35 mörk í 31 leik í hollensku
deildinni í fyrra.
„Það er frábært að æfa með Alves og maður lærir alveg helling
af því að fylgjast með honum í leikjum og á æfingum,“ sagði
Arnór og kvaðst kunna vel við sig í Hollandi.
„Heerenveen kom mér í hollenskukennslu þrisvar sinnum
í viku um leið og ég kom út og ég hef búið vel að
því síðan þá og er orðinn altalandi á hol-
lensku. Ég kann líka vel við mig í heimabæ
liðsins, sem er rólegur og notalegur 40 þús-
und manna bær. Þegar ég kom fyrst út var Ari
Freyr Skúlason hjá liðinu og eftir að hann fór kom svo
Björn Jónsson, sem er Skagamaður eins og ég, og það er mjög
fínt að hafa annan Íslending hjá liðinu,“ sagði Arnór. Hann kvaðst
einnig jafnan hlakka mikið til þess að hitta félaga sína í U-21 árs
landsliði Íslendinga.
„Það er mikill heiður að fá tækifæri til að spila fyrir land sitt og
það er líka mjög góður andi í U-21 árs liðinu og það sýnir sig líka
inni á vellinum. Það er mjög jákvætt og ég fagna því að nýráðinn
landsliðsþjálfari sé óhræddur við að gefa ungum leikmönnum eins
og Theódóri Elmari, Eggerti og Bjarna Þór tækifæri með aðalliðinu.“
ARNÓR SMÁRASON, HEERENVEEN: HEFUR LEIKIÐ AFAR VEL MEÐ U-21 ÁRS LANDSLIÐI ÍSLANDS UNDANFARIÐ
Fæ vonandi tækifæri með aðalliði Heerenveen
> Ekki framlengt við Ingram
Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur ákveðið að fram-
lengja ekki samninginn við hinn íturvaxna og vinsæla leik-
mann, Maurice Ingram. Bandaríkjamaðurinn kom hingað
til lands á dögunum í frekar döpru líkamlegu ástandi en
stefnt var á að koma honum í form fyrir nýja árið. Þá átti
hann einnig við einhver meiðsl að stríða. Þá
hefur Marcin Konarzewski óskað eftir því að
vera leystur undan samningi hjá Tindastól
en hann lék ágætlega fyrir félagið í vetur.
FÓTBOLTI Albert Sævarsson, 34 ára
markvörður, sem lék alla leiki
með liði Njarðvíkur í fyrstu
deildinni síðasta sumar, hefur
ákveðið að færa sig um set og
leika með ÍBV næsta sumar, en
þetta kom fram á heimasíðu ÍBV
liðsins í gær. Albert gerði áður
garðinn frægan með Grindavík
og B68 í Færeyjum.
Á heimasíðu ÍBV kemur einnig
fram að hinn efnilegi Andri
Ólafsson, sem lék 16 leiki með
ÍBV síðasta sumar, hafi ákveðið
að framlengja samning sinn við
félagið og spilar hann því að öllu
óbreyttu með liðinu til ársins
2010. Ljóst er að Eyjamenn eru
stórhuga fyrir átökin í fyrstu
deildinni næsta sumar og nýtt
knattspyrnuráð félagsins strax
farið að láta til sín taka. - óþ
Fyrsta deildin í fótbolta:
ÍBV styrkir sig
fyrir átökin
EYJAMAÐUR Markvörðurinn Albert
Sævarsson hefur ákveðið að ganga til
liðs við Eyjamenn og hjálpa þeim í bar-
áttunni í fyrstu deild næsta sumar.