Fréttablaðið - 23.11.2007, Side 82

Fréttablaðið - 23.11.2007, Side 82
50 23. nóvember 2007 FÖSTUDAGUR FÓTBOLTI Eggert Gunnþór Jónsson, 19 ára leikmaður Hearts í skosku deildinni, hefur vakið verðskuld- aða athygli undanfarið fyrir góða spilamennsku og samkvæmt heimasíðu dagblaðsins Edinburgh News ku hann vera undir smásjá fjölda stórra félaga á Englandi og í Evrópu. Fyrsti A-landsleikur Eggerts gegn Danmörku í fyrrakvöld, þar sem hann kom inn á sem vara- maður og spilaði 17 mínútur, á eftir að verða enn frekar til þess að félög fylgist með honum á næstunni, en Eggert er samnings- bundinn Hearts til ársins 2010. „Ef leikmenn þínir spila vel hefur það eðlilega í för með sér að þeir draga að sér athygli annarra liða, hvort sem það er frá Eng- landi eða annars staðar í Evrópu,“ sagði Stephen Frail, aðstoðar- stjóri Hearts, í viðtali við dagblað- ið Edinburgh News í gær og hrós- aði Eggerti mikið. „Hann er mjög ungur og hefur ekki spilað mikið, en hefur staðið upp úr í hvert skipti sem hann er í liðinu. Eggert er metnaðarfullur og einbeittur en á sama tíma mjög afslappaður ungur drengur. Ég vona innilega að hann nái að upp- fylla drauma sína sem atvinnu- maður í fótbolta hjá Hearts-liðinu, því ég er viss um að framtíðin sé björt hjá honum í boltanum. Ég er jafnframt mjög ánægður fyrir hans hönd að hann hafi spilað sinn fyrsta A-landsleik og hann átti svo sannarlega skilið að fá tæki- færi á þeim vettvangi,“ sagði Frail. Ólafur Garðarsson, umboðs- maður Eggerts, sagði í samtali við skoska blaðið að mörg lið hefðu fylgst með Eggerti undanfarið. „Ég get staðfest að mörg lið hafa fylgst grannt með Eggerti undanfarið spila í skosku úrvals- deildinni. Þetta eru stór lið frá Skandinavíu og meginlandi Evr- ópu ásamt nokkrum enskum liðum,“ sagði Ólafur en ítrekaði að Eggert væri sáttur hjá Hearts. „Eggerti líður mjög vel í Skot- landi og er ánægður með að fá að spila jafn mikið með aðalliði Hearts og raun ber vitni. Það er löng leið á milli þess að skoða leik- mann og bjóða í leikmann,“ sagði Ólafur. - óþ Eggert Gunnþór Jónsson er undir smásjá fjölda liða samkvæmt Edinburgh News: Eggert Gunnþór vekur athygli EFTIRSÓTTUR Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður Hearts, er eftirsóttur samkvæmt skoska blaðinu Edinburgh News. FRÉTTABLAÐIÐ/SNS GROUP Vi nn in ga r v er ða a fh en di r h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 9 9 kr /s ke yt ið . FRUMSÝND 23. NÓVEMBER Vinningar eru Bíómiðar fyrir tvo, DVD myndir, varningur tengdur myndinni og margt fleira! SENDU SMS JA DRF Á NÚMERIÐ 1900OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! FÓTBOLTI Frank Lampard, leik- maður Chelsea og enska lands- liðsins, er helsta skotmark Juventus samkvæmt ítalska blaðinu Corriere dello Sport í gær, en Tórínóliðið ætlar að styrkja leikmannahóp sinn til muna eftir tímabilið. Ólíklegt er þó að Lampard komi til Ítalíu strax þegar janúarglugginn opnast samkvæmt heimildar- manni blaðsins, en Juventus mun hafa verið í sambandi við Steve Kutner, umboðsmann Lampard, í tengslum við félagaskipti í júní. Núverandi stjóri Juventus, Claudio Ranieri, keypti einmitt Lampard til Chelsea frá West Ham á ellefu milljónir punda á sínum tíma þegar hann var stjóri Chelsea. - óþ Ítalski fótboltinn: Lampard á leið til Juventus? ENDURFUNDIR? Ranieri leggur mikla áherslu á að fá Lampard til Juventus. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Steve McClaren var í gær rekinn sem þjálfari enska landsliðsins eftir slakt gengi þess undanfarið og að mati Sky Sports- fréttastöðvarinnar er mikilvægt að eftirmaðurinn sé maður með bein í nefinu. Sky Sports birti í því samhengi lista af átta hugsanlegum eftirmönnum og þar eru nefndir; José Mourinho, Alan Shearer, Martin O‘Neill, Arsene Wenger, Guus Hiddink, Luiz Felipe Scolari, Harry Redknapp og Sam Allardyce. Mourinho og Allardyce komu fram í fjölmiðlum í gær og sögðust ekki hafa áhuga á starfinu. - óþ Enska landsliðið þjálfaralaust: Ekki starf fyrir hvern sem er HANDBOLTI Valur tapaði 24-31 fyrir ungverska liðinu MKB Veszprém í lokaleik sínum í F-riðli Meistara- deildar Evrópu í handbolta í Voda- fone-höllinni að Hlíðarenda í gær- kvöldi. Jafnræði var með liðunum framan af leik og staðan var jöfn 5-5 þegar rúmar tíu mínútur voru liðnar af leiknum. Þá tók við slakur kafli hjá heimamönnum og gest- irnir skoruðu þrjú mörk í röð og breyttu stöðunni í 5-8. Valsmenn skoruðu hins vegar næstu tvö mörk eftir það og Íslandsmeistararnir héldu vel í við ungversku meistarana. MKB Veszprém náði mest fjögurra marka forystu þegar vel var liðið á fyrri hálfleik, 8-12, en Valsmenn náðu með mikilli baráttu að vinna sig aftur inn í leikinn og jöfnuðu leikinn 13-13. Valsmenn komust svo yfir 14-13 í lok fyrri hálfleiks, áður en gestirnir jöfnuðu úr víta- kasti á lokasekúndum hálfleiks- ins, 14-14, og þar við sat þegar fyrri hálfleikur var flautaður af. Sannarlega frábær frammistaða hjá Valsmönnum í fyrri hálfleik og ánægjulegt að sjá hve margir leikmenn lögðu hönd á plóginn, þar sem alls tíu leikmenn Vals skoruðu mörkin fjórtán. Ólafur Haukur Gíslason, markvörður Vals, var einnig í fínu formi og varði 10 skot í fyrri hálfleik. Veszprém byrjaði seinni hálf- leik betur og skoraði fyrstu tvö mörkin og það reyndist Val erfitt eftir góðar lokamínútur í fyrri hálfleik. Ungverjarnir héldu áfram að auka forskot sitt og þegar rúmur stundarfjórðungur var liðinn af seinni hálfleik var staðan orðin 19-25 fyrir gestina. Þrátt fyrir vonlitla stöðu gáfust Valsmenn aftur á móti aldrei upp og spiluðu á köflum stórfínan handbolta gegn virkilega sterkum mótherja. Lokatölur í leiknum urðu 24-31 fyrir MKB Veszprém og Óskar Bjarni Óskarsson, þjálf- ari Vals, var ágætlega sáttur með strákana sína í leikslok, sérstak- lega í fyrri hálfleik. „Þetta var stórkostlegur fyrri hálfleikur hjá okkur og við vorum að standa vel í vörninni á móti þeim og kerfin að virka fínt hjá okkur sóknarlega. En ég hefði viljað sjá seinni hálfleik þróast öðruvísi og fyrstu tíu mínúturnar voru mjög slakar hjá okkur. Ég vissi að ungverska liðið hafði oft verið að lenda í erfiðleikum á síð- ustu tíu mínútunum í leikjum sínum í Meistaradeildinni til þessa og því var frekar svekkjandi að vera svona langt á eftir þeim. Ég er ósáttur með hvað við létum markvörð þeirra verja mikið frá okkur, en að sama skapi sáttur með hvað við vorum að rúlla á mörgum leikmönnum og allir útileikmenn okkar nema einn voru á meðal markaskorara. Mér fannst dómararnir oft á tíðum í seinni hálfleik koma með hendina upp of snemma, en það er svo sem ekkert við því að segja,“ sagði Óskar Bjarni og kvaðst ánægður í heildina litið með reynsluna af Meistaradeildinni. „Þetta er búin að vera frábær reynsla fyrir ungt lið eins og okkur og stundum var þetta kannski eins og að keppa í júdóflokki upp fyrir sig, en strákarnir voru samt alltaf að reyna og eiga hrós skilið. Ég er virkilega stoltur af fyrri hálfleikn- um í kvöld og vonandi náum við að læra af reynslunni,“ sagði Óskar Bjarni. omar@frettabladid.is Ungverjarnir of sterkir fyrir Val Valur tapaði 24-31 gegn ungverska liðinu MKB Veszprém í lokaleik sínm í Meistaradeild Evrópu í hand- bolta. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, hrósaði strákunum sínum fyrir góða baráttu í keppninni. HINGAÐ OG EKKI LENGRA Valsmaðurinn Sigfús Páll Sigurðsson fær hér harðar mót- tökur frá ungverskum varnarmönnum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Valur-MKB Veszprém 24-31 Mörk Vals (skot): Baldvin Þorsteinsson 6/1 (9/1), Kristján Karlsson 4 (6), Ernir Hrafn Arnarson 3 (6), Elvar Friðriksson 3/1 (6/2), Sigfús Páll Sigfússon 2 (5), Ægir Jónsson 1 (1), Gunnar Harðarson 1 (2), Ingvar Árnason 1 (2), Hjalti Pálmason 1 (3), Fannar Friðgeirsson 1 (3). Varin skot: Ólafur Haukur Gíslason 15/1 (40/2) 38%, Pálmar Pétursson 3 (9/2) 33%. Hraðaupphlaup: 5 (Baldvin 5). Fiskuð víti: 5 (Ernir 2, Ingvar, Baldvin, Ægir). Utan vallar: 4 mínútur. Mörk MKB Vesprém: Zarko Sesum 9, Marko Vujin 6, Gyula Gal 4, Peter Gulyas 3, Zarko Markovic 3, Ferenc Ilyés 2, Carlos Perez 2, Gergo Ivancsik 1, Tamas Ivancik 1. Varin skot: Dejan Peric 17/2. Hraðaupphlaup: 5 Fiskuð víti: 4 Utan vallar: 4 mínútur. ÚRSLITIN Í GÆR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.