Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.11.2007, Qupperneq 88

Fréttablaðið - 23.11.2007, Qupperneq 88
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Þórgunnar Oddsdóttur Stundum þarf að benda fólki á augljósar staðreyndir. Það var líklega það sem vakti fyrir Stein- unni Valdísi Óskarsdóttur alþingis- konu þegar hún lagði fram þings- ályktunartillögu í vikunni um að tekið yrði upp nýtt heiti á embætti ráðherra. Heiti sem bæði kynin geta borið. ÞÓTT konur hafi gegnt embætti ráðherra um áratuga skeið liggur í augum uppi (í það minnsta þegar búið er að benda manni á það) að konur geta ekki verið ráðherrar. Konur geta verið forstjórar og að sjálfsögðu geta þær verið for- menn og yfirmenn því konur eru jú menn. Konur geta hins vegar ekki verið herrar. Það er bara ósköp einfalt. Þess vegna voru allar fígúrurnar í bókunum um Herramennina karlkyns og þess vegna voru engar stúlkur í hópi appelsínugulu einstaklinganna sem kepptu um titilinn Herra Ísland á miðvikudagskvöld. Í fyrstu þótti mér þetta hálfgerður tittlingaskítur hjá Steinunni enda hljóta brýnni mál að bíða afgreiðslu í þinginu. Svo fór ég að hugsa og sá hverslags gargandi snilld þetta er. Hugmyndin hefði bara þurft að koma fram viku fyrr. Þá hefði þjóðin getað sameinast í sam- keppni um nýtt starfsheiti á degi íslenskrar tungu. Það hefði nú aldeilis verið í anda Jónasar sveit- unga míns. ÉG efast stórlega um að tillagan nái fram að ganga. Íslendingar eru nefnilega óttalegir leiðinda- púkar. Við erum eins og fúli gaur- inn í partíinu sem nennir ekki að fara í samkvæmisleikina með öllum hinum af því að hann er of töff til að vera með. Sömu leið- indaskjóðurnar og býsnuðust yfir látunum á degi íslenskrar tungu með þeim rökum að tungumál eigi að fá að þróast og málvernd sé hallærisleg vilja nú standa vörð um starfsheitið ráðherra og hafa gleymt öllum sínum þróunarkenn- ingum. ÞAÐ er kannski ekkert þjóðþrifa- mál að gera ráðherratitilinn kyn- lausan en það væri samt stór- skemmtilegt. Möguleikarnir eru óþrjótandi. Það mætti jafnvel búa til sjónvarpsþætti í kringum þetta þjóðarátak þar sem fólk skiptist í lið með nýyrðin og keppist við að senda SMS til að kjósa sína tillögu áfram. Seinna mætti taka fleiri embætti fyrir og gera það að árvissum viðburði að búa til nýyrði í stað úreltra starfsheita. Svo lengi sem menn láta ljósmóðurheitið í friði. Sumar perlur íslenskrar tungu eru hafnar yfir alla kynja- pólitík. Herraþjóðin Í dag er föstudagurinn 23. nóvember, 327. dagur ársins. 10.20 13.14 16.07 10.24 12.59 15.33 D Y N A M O R E Y K JA V ÍK KEMUR ÚT Á MORGUN! Leggur spilin á borðið! Dramatískt lífshlaup Guðna Ágústssonar; skemmtilegar sögur, hatrömm átök að tjaldabaki. Einn vinsælasti stjórnmálamaður þjóðarinnar segir söguna eins og hún horfir við honum. Sigmundur Ernir Rúnarsson ræðir við Guðna en styðst líka við fjölmargar heimildir sem ekki hefur verið vitnað til áður. Guðni og Sigmundur Ernir kynna bókina í Bókabúð Máls og menningar Laugavegi 18, í dag kl. 17. Allir velkomnir – Léttar veitingar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.