Fréttablaðið - 09.12.2007, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 09.12.2007, Blaðsíða 17
SUNNUDAGUR 9. desember 2007 17 FÓTBOLTI Ásthildur segir það hafa verið erfitt að horfa upp á íslenska liðið tapa fyrir Slóveníu, neðsta liðinu í riðlinum, í fyrsta leiknum án hennar. „Þetta er ekkert búið þrátt fyrir þetta tap. Það eru ennþá möguleikar á því að vinna riðilinn og annað sætið gefur umspil. Þetta er því allt opið ennþá. Það væri gaman ef maður gæti hjálpað liðinu á einhvern hátt en ég kem til með að fylgjast vel með þeim og styðja við bakið á þeim á allan mögulegan hátt. Það er engin eftirsjá að hætta núna þó að ég hefði vissulega viljað klára þessa undankeppni.“ - óój Ísland í undankeppni EM: Þær geta ennþá unnið riðilinn STYÐUR VIÐ STELPURNAR Ásthildur Helgadóttir fagnar hér með íslenska landsliðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. FÓTBOLTI Meiðslin sem sjá til þess að Ásthildur Helgadóttir leggur skóna á hilluna hljóma kannski ekki svo illa en það varð líklega dýrkeypt að hún spilaði átta leiki á ónýtum liðþófa. Sumarið var Ásthildi því erfitt. „Miðað við hvernig sumarið er búið að vera þar sem ég átti í erf- iðleikum með að ganga þá verður þessi ákvörðun mikið auðveldari. Mér var svo illt að ég gat varla hlaupið en var samt að reyna að spila. Gat varla gengið á milli leikja, æfði ekkert og spilaði bara leikina. Þá er þetta ekkert jafnga- man,“ segir Ásthildur sem vann sig út úr krossbandaslitum árið 2004. „Krossbandaslit eru vissulega mjög alvarleg meiðsl en á vissan hátt hafa þessi meiðsli verið erfið- ari fyrir mig. Þegar ég sleit kross- band þá fékk ég reyndar blóðtappa og þurfti að bíða í þrjá mánuði eftir aðgerðinni. Svo fór ég í aðgerðina og þurfti að bíða í sex mánuði. Ég vissi bara að þannig væri líf mitt. Ég tók endurhæfing- unni bara eins og hverju öðru verkefni. Þessum meiðslum núna fylgir svo mikil óvissa og ég fékk engin tímamörk. Eftir að ég fór í aðgerðina þá var mér sagt að ég ætti að ná mér á sex til átta vikum. Ég var þá dugleg í endurhæf- ingunni en þegar ég ætlaði að fara að skokka eftir sex vikur þá gekk það ekki. Ég beið í eina viku og svo aftur í eina viku en það breyttist ekkert og þetta varð allt leiðinda- óvissa og alltaf sömu vonbrigðin,“ segir Ásthildur. - óój Ásthildur um liðþófameiðslin sem þvinga hana til þess að hætta í fótbolta: Erfiðara en að slíta krossbönd FERILL ÁSTHILDAR 1991 Breiðablik (ÍM) 13 leikir / 0 mörk 1992 Breiðablik (ÍM) 14 leikir / 7 mörk 1993 KR (ÍM) 12 leikir / 5 mörk 1994 KR 13 leikir / 19 mörk 1995 Breiðablik (ÍM) 14 leik. / 9 mörk 1996 Breiðablik (ÍM) 13 leik. / 17 mö. 1997 Breiðablik 8 leikir / 6 mörk 1998 KR (ÍM) 10 leikir / 10 mörk 1999 KR (ÍM) 10 leikir / 6 mörk 2000 KR 14 leikir / 18 mörk 2001 ÍBV 5 leikir / 2 mörk 2002 KR (ÍM) 14 leikir / 20 mörk 2003 KR (ÍM) 12 leikir / 16 mörk 2003 Malmö 3 leikir / 2 mörk 2004 Malmö Meidd (Krossbönd) 2005 Malmö 22 leikir / 17 mörk 2006 Malmö 21 leikir / 19 mörk 2007 Malmö (LdB) 11 leikir / 8 mörk Titlar og viðurkenningar Íslandsmeistari 9 sinnum Bikarmeistari 4 sinnum Besti leikmaður 3 sinnum Markahæst 2 sinnum ÞRISVAR KNATTSPYRNUKONA ÁRSINS Ásthildur með Eiði Smára Guðjohnsen. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 135 MÖRK Í ÍSLENSKU DEILDINNI Ást- hildur skoraði 135 mörk í 152 deildar- leikjum á Íslandi með Breiðablik, KR og ÍBV. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR LEIÐTOGI Ásthildur Helgadóttir var fyrir- liði íslenska landsliðsins í 34 leikjum. FRÉTTABLAÐIÐ/E. ÓL. 46 MÖRK Í 57 LEIKJUM Ásthildur skorar hér eitt af mörgum mörkum sínum fyrir sænska liðið Malmö. FRÉTTABLAÐIÐ/URZSULA ALDREI Á BEKKNUM Ásthildur hitar upp fyrir einn af 69 landsleikjum sínum. Hún byrjaði inni á í þeim öllum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGURÐUR JÖKULL JÓLAPAKKAR ICELANDAIR JÓLAGJÖF SEM FLÝGUR ÚT Sölutímabil er til 24. des. 2007 kl. 18:00. Bókunartímabil er til og með 25. jan. 2008. Ferðatímabil er frá 12. janúar til og með 31. maí 2008. Til Bergen, Gautaborgar, Halifax og Toronto er ferðatímabilið til og með 15. júní 2008. Jólapakkatilboð gildir til allra áfangastaða sem Icelandair flýgur til í beinu áætlunarflugi frá Íslandi. Undantekningar eru: Orlando, Salzburg, München, Madrid, Mílanó og Barcelona. Lágmarksdvöl er aðfaranótt sunnudags. Takmarkað sætaframboð. Sjá nánari skilmála á www.icelandair.is. Þessar ferðir gefa 500 til 12.800 Vildarpunkta. Jólapakkarnir fást líka á söluskrifstofum Icelandair og í Fjarsölu í síma 50 50 100 gegn þjónustugjaldi. Safnaðu Vildarpunktum Evrópa 26.900 kr.* Bandaríkin 36.900 kr.* Saga Class Evrópa 52.900 kr.* Saga Class Bandaríkin 62.900 kr.* Einungis fyrir handhafa Vildarkorta VISA og Icelandair. Evrópa 32.900 punktar** Bandaríkin 47.900 punktar** 20% barnaafsláttur gildir í almennu farrými. + Pantaðu jólapakkann á www.icelandair.is **Greiða verður flugvallarskatta (Evrópa 8.205 kr., USA 13.065 kr.) *Skattar eru innifaldir í verði. ÍS L E N S K A /S IA .I S /I C E 4 02 05 1 2/ 07
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.