Fréttablaðið - 09.12.2007, Side 90

Fréttablaðið - 09.12.2007, Side 90
MENNING 52 Af þessum framkvæmdum er Tónlistar- og ráð- stefnuhús stærst, 28.000 fermetrar, byggt og rekið af sérstöku fyrirtæki með fjármagn sem ríki og borg leggja til vandlega skilgreint í samn- ingum við aðila. Erfitt er að greina milli tónlist- araðstöðu og ráðstefnureksturs en reyndir menn skjóta á að þriðjungur þessa mannvirkis fari undir ráðstefnur, tveir þriðju verði undir tónlist. Húsið kemst í notkun í árslok 2009. Áætlað var 2005 að húsið kostaði 12,5 millj- arða. Verðbólga hækkar það verð fyrir höllina, en erfitt er að fá fasta tölu í þeim fjármagns- flaumi sem rennur nú í Tónlistarhúsið. Mann- virkið er enda miklu stærri framkvæmd en menn grunar ef litið er á teikningar: stórt hótel rís við rætur Arnarhóls og nýjar aðalstöðvar Landsbankans, auk annarra bygginga. Á þessu stigi er ógreiningur að sjá hver kostn- aður verður vegna uppbyggingar í fjörunni við Arnarhól og ef marka má fréttir hugsa menn nú Geirsgötu í stokk. Sá Geir bjó til orðið peninga- lykt yfir grútarbræluna úr fjörunni ætti að vera sæll. Í fjöru Reykjavíkur renna tugir milljarða næstu misserin. Tónlistarhús endar í yfir 13 milljörðum ef vel tekst til. Nýju félagsheimilin Ríkisstjórn ákvað í ársbyrjun 1999 að endur- skoða lög um félagsheimili frá 1970: „Rannsókn- ir á þróun byggðar og búsetu í landinu leiða í ljós, að aðstaða til menningarstarfsemi og þrótt- mikið starf í menningu og listum ræður miklu um afstöðu fólks til þess, hvar það kýs að búa,“ sagði í tilkynningu. Í febrúar 2003 voru settar 1.000 milljónir til byggingar menningarhúsa í samvinnu við sveitarfélög. Síðan er mikið vatn runnið til sjávar: Á Ísafirði er framkvæmdum að mestu lokið, á Akureyri er stór bygging að rísa úr jörð, á Egilsstöðum huga menn að þarfagrein- ingu fyrir slíkt hús. Sunnanlands og á Reykja- nesi eru menn teknir að hugsa sér til hreyfings. Ísafjörður Ísfirðingar fóru snemma af stað: 2003 gera þeir samning við ráðuneytið og þá var áætlað í menn- ingarhús 418 milljónum. Í stað þess að reisa nýtt hús var ákveðið að endurbyggja og endurnýja þrjú hús: Edinborgarhúsið, gamla sjúkrahúsið og tónlistarskólahúsið. Við þá upphæð hafa bæst aukafjárveitingar auk framlags félagasamtaka. Er ekki óvarlegt að 5-600 milljónir liggi í fram- kvæmdinni. Og nú ætla Bolvíkingar að byggja. Akureyri Menningarhúsið á Akureyri er í byggingu. Í samræmi við samkomulag ráðuneytis og bæjar- stjórnar var skipuð verkefnisstjórn, til að gera tillögu um starfsemi í fyrirhuguðu menning- arhúsi, rýmisáætlun og tímaáætlun um framkvæmdina. Einn- ig skyldi gera kostnaðar áætlun og miða við að heildar- kostnaður yrði ekki meiri en 1.200 m.kr. Á síðari stigum var fyr- irhuguð nýting endur- skoðuð og skyldi húsið vera með sal til leiksýninga og tónlistarhalds, en jafnfram hýsa tónlistarskóla. Nú er kostnaður við uppbygginguna uppreikn- aður í 2,4-2,5 milljörðum og framreiknað má áætla að það kosti 3 milljarða. Það er 7.413 fer- metrar og verður vígt um sumarmál 2008. Með húsinu verður gerbreyting á samkomuhaldi á Akureyri sem til þessa hefur verið bundið við gamalt samkomuhús, kirkjur, íþróttahús og sali til annarrar notkunar. Hérað og suður um Austur á landi hafa verið miklar framkvæmdir og þar kusu menn að dreifa fjármagni til styrkt- ar menningarbyggingum á nokkra staði. Í vik- unni kom saman stýrihópur vegna menningar og stjórnsýsluhúss sem þar er í undirbúningi og er efst á dagskrá að gera þarfagreiningu fyrir bygginguna undir stjórnsýslu fyrir Hérað og aðstöðu með sviði og áhorfendasal. Ekki liggur því fyrir hversu miklu fé verður eytt í nýjar byggingar til menningarstarfsemi á Egilsstöð- um, en áætla má að húsið kosti milli 2-500 millj- ónir. Á Suðurlandi eru menn enn að deila um hvar beri að reisa menningarhús. Vestmannaeyjar hafa heimtað það en Árborgarmönnum er það ekki laust í hendi. Þá hefur heyrst að Reykja- nesbær vilji fá sinn hlut réttan. Á þessum stöð- um er líkleg niðurstaða fyrr en seinna. Dalvík Sparisjóður Dalvíkur afréð fyrr á þessu ári að kosta byggingu á nýju menningarhúsi þar á staðnum. Var sú ákvörðun tekin vegna góðrar rekstrarniðurstöðu ársins á undan. Húsið mun hýsa skjala- og bókasafn en jafnframt er þar salur til tónlistarflutnings sem tekur 200 gesti. Framkvæmdir hófust síðsumars og er fyrirhug- að að taka húsið í notkun um mitt ár 2009. Í upp- hafi var áætlað að húsið kostaði fullbúið 200 milljónir en Friðrik Friðriksson hjá Sparisjóði Svarfdæla segist vera þess viðbúinn að húsið kosti meira: „Við tökum á því þegar þar að kemur.“ Þá verður húsið afhent sveitarfélaginu til reksturs. Tiltæki þeirra sparisjóðsmanna er einstakt í uppbyggingu menningahúsa hér á landi sem flest eru reist fyrir sameiginlegt fé. Er ekki hægt að finna neitt dæmi í því mikla uppbyggingarstarfi sem nú á sér stað um allt land. Kópavogur Óperuhús í Kópavogi kynnti Gunnar Birgisson sumarið 2005 og kom öllum á óvart. Nú er málið komið á rekspöl: Þremur arkitektastofum er boðið að keppa um hönnun óperuhúss í Kópavogi og gert skylt að eiga samstarf við reynda erlenda hönnuði. Salur skal taka 800 gesti í bogadregn- um sal með tvennum svölum og hafa hefðbundna óperusalslögun, skeifu eða átthyrningsform, vera að breidd 24 m. Gert er ráð fyrir sviðsturni yfir aðalsviði með fullbúnu lyftikerfi 20 m frá sviðsgólfi og 7 metra hæð á sviðsopi. Gert er ráð fyrir 90 fermetra hljómsveitargryfju. Á þessu stigi er erfitt að átta sig á hvað húsið mun kosta. Raunar er óskynsamlegt að slá á slíka tölu meðan unnin er hugmyndavinna en víst er að húsið kostar nokkra milljarða, ekki minna en tvo, vonandi ekki meira en fimm. Menntamálaráðherra lítur með velþóknun til hugmynda þeirra í Kópavoginum. Íslenska óper- an er fús til samstarfs enda vonlaus aðstaðan sem er í Gamla bíói við Ingólfsstræti. Viðhald Við þessar nýbyggingar bætist viðhald eldri húsa. Reykjavíkurborg hefur af reynslu lagt til fjármagn ár hvert til endurbóta og viðhalds á Borgarleikhúsinu. Er áætlað að viðhald kosti í ár 37 milljónir og fari á næsta ári í 48 milljónir. Þess utan hafa um 10 milljónir farið árlega í að klára einstaka hluta hússins. Fyrsta kynslóð samkomuhúsa reis um alda- mótin 1900 og eru sum ennþá í notkun: Iðnó og samkomuhúsið á Akureyri. Önnur kynslóðin reis fyrir og eftir stríð, fyrst á þéttbýlisstöðum og síðar í sveitum. Húsin sem nú rísa eiga að duga einhverja áratugi. Það er síðan pólitísk stefna hverju sinni, sveitarstjórna og fjárveitinga- valdsins að halda úti starfsemi, fastri og lausri, í öllum þessum byggingum. Ekki er víst að fjár- veitingavaldið verði jafn glatt að leggja út fé þegar kemur að því að fylla húsin lífi. Því hús án starfsemi eru dauð, og það kostar líka að halda úti menningarstarfi. MENNINGIN ER STEYPA, STÁL OG GLER Hugsýn um Tónlistarhúsið í Reykjavík sem mun gerbylta Kvosinni í Reykjavík og kallast skemmtilega á við samkomuhúsið við Tjörnina sem átti 1897 að duga Reykvíkingum í 100 ár. Menningarhús á Dalvík sem Sparisjóður Svarfdæla kostar. Einu dæmin um einkaframkvæmdir í þessum geira eru á Dalvík og í Reykjavík þar sem Portus reisir að hluta fyrir sinn kostnað Tónlistarhúsið. Menningarhúsið á Akureyri skorið í tvennt. Þar verður tónlistarskólinn til húsa og salur með sviði. Það mun kosta um þrjá milljarða fullbúið. Ef marka má þá tölu verða menningarhús á Egilsstöð- um, Suðurlandi og í Reykjanesbæ ekki undir þremur milljörðum stykkið þegar og ef þau rísa.. Fjárfestingar í nýjum byggingum til menning- arstarfsemi eru miklar í íslensku samfélagi þessi misserin. Skammt er síðan kynnt var hugmynd um byggingu óperu í Kópavogi, tónlistarhús rís upp úr landfylling- um undan Arnarhóli og áfram heldur áætlun sem Björn Bjarnason hratt fram í sinni tíð í mennta- málaráðuneyti. Ætla má að yfi r 20 milljarðar fari í nýja kynslóð húsa á næstu árum. MENNING PÁLL BALDVIN BALDVINSSON 20 Þjóðmenningarhúsið – The Culture House National Centre for Cultural Heritage Hverfi sgötu 15, 101 Reykjavik Sími 545 1400, www.thjodmenning.is Sýningar - leiðsögn - veitingar - verslun Opið daglega kl. 11.00 – 17.00 Leiðsögn á íslensku um handritasýninguna í hádeginu kl. 12.10 á fi mmtudögum. Leiðsögn á ensku um handritasýninguna kl. 15.30 á mánudögum og föstudögum. Í versluninni á aðventu: Jólakort Þjóðmenningarhússins, bækur, tónlist, kerti og spil, Kærleikskúlan 2007. Myndlistarsýning Erlu Þórarinsdóttur – Sameign. Opinber rými. SÝNINGAR Á ÖLLUM HÆÐUM Handan um höf – Helgi Hálfdanarson Handritin – saga handrita og hlutverk um aldir Ferðalok – Jónas Hallgrímson 1807–1845 Surtsey – jörð úr ægi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.