Fréttablaðið - 09.12.2007, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 09.12.2007, Blaðsíða 22
22 9. desember 2007 SUNNUDAGUR Solis-safapressa Hvað? Safapressur slógu í gegn hjá Íslendingum um síðustu jól og miðað við eftirspurnina í dag virðist sem heilsuvakningu Íslendinga sé hvergi nærri lokið. Margir hefja líkamsræktarátak strax á nýju ári og þá er betra að hafa mataræðið í lagi. Solis-safapressurnar hjálpa óumdeilan- lega við það með því að búa til bragð- góða og safaríka drykki úr gulrótunum, eplunum, vínberjunum og eiginlega öllu því sem hægt er að láta sér detta í hug. Hvar? Bræðurnir Ormsson Fyrir hvern? Konur og karla á öllum aldri ? sem vilja hafa línurnar í lagi. Verð: Frá 16.737 kr. Senseo-kaffivél Hvað? Kaffivitund Íslendinga tekur sífelldum breytingum, kröfurnar um gott og ekki síður fjölbreytt gæðakaffi eru orðnar meiri og er óhætt að fullyrða að gamla, góða uppáhellingarvélin sé smátt og smátt að verða úrelt. Senseo-kaffivélarnar eru góð lausn fyrir þá sem huga að endurnýjun í þessum efnum því þær bjóða upp á kaffi af mörgum gerðum, t.d. cappuchino og latte. Hvar? Heimilistæki Fyrir hvern? Alla þá sem kunna að meta gott og gæðamikið kaffi. Verð: Frá 8.995 kr. iPod Touch Hvað? Fyrir þá sem eru haldnir tækjadellu á einhverju stigi, þá er iPod Touch einfaldlega málið í dag. Græjan er í raun eins og iPod í grunninn, en býður þó upp á ótal fleiri möguleika. iPod Touch er hin fullkomna lófatölva sem sameinar allt í senn; netið, tónlist, gagnaflutning, dagbók, myndbönd og margt fleira. Svo má ekki gleyma að gripurinn er einfald- lega töff! Hvar? Apple-búðin Fyrir hvern? Alla þá sem vilja eiga nýjustu og nútímalegustu græjuna á markaðnum í dag. Verð: Frá 42.900 kr. iPod-vagga Hvað? iPod er hjá mörgum orðinn að jafn nauðsynlegum fylgihlut hins daglega lífs eins og veski, sími og lyklar. iPod-inn hefur hins vegar ekki fengið jafn mikið vægi og halda mætti á heimilum fólks. Einhver breyting virðist þó vera þar á því vöggurnar, sem eru til í öllum stærðum og gerðum, hafa rokselst það sem af er mánuði. Virkni þeirra getur ekki verið mikið einfaldari; iPod-inum er einfaldlega stungið í græjuna og allt er tilbúið. Hljómburðurinn leynir á sér, auk þess sem um er að ræða litla og netta hátalara sem auðvelt er að taka með sér í sumarbústaðinn. Hvar? Apple-búðin. Fyrir hvern? Alla þá sem eiga iPod og leyfa öðrum að heyra tónlistina sína. Verð: Frá 12.900 kr. Stjörnusjónauki Hvað? Áhugi Íslendinga á gígjum og fjöllum tunglsins, stórum kúluþyrpingum, björtum og fallegum tvístyrnum, stjörnu- þokum og jafnvel fjarlægum vetrarbrautum virðist vera að aukast mikið miðað við sölutölur á stjörnusjónaukum síðustu vikur. Sjónaukarnir njóta einna mestra vinsælda meðal barna og unglinga, sem vilja ólm hafa einn slíkan við herbergisgluggann til að kíkja í fyrir svefninn. Hvar? Ormsson Fyrir hvern? Alla þá sem hafa áhuga á veröldinni sem við lifum í, ekki síst fyrir stráka og stelpur frá 12 ára og upp úr. Verð: Frá 9.900 kr. Hárplokkari Hvað? Ef marka má áhuga kvenna á hárplokkurum fyrir þessi jól virðist sem að stór hluti þeirra sé búinn að fá nóg af því að gera sér ferð á snyrtistofu með reglulegu millibili til að láta vaxa á sér fæturna. Hárplokkararnir rífa hárin upp frá rótum og innihalda sérstakt kælikerfi sem deyfa sársaukann. Þessi græja plokkar óæskileg hár hratt og auðveldlega og skilar mjúkri áferð sem endist í vikur. Með öðrum orðum: Algjör snilld! Hvar? Elko Fyrir hvern? Konur sem eru búnar að fá nóg af því að fara í vax. Verð: Frá 3.495 kr. Nintendo Wii Hvað? Þessi nýjasta afurð Nintendo-leikjatölvuframleiðand- ans býður upp á byltingarkennda möguleika sem gera kröfu um heldur meiri virkni spilanda en áður hefur tíðkast. Tölvan virkar þannig eins og ákveðinn sýndar- veruleiki, þar sem spilendur eru hluti af leiknum. Fjarstýring Wii er búin hreyfiskynjun og með því að beina henni að skjánum, sveifla henni, snúa, hrista, velta eða hvað sem leikurinn biður um, þá færast þær hreyfingar yfir á skjáinn. Hvar? Í öllum betri raftækja- verslunum Fyrir hvern? Börn og unglinga frá 8 ára aldri sem vilja hreyfa sig við að spila tölvuleiki. Einnig er ljóst er að fullorðnir geta vel gleymt sér í þeirri töfraveröld sem Wii býður upp á. Verð: Frá 29.900 kr. Þráðlaust heimabíó Hvað? Í stuttu máli; heimabí- ókerfi með engum snúrum, engum magnara og engum bakhátölurum. Um er að ræða tæki sem samanstendur af fjölda lítilla stafrænna kraftmagnara og hátalara sem stilltir eru eftir stærð rýmis og staðsetningar tækisins. Tækið skynjar alla veggi, endurvarpar hljóði af þeim og gefur þannig þá tálheyrn að hljóðið komi aftan frá. Útkoman er fullkomið heimabíó án allra aukahluta ? sem virkar. Skyldueign fyrir alla þá sem þjást af tækjadellu. Hvar? Hátækni Fyrir hvern? Konur og karla sem eru búnar að fá nóg af snúrum og ótal hátölurum úti um alla stofu. Verð: Frá 79.995 kr. Tækin og tólin ? fyrir þessi jólin Fyrir þá sem haldnir eru tækjadellu á ein- hverju stigi marka jólin upphafið að helstu gósentíð árs hvers. Á jólunum gefst þeim tækifæri til að kynna sér öll nýjustu tólin og tækin, og það sem betra er ? það er hægt að biðja um þau í jólagjöf. Frétta- blaðið fór á stúfana og fékk upplýsingar um þau tæki sem eru vinsælust fyrir þessi jólin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.