Fréttablaðið - 09.12.2007, Blaðsíða 118

Fréttablaðið - 09.12.2007, Blaðsíða 118
50 9. desember 2007 SUNNUDAGUR HVAÐ SEGIR MAMMA? Hvað er að frétta? Allt fínt. Er bara í skólanum og svona. Augnlitur: Blár. Starf: Nemi og leikari. Fjölskylduhagir: Bý með mömmu, pabba og litlu systur. Hvaðan ertu? Hafnarfirði og Vestmannaeyjum. Ertu hjátrúarfullur? Já smá, ég er hræddur við drauga. Uppáhaldssjónvarpsþátturinn: Næturvaktin og Prison Break. Uppáhaldsmatur: Humar. Fallegasti staðurinn: Vestmannaeyjar. iPod eða geislaspilari: Ég á iPod. Hvað er skemmtilegast? Bara að vera með vinum mínum. Hvað er leiðinlegast? Mér finnst allt skemmtilegt. Helsti veikleiki: Hvað ég verð fljótt svangur. Helsti kostur: Ég er skemmtilegur og góður á gítar. Helsta afrek: Að leika í bíómynd. Mestu vonbrigðin: Ég man ekki eftir neinum vonbrigðum. Hver er draumurinn? Að komast til Hollywood. Hver er fyndnastur/ fyndnust? Bjarki frændi minn. Hvað fer mest í taug- arnar á þér? Pirrandi krakkar. Hvað er mikilvægast? Að lifa lífinu. HIN HLIÐIN BERGÞÓR ÞORVALDSSON AÐALLEIKARI Í DUGGHOLUFÓLKINU Draumurinn að komast til Hollywood 08. 04. 1994 „Þetta er allt á mjög skemmtilegu forleiksplani. Svo fer ég heim með sætustu stelpunni á ballinu. Maður er enginn lúði,“ segir Þrá- inn Bertelsson rithöfundur. Fréttablaðið hefur fyrir því áreiðanlegar heimildir að bíó- menn sýni kvikmyndarétti á nýj- ustu bók Þráins – Englum dauð- ans – mikinn áhuga. Einn þeirra er Truenorth í samstarfi við Vesturport. Er hugmyndin að Gísli Örn Garðarsson leggi þar til atlögu við sitt fyrsta leikstjórnar- verkefni í kvikmyndum. Þráni vefst tunga um tönn aðspurður, segist ekki stjórnmálamaður og því lengur að hugsa upp hvernig komist megi hjá því að segja satt. En játaði að fleiri en einn hefðu sýnt því áhuga að kaupa kvik- myndarétt. „Ég er svona að jafna mig á þessu. Er vanur að vera hinum megin við borðið. Óvænt reynsla að þuklað sé á mér. Ég tek því vel og skoða nú hversu mikil alvara er á bak við þessar óskir og reyni að leggja raunhæft mat á getu viðkomandi til að gera það úr bókinni sem hægt er að gera.“ Í tengslum við þá hugmynd að Gísli Örn leikstýri segir Þráinn enga frágangssök þó að byrjandi í kvikmyndagerð komi þar að málum. „Það fer bara eftir því hvort viðkomandi geti sannfært mig um að hann sé nógu brennandi í andanum og hæfileikaríkur til að gera þessu skil.“ Englar dauðans er loka- bindi krimmatrílógíu Þráins sem hófst með Dauðans óvissa tími, þá komu Valkyrjur og svo Englar dauð- ans. Bækurnar eru sagðar lykil- rómanar og þykj- ast ýmsir þekkja þjóðkunnar fyrir- myndir sem persónur í bókunum – jafnvel við vafasama iðju. Bæk- urnar hafa hlotið góðar viðtökur, ekki síst Englar dauðans sem nú syndir skriðsund í jólabókaflóð- inu. Þráinn hlær aðspurður hvort kvikmyndaréttur feli í sér mikla peninga. „Miðað við 25 ára reynslu mína í kvikmyndagerð er fundið fé ekki það fyrsta sem mér dettur í hug þegar íslensk kvikmynd er til umræðu. Ég hef kom- ist því betur af fjárhags- lega sem ég hef haft minna af kvikmyndagerð að segja. Þetta snýst ekki fyrst og fremst um peninga í mínum huga.“ Þráinn, sem hefur leikstýrt fjölda kvikmynda og nægir að nefna Nýtt líf og Magnús, segist alltaf hafa séð þessar þrjár bækur sem upplagðar til að filma. Eiginlega búinn að filma þær í höfði sér. En sér nægi að hafa skrifað bækurnar og hann ætlar ekki að vera afskiptasam- ur um fyrirhugaða kvikmynda- gerð. „Nei, einmitt ekki. Ég var svo heppinn að kynnast því, þegar ég gerði fyrstu myndina mína, Jón Oddur og Jón Bjarni, hvernig góður rithöfundur umgengst verkið sitt komið í hendur ann- arra. Guðrún Helgadóttir skipti sér ekkert af neinum listrænum ákvörðunum heldur studdi mig með ráðum og dáð – óskaði mér og myndinni minni allrar bless- unar.“ jakob@frettabladid.is ÞRÁINN BERTELSSON: ÆTLAR HEIM MEÐ SÆTUSTU STELPUNNI Á BALLINU Þuklað á Þráni með bíórétt ENGINN LÚÐI Bíómenn sýna kvikmyndarétti á Englum dauðans áhuga en Þráinn Bertelsson hefur alltaf séð krimmatrílógíu sína sem ákjósanlega á hvíta tjaldið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SÆTASTA STELPAN? Gísli Örn Garðarsson er einn þeirra sem orðaðir eru við leikstjórn myndar sem byggir á Engl- um dauðans en það yrði frumraun hans á því sviði. Sjónvarpsmaðurinn og hrekkja- lómur Íslands númer eitt, Auðunn Blöndal, hefur haft mikla ánægju af því að fylgjast með uppátækj- um Skagastráksins Vífils Atla- sonar undanfarna daga en viðurkennir að hann hefði líklega aldrei þorað að gera sjálfum forseta Bandaríkj- anna grikk. Eins og kunnugt er náði Vífill með mikilli þrautseigju og elju- semi að panta síma- fund við George Bush í vikunni. Á fimmtudagskvöldið gekk hann enn lengra í hrekkjun- um þegar hann sendi vin sinn í við- tal við fréttastofu Stöðvar 2, sem vissi ekki betur en að hún væri að ræða við Vífil sjálfan. Skömmu síðar birtist þó hinn raunverulegi Vífill í við- tali á RÚV og er því óhætt að segja að hrekk- urinn hafi gengið full- komlega upp. „Þessi maður er snill- ingur. Ég er gríðarlega ánægður með hann,“ segir Auðunn um Vífil og viðurkennir að hann hafi hlegið dátt þegar hann las um tilraun hans við að ná tali af Bush. „Þetta er ótrúlega snið- ugt hjá honum og ég held að mér hefði aldrei dottið neitt þessu líkt í hug. Það er kannski vegna þess að ég hefði aldrei þorað þessu,“ segir Auðunn. Hann útilokar ekki að fá aðstoð frá Vífil í framtíðarhrekkjum sínum. „Það er aldrei að vita nema að ég hringi í hann.“ - vig Auddi hefði ekki þor- að að hringja í Bush AUÐUNN BLÖNDAL Hefði ekki þorað að abbast upp á valda- mesta mann heims. PRAKKARI Vífill Atlason hefur komist í sviðsljósið með einstakri uppátækja- semi Hvað segir mamma? „Védís er mjög næm og við- kvæm að mörgu leyti og það kemur gjarnan fram í túlkun hennar þegar hún syngur. Hún er frábær stelpa og mjög heil- steyptur einstaklingur. Hún er gjörn á að fara eigin leiðir en er þó með báða fætur á jörðinni.“ Bryndís Guðmundsdóttir er móðir Védísar Hervarar Árnadóttur, sem nýlega gaf út sína aðra breiðskífu, A Beautiful Life – Recovery Project. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H Ö RÐ U R Stofnfjárútboð SpBol Sparisjóður Bolungarvíkur býður nú út nýtt stofnfé að nafnverði kr. 500.000.000. Farið er með útboðið skv. reglum um almennt útboð verðbréfa, en stofnfjáreigendur sem skráðir eru við upphaf útboðsins eiga forgangsrétt til áskriftar í samræmi við hlut- fallslega eign sína, sbr. lög um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 og samþykktir sjóðsins. Útboðstímabilið er 6. desember.- 14. desember 2007 og fellur áskrift í eindaga 27. desember 2007. Verð hverrar krónu nafnverðs í útboðinu er kr. 1,03493 og er heildarverðmæti útboðsins því kr. 517.465.000. Heildarnafnverð stofnfjár fyrir hækkunina er kr. 233.196.664 og verður eftir hækkunina kr. 733.196.664, að því gefnu að allt seljist. Umsjónaraðili útboðsins er Sparisjóðurinn í Kefl avík og má nál- gast lýsingu og önnur gögn sem tengjast útboðinu á heimasíðu Sparisjóðs Bolungarvíkur www.spbol.is og í afgreiðslum hans frá og með 6. desember 2007. Sparisjóðsstjórn „Það er ekki verið að setja bann á viðtalið sem slíkt. Ég ákvað að fara í viðtalið og allt í fínu með það en þeir voru að skrumskæla þetta með því að setja inn gamlar óþægilegar upptökur inn í viðtalið, upptökur sem ég er alls ekki stoltur af. Þar sem beinlínis er verið að gera lítið úr mér. Já, mér finnst það,“ segir Geir Ólafsson tónlistarmaður. Lögbanns hefur verið krafist að ósk Geirs og útgefanda hans, Ótt- ars Felix Haukssonar, á sjónvarps- viðtal sem Erpur Eyvindarson tók við Geir. Viðtalið birtist á nýrri sjónvarpsstöð, Þristinum, þar sem Erpur er í hlutverki sjónvarps- stjóra og dagskrárgerðarmanns. Sjónvarpsstöðin er send út á rás 12 á Digital Ísland. Hafa menn orðið við þessari kröfu meðan lagastaða er skoðuð. Geir er að senda frá sér nýja plötu um þessar mundir sem ber heitið „Þetta er lífið“ en í við- talinu beinir Erpur einkum sjónum að því sem Geir kallar bernskubrek – vill ræða þriggja ára gamalt atriði úr sjónvarpsþættinum Kallarnir sem voru á Sirkus og Egill „Gilzen- egger“ Einarsson stjórnaði. Þar bregður Geir á leik og þykist kenna mönnum hvernig umgangast eigi konur og er með gúmmídúkku sem kennslugagn. „Það hljóta allir að sjá að þetta er ekki við hæfi í dag. Þetta eru bernskubrek og mér finnst erfitt og óþægilegt að sjá þetta sett í slíkt samhengi – án alls sam- ráðs við mig og útgef- anda minn Óttar,“ segir Geir. Erpur segir óskiljan- legt hvers vegna Geir vill fá viðtalið bannað. Segir það frábært og skemmtilegt hvernig Geir blæs á kjaftasög- urnar. „Hann gerir hreint fyrir sínum dyrum og stendur uppi eftir sem heilsteyptari og betri maður. Gerir allt rétt.“ Erpur bætir því við að þetta séu hefð- bundin vinnubrögð í sjónvarpi að klippa inn efni sem ber á góma – sé slíku efni til að dreifa. „Ef menn eru að juða á gúmmítuðru og það rætt sérstaklega ber að sýna umrætt atriði.“ - jbg Lögbann á viðtal við Geir Ólafs GEIR ÓLAFSSON Segir viðtal við sig skrumskælt og óviðeigandi í dag. ERPUR EYVINDARSON Skilur ekki bannið og segir Geir standa uppi sem sigurvegara. VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 8 1 Á Svalbarða. 2 Síldarbáturinn Súlan EA. 3 Á kynningu í Blómavali.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.