Fréttablaðið - 09.12.2007, Blaðsíða 97

Fréttablaðið - 09.12.2007, Blaðsíða 97
SUNNUDAGUR 9. desember 2007 29 skóinn hjá börnunum? Sigtryggur: Ég myndi láta jóla- sveininn setja lesefni, mandarínur og ullarsokka. Það er fátt betra en að skríða upp í sófa með lesefni og mandarínur. Þetta eru auðvitað mínir einkadraumórar því ég geri þetta allt of sjaldan. Ingibjörg: Það er nú eiginlega ekki hægt að toppa þetta. Í skó barnanna myndi ég setja blýanta, pappír og liti. Klórum okkur í hausnum yfir topp- sætinu Og loks hefur það svo verið skjal- fest: Ísland er best í heimi, sam- kvæmt nýlegri könnun Sameinuðu þjóðanna. Nefnið mér þrjá hluti sem þið teljið besta við landið. Hvaða þrjá hluti mynduð þið jafnframt vilja sjá betur fara? Ingibjörg: Veðrið, vöruverðið og miðbærinn um helgar. Ó, átti ég að nefna best fyrst. Þá vandast málin. Ég er svo óvön að hugsa um eitt- hvað gott. Það er þá borgin sjálf, þessi tilfinning að tilheyra ákveðn- um stað. Frelsið, sem er meira en gengur og gerist á mörgum öðrum stöðum. Hmmm... (löng þögn). Sigtryggur: Það er góð spurning hvernig við komumst eiginlega á þennan lista. Norðmenn halda því fram að hamingjan sé tilkomin af því að við fáum að baða okkur svo mikið, að við eigum svo mikið af heitu vatni. Þeir fóru nefnilega sjálfir niður í annað sætið. Og sjálf- ur er ég mjög ástfanginn af heita vatninu. En þetta er nú alveg til þess að ýta undir þessa helvítis megalómaníu okkar Íslendinga. Við erum svo dásamleg blanda af minnimáttarkennd og mikil- mennskubrjálæði. Og þetta skýtur okkur alveg upp á stjörnuhimininn. Við erum sterkastir, fallegastir og nú nýlega: Ríkastir. En þetta yndis- lega karaktereinkenni okkar Íslendinga er eitt af því sem er á besta-listanum mínum. Mér finnst það svo skemmtilegt. Og svo er það fámennið. Þetta blessaða krumma- skuð finnst mér alveg yndislegt. Sömu hlutir myndu svo lenda á list- anum yfir það versta. Það eru tvær hliðar á þessu öllu. Þetta hefur pós- itíva eiginleika en líka negatíva. Uppblásið sjálfsálit og svo fram- vegis. Ingibjörg: Blaðran er fljót að springa. Svo er líka annað sem betur mætti fara, en það mætti vel fækka bílum hérna. Maður kemst ekkert áfram fyrir þeim. Það er tóm vitleysa að ekki sé hægt að ferðast öðruvísi en í bíl. Uppstrílað fólk Herra Ísland var krýndur nú á dög- unum. Hvað finnst ykkur um fegurð- arsamkeppnir, kvenna sem karla? Eru Íslendingar uppteknari af útliti sínu en áður? Ingibjörg: Já, er sú keppni í gangi? Sigtryggur: Ungfrú Ísland er búið að vera í gangi síðan 1950 og súrkál, er það ekki? Kemur væntanlega með ameríska hernum og þeirri menningu. Ingibjörg: Jú, jú. Þetta var í Tívolí í gamla daga. Þá fór ég á keppnina, þegar ég var smástelpa. Stundum voru veður svo vond að stúlkurnar urðu að hálfhlaupa skjálfandi í ein- hverjum sundbolum endanna á milli göngubryggjunnar. Frusu nánast í hel. Það var frekar spaugilegt. Sigtryggur: Er ekki bara skemmi- legra að fara á almennilegar gripa- sýningar austur í sveit? Kannski má hafa gaman að þessu, ég hrein- lega veit það ekki. Ingibjörg: Mér finnst þetta eins mikill óþarfi og frekast má vera, ég er algjörlega á móti fegurðarsam- keppni. Hvort sem það eru konur eða karlar sem keppa. Sigtryggur: Já, því miður, ég hef aldrei náð að tengja við þetta held- ur. Ingibjörg: En ég held við séum klár- lega uppteknari af útliti okkar en áður. Eða það er að segja þjóðfélag- ið, því fólk er náttúrlega misjafnt. Ég man ekki eftir því í gamla daga. Þegar fólk horfir hvert á annað virðist það oftast fyrst mæla út hvernig maður er klæddur. Sigtryggur: Ég átti þessar umræð- ur við ömmu fyrir nokkrum árum þegar ég var einmitt að fjasa um það hvað fólk væri upptekið af útliti sínu og það hefði byrjað með Duran Duran tímabilinu – þegar við vorum til fara eins og fávitar. Hún vildi nú meina að þetta hefði alltaf verið svona, eða frá því að Hollywood og stjörnudýrkunin hélt innreið sína. Konurnar þurftu líka að vera svona eða hinsegin í þá daga. Ingibjörg: Ég man eftir því að þegar ég var að alast upp var ein kona í fjölskylduboðum sem ég fór í sem alltaf var vel máluð og í nýjustu Hollywood-tískunni. En hún var bara ein. Hinar voru, jú, jú, allt í lagi, en ekki svona uppstrílaðar. Og það var það sem ég var að meina, fólk er svo uppstrílað núna. Ég verð svo þreytt þegar ég hugsa um alla fyrirhöfnina og tímann sem þetta hlýtur að taka. Tilgerðarleg norðlenska Dagur íslenskrar tungu er nýafstað- inn. Hvaða Íslendingur talar falleg- ustu íslenskuna? Sigtryggur: Er það ekki fyrrver- andi forseti vor? Ingibjörg: Eða Steingrímur J. Sig- fússon? Talar hann ekki voðalega fallega íslensku? Sigtryggur: Jú, ég hef heyrt ræður eftir hann sem voru alveg frábær- ar. Og Sigvaldi Júlíusson, þulur í útvarpinu, mér finnst hann alltaf tala fallega íslensku. Kannski er það bara vegna þess að hann talar norðlensku. Ingibjörgu: Já, æi, ég þoli ekki þessa norðlensku. Ég á svo erfitt með hana. Ég hlusta jú, en málið er að ég er bara ekki Norðlendingur og þess vegna finnst mér hún svo tilgerðarleg. En það er einn maður í útvarpinu sem talar alveg frábæra íslensku og það er hann Broddi Broddason. Hann les fréttirnar eins og hann sé í alvörunni að segja okkur þær – hann er alltaf með hlustendur í huga. Framburðurinn er svo góður og skýr. Svo þegar það eru jarðskjálftar þá kemur hann með þetta bara jafnóðum. Hann er eini þulurinn sem ég myndi treysta fyrir lífi mínu. Ef hann segir mér eitthvað þá treysti ég því. Sigtryggur: Hann segir þér: Þetta verður allt í lagi, Ingibjörg – og þú róast? Ingibjörg: Já, til dæmis í Suður- landsskjálftanum. Ég veit ekki hvað ég hefði gert hefði ég ekki haft hann. Ég var ein heima og veik og svo byrjaði allt að hristast og skjálfa. Og það reddaði mér að ég kveikti á útvarpinu og fann hann. Sigtryggur: Hann hefur hjálpað þér, það var nú gott. Ég átti þessar umræður við ömmu fyrir nokkrum árum þegar ég var einmitt að fjasa um það hvað fólk væri upp- tekið af útliti sínu og það hefði byrjað með Duran Duran tímabilinu – þegar við vorum til fara eins og fávitar. Borgartún 35 105 Reykjavík sími 511 4000 fax 511 4040 utflutningsrad@utflutningsrad.is www.utflutningsrad.is Morgunverðarfundur á Hilton Reykjavík Nordica Finnski ævintýramaðurinn Pata Degerman hefur stýrt leiðangursmönnum á Suður- skautinu og í Himalayafjöllum, frumskógum Borneó og Amazon. Hann er einnig vinsæll fyrirlesari sem nýtir reynslu sína af erfiðum aðstæðum í þágu atvinnulífsins á sérlega skemmtilegan hátt. Fyrirlestur hans er ætlaður stjórnendum sem vilja tileinka sér óhefðbundna hugsun, raunhæfa markmiðasetningu og nýjar leiðir til að bregðast við hinu óvænta. Aðgangur ókeypis – boðið er upp á morgunverð. Fyrirlesturinn er fluttur á ensku. Nánari upplýsingar veitir Hermann Ottósson, forstöðumaður ráðgjafa- og fræðslusviðs, hermann@utflutningsrad.is eða Bergur Ebbi Benediktsson, bergur@utflutningsrad.is á skrifstofu Útflutningsráðs eða í síma 511 4000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.