Fréttablaðið - 09.12.2007, Blaðsíða 109

Fréttablaðið - 09.12.2007, Blaðsíða 109
SUNNUDAGUR 9. desember 2007 41 Leikarinn Ray Liotta hefur verið dæmdur í þriggja ára skilorðsbundið fangelsi eftir að hann játaði fyrir rétti að hafa ekið undir áhrifum áfengis. Liotta, sem er 52 ára, var handtekinn í febrúar fyrir að klessa á tvo kyrrstæða bíla í Los Angeles. Liotta þarf að borga yfir- völdum sekt og greiða eigendum bílanna skaðabætur. Einnig var honum gert að mæta á fræðslufundi um skaðleg áhrif áfengis. Nýjasta plata söngkonunnar Madonnu, sem kemur út í apríl, mun heita Licorice. Platan verður sú ellefta í röðinni frá popp- dívunni og sú fyrsta síðan Confessions on a Dancefloor kom út árið 2005 við mjög góðar undirtektir. Licorice verður síðasta platan sem Madonna gefur út hjá Warner Brothers því hún skrifaði nýlega undir stóran útgáfusamning hjá Live Nation. Leikarinn Kevin Spacey hefur hlaupið í skarðið fyrir Tommy Lee Jones sem kynnir á nóbelsverð- launatónleikum sem verða haldnir í Osló í næstu viku. Við hlið Spacey sem kynnir verður leikkonan Uma Thurman. Tónleikarnir eru haldnir til heiðurs Al Gore og loftslags- nefnd Sameinuðu þjóðanna sem hlutu friðarverðlaun- in í ár. Á meðal þeirra sem stíga á svið verða Kylie Min- ogue, Alicia Keys og Annie Lennox. Ekki hefur fengist sýningarleyfi í Kína fyrir nýjustu kvikmynd Will Smith, vís- indatryllinn I Am Legend. Orð róm- ur hefur verið um að yfirvöld í Kína hafi sett tímabundið bann á bandarískar myndir til að auka áhugann á þeim myndum sem eru framleiddar í heimalandinu. I Am Legend, sem er byggð á samnefndri skáldsögu Richards Matheson, fjallar um persónu Will Smith sem er ein af fáum eftirlifendum banvæns faraldurs sem hefur gengið yfir jörðina. FRÉTTIR AF FÓLKI ?Þetta er ein af mínum eftirlætisstundum og af þáttunum tólf er þetta sá þáttur sem ég er stoltastur af,? segir leikstjórinn Ragnar Bragason en í kvöld dregur til tíðinda í Næturvaktinni þegar öll spilin verða lögð á borðið hjá þeim Georg, Daníel og Ólafi Ragnari sem þeir Jón Gnarr, Jörundur Ragnarsson og Pétur Jóhann Sigfússon hafa leikið af mikilli snilld. Sjónvarpsáhorfendur hafa fylgst agndofa með framvindu mála hjá starfsmönnum bensínstöðvarinnar við Laugaveg og Ragnar lofar því að fólk eigi ekki eftir að verða fyrir vonbrigðum. Enda verði upplýst hvað verði um starfsmannasjóðinn, hvort umboðsmanna- draumur Ólafs Ragnars rætast og ekki síst, hvort örvar Amors hæfi þau Daníel og Ylfu í sjoppunni í hjartastað. Næturvaktin er þegar orðin vinsælasti sjónvarpsþáttur Stöðvar 2 frá upphafi og má reikna með að margir eigi eftir að bíða spenntir eftir endalokunum. Vinsældir þáttanna hafa komið leikstjóran- um skemmtilega óvart þótt Ragnar viðurkenni að hann hafi snemma gert sér grein fyrir því að þeir væru með gott efni í höndunum. ?En að þættirnir skyldu hafa höfðað til svona breiðs áhorfenda- hóps kom mér í opna skjöldu,? segir Ragnar. Og þótt þetta sé síðasti þátturinn af Næturvaktinni geta áhorfendur strax farið að hlakka til næsta vetrar enda kemur þá sjálfstætt framhald, Dagvaktin. ?Við fundum það strax við gerð þáttanna að við vildum fara lengra og klára sögu þessara persóna,? segir Ragnar. - fgg Dramatísk kveðjustund í kvöld DRAMATÍKIN ALLSRÁÐANDI Ragnar seg- ist geta lofað því að fólk eigi ekki eftir að verða fyrir vonbrigðum með síðasta þátt Næturvaktarinnar. VINSÆLASTI ÞÁTTURINN FRÁ UPPHAFI Næturvaktin hefur slegið í gegn og er þegar orðin vinsælasti sjónvarpsþáttur Stöðvar 2 frá upphafi. Hnoðuð lagkaka Holtagarðar & Smáralind & Kringlunni Nú er Jói Fel byrjaður að undirbúa jólin. Leggjum mikinn metnað í að vera með ferskt og gómsætt bakkelsi á boðstólum fyrir viðkiptavini okkar. Skoppa og Skrítla árita í Hagkaup Skoppa og Skrítla m æta og ár ita nýju bókina sína og ný ja DVD diskinn sinn í H agkau p Sm áralind kl. 13:00, Kringlunn i kl. 14:00 og í H oltagö rðum kl. 16:00 ÁRITUN Í HAGKA UPUM Í DAG Út er komin bókin Skoppa og Skrítla læra um tölur og dýr. Bók og hljóðdiskur í einum pakka. Þessi bók er gullmoli fyrir alla fróðleiksfúsa snúða og snældur. Einnig fáanlegir geisladiskurinn Skoppa og Skrítla á söngferðalagi og DVD diskurarnir Litla stundin með Skoppu og Skrítlu. G EIS LA - D IS KU R FY LG IR Skoppa og skrítla í Þjóðleikhúsinu er DVD diskur þar sem þær stöllur leika á allsoddi. Nú mætir lúsí einnig í fyrsta skipti og áritar með þeim skoppu og skrítlu - aðeins í dag!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.