Fréttablaðið - 09.12.2007, Blaðsíða 98

Fréttablaðið - 09.12.2007, Blaðsíða 98
30 9. desember 2007 SUNNUDAGUR N orska hljómsveitin Mayhem er ein elsta og frægasta svartmálmshljóm- sveit sögunnar. Réttara væri að kalla hana alræmda frekar en fræga, þar sem hún er töluvert betur þekkt fyrir þá hræðilegu atburði sem gerðust utan hljóð- versins en tónlistina sem var tekin upp innan þess. Hjá Mayhem voru textar um dauða og djöfulinn ekki látalæti heldur fúlasta alvara og hljóm- sveitarmeðlimir máluðu sig ekki hvíta í framan til að fela andlit sín heldur til að líta út eins og lík. Í huga þeirra bjó djúpt og raun- verulegt hatur á kristinni trú og mikill áhugi á öllu sem dauðanum tengdist. Svartasti svartmálmur Saga Mayhem hófst þegar Øystein Aarseth gítarleikari, sem kallaði sig Euronymous, stofnaði hljóm- sveitina árið 1984 með bassaleik- aranum Jørn Stubberud, sem gekk undir nafninu Necrobutcher, og trommaranum Kjetil Man- heim. Stuttu síðar bættist söngv- arinn Sven Erik Kristiansen, eða Maniac, í hópinn. Algengt er að meðlimir svart- málmshljómsveita gangi undir gælunöfnum frekar en sínum eigin, og eru þau oft einhvers konar vísun í dauða eða ofbeldi. Mayhem spilaði mjög þunga og drungalega rokktónlist þar sem textarnir fjölluðu flestir um morð, kirkjubrennur, djöflatrú og gróft ofbeldi. Sveitin naut fljótt vin- sælda innan svartmálmssenunnar í Noregi sem var þá í fæðingu. Fyrsta smáskífa Mayhem, Deathcrush, kom út árið 1987 og seldist upp. Tveir hljómsveitar- meðlimir áttu þó eftir að deyja og sá þriðji fangelsaður áður en fyrsta plata sveitarinnar í fullri lengd kom út. Dauðinn kemur Ári eftir útgáfu fyrstu smáskíf- unnar urðu mannabreytingar í Mayhem. Manheim yfirgaf hljóm- sveitarlífið til að fá sér ?alvöru vinnu? og Maniac var lagður inn á geðdeild eftir misheppnaða sjálfs- morðstilraun. Í stað þeirra komu trommarinn Jan Axel Blomberg, eða Hellhammer, og söngvarinn Per Yngve Ohlin sem kallaði sig Dead. Eins og gælunafnið gefur til kynna var Dead heltekinn af dauð- anum og öllu sem honum tengdist. Hann var mjög þögull og þung- lyndislegur, talaði um fátt annað en dauðann og málaði sig hvítan í framan til að líta út eins og liðið lík. Sem dæmi um ást Dead á dauð- anum átti hann það til að grafa fötin sín í jörðu nokkrum vikum fyrir tónleika, til þess að ná fram raunverulegri rotnunarlykt og útliti á sviðinu. Þar skar hann sig síðan oft með hnífum, glerbrotum og öðru lauslegu á meðan á tón- leikum stóð. Svo langt gekk hann á einum tónleikum árið 1990 að hann var fluttur á slysadeild að tónleikunum loknum vegna blóð- missis. Við hljómsveitarmeðlimi ræddi Dead mikið um það hve mikið hann langaði til að yfirgefa þetta líf og taka dauðanum opnum örmum. Það kom því fáum á óvart Afsakið allt blóðið BLÓÐUG ÞRENNING Euronymous, Dead og Varg Vikernes stilla sér upp fyrir ljósmyndara. Áður en fyrsta breiðskífa sveitarinnar kom út hafði Dead (fyrir miðju) framið sjálfsmorð og Vikernes (til hægri) myrt Euronymous (til vinstri) með því að stinga hann tuttugu og þrisvar sinnum með hníf. Saga norsku hljóm- sveitarinnar Mayhem er blóði drifin. Áður en fyrsta breiðskífa sveit- arinnar kom út hafði söngvarinn framið sjálfsmorð, gítarleik- arinn verið myrtur og bassaleikarinn fang- elsaður fyrir morðið. Salvar Þór Sigurðarson kynnti sér feril einnar alræmdustu svart- málmshljómsveitar heims. Hér eru nokkur textabrot úr tveimur lögum Mayhem á ensku. Eins og sjá má var sungið um fátt annað en dauða, ofbeldi og djöfulinn. Deathcrush: Demonic laughter your cremation Your lungs gasp for air but are filled with blood A sudden crack as I crushed your skull The remind of your life flashes by A life that soon won?t be Smiling with axe in my hand Evil?s rotten hand you?ll see I come forward Deathcrush Pure Fucking Armageddon: Violent torture, Death has arrived, Armageddon, Terror and fright, Bleeding corpses, Rotting decay Anarchy, Violent torture, Antichrist, Lucifer, Son of satan Pure Fucking Armageddon Pure Fucking Armageddon! Euronymous (Øystein Aarseth) Gítarleikari Upphafsmaður Mayhem og aðaldrif- krafturinn. Spilaði óslitið með sveit- inni frá stofnun 1984 til dauðadags 1993. Var myrtur af bassaleikaranum Varg Vikernes. Dead (Per Yngve Ohlin) Söngvari Hugfanginn af dauðanum og öllu sem honum tengist. Spilaði með hljómsveitinni frá 1988 til dauða- dags 1991. Skar sig á púls og skaut sig í höfuðið með haglabyssu. Mynd af líki hans prýðir tónleikaplötuna Dawn of the Black Hearts. Necrobutcher (Jørn Stubberud) Bassaleikari Einn af stofnendum Mayhem ásamt Euronymous og Manheim. Lék með hljómsveitinni frá 1983 til 1991 þegar hann hætti vegna sjálfsmorðs Dead. Sneri aftur 1995 og spilar með sveit- inni enn í dag. Hellhammer (Jan Axel Blomberg) Trommari Án efa rólynd- asti maðurinn í May hem, og sá eini sem eftir stóð þegar hinir höfðu ýmist framið sjálfsmorð, verið myrtir eða fangels- aðir. Spilaði með hljómsveitinni frá 1988 þar til hún lagði upp laupana 1993. Endurreisti sveitina tveimur árum síðar og hefur spilað með henni til dagsins í dag. Varg Vikernes (*) Bassaleikari Ofbeldishneigður maður sem hataði kristna trú. Spilaði með Mayhem við upptökur á plötunni De Mysteriis Dom Sathanas árið 1993. Myrti gítarleikarann Euronymous sama ár og var dæmdur í 21 árs fangelsi. (*) Almennt ekki talinn hluti af hinni einu sönnu Mayhem (The True Mayhem) en hafður með vegna mikilvægis síns í sögu hljómsveitarinnar. ? HIN EINA SANNA MAYHEM þegar hann fannst árið 1991 látinn á gólfinu í plötubúðinni Helvete, sem var í eigu Euronymous, með skurði á úlnliðum og skotsár á höfðinu eftir haglabyssu. Í sjálfsmorðsbréfi sem fannst við hliðina á honum stóð: ?Afsakið allt blóðið.? Viðbrögð Euronymous, sem kom fyrstur að líki Dead, voru ekki að hringja á lögreglu eða sjúkrabíl heldur keypti hann ein- nota myndavél í næstu verslun og tók myndir af líkinu. Þær voru síðan notaðar á umslag plötunnar Dawn of the Black Hearts, sem kom út sama ár. Sagan segir að hann hafi að auki safnað saman höfuðkúpubrotum Dead og búið til hálsmen úr þeim, en sá orðrómur hefur ekki verið staðfestur. Vegna þess hve Dead var hug- fanginn af dauðanum var hann ekki syrgður heldur dauði hans upp hafinn. ?Þetta er það besta sem Dead hefur nokkru sinni gert,? sagði Euronymous stuttu eftir sjálfsmorðið, og átti með því við að honum hefði loksins tekist ætlunarverk sitt ? að deyja. Tuttugu og þrjár hnífsstungur Dauði Dead fékk svo á Necrobut- cher að hann hætti í Mayhem og upptökum á fyrstu plötu þeirra í fullri lengd, De Mysteriis Dom Sathanas, var frestað. Eftir nokkra leit fengu þeir hinn ungverska söngvara Attila Csihar til að syngja á plötunni, og í stað Necro- butcher kom bassaleikarinn Varg Vikernes. Vikernes, sem var þekktur fyrir ofbeldishneigð og öfgakenndar skoðanir, hafði ekki verið lengi í hljómsveitinni þegar deilur upp- hófust milli hans og Euronymous. Þær snerust fyrst og fremst um peninga, en Euronymous hafði fengið um 300.000 krónur lánaðar hjá Vikernes vegna plötuútgáfu og neitað að greiða honum aftur. Mennirnir hnakkrifust oft vegna þessa, og líkaði almennt illa hvor við annan. Hinn 10. ágúst 1993 fór Vikernes heim til Euronymous í Ósló, ásamt félaga sínum Snorre Westvold, og stakk Euronymous tuttugu og þri- svar sinnum með hníf; tvisvar í höfuðið, fimm stungur í hálsinn og sextán í bakið. Að því loknu fór hann aftur til síns heima. Nokkrum dögum síðar var Vikernes handtekinn og ákærður fyrir morðið á Euronymous. Hann bar fyrir sig sjálfsvörn og sagði flest stungusárin hafa orðið þegar Euronymous datt á glerbrot. Dóm- urinn tók útskýringar Vikernes ekki trúanlegar og dæmdi hann til 21 árs fangelsisvistar. Hann situr í fangelsi í Tromsø í dag. Trommarinn Hellhammer var nú eini eftirstandandi meðlimur- inn í Mayhem, og lagði hljómsveit- ina niður stuttu eftir dauða Euron- ymous. Upptökum á fyrstu breiðskífu hljómsveitarinnar, De Mysteriis Dom Sathanas, var þá að mestu lokið og var hún form- lega tileinkuð Euronymous, stofn- anda hljómsveitarinnar. Um tíma var óvíst hvort platan kæmi út því fjölskylda Euronym- ous beitti sér gegn því að bassa- leikur Vikernes heyrðist á plöt- unni. Hellhammer fór ekki að beiðni þeirra og gaf plötuna út árið 1994 með óbreyttum bassa. De Mysteriis Dom Sathanas, þar sem morðinginn og fórnar- lambið spila saman, er ein allra frægasta svartmálmsplata sög- unnar í dag. Endurreisn Mayhem Hin eiginlega Mayhem, oftast kölluð ?The True Mayhem? af aðdáendum, var dáin og grafin í bókstaflegri merkingu. Þrátt fyrir það ákvað Hellhammer að endur- reisa sveitina tveimur árum eftir dauða Euronymous, og fékk til liðs við sig gömlu félagana Maniac og Necrobutcher auk gítarleikarans Rune Erickson, kallaður Blas- phemer. Þessi skipan entist fram til árs- ins 2004, þegar Maniac var rekinn úr hljómsveitinni og Attila Csihar var aftur ráðinn söngvari. Á þessu tímabili gaf hljómsveitin út tvær plötur í fullri lengd; Grand Dec- laration of War árið 2000 og Chim- era árið 2004. Þær hlutu blendnar viðtökur; hljómurinn þótti hafa fjarlægst rætur Mayhem of mikið. Í apríl á þessu ári kom út síðasta plata Mayhem til þessa, Ordo ad Chao. Hún fékk betri dóma en plöturnar tvær á undan, og komst í tólfta sæti norska hljómplötulist- ans. Sannir aðdáendur Mayhem hafa þó aldrei tekið þessar síðari útgáf- ur hljómsveitarinnar í sátt, enda vantar stofnandann Euronymous, kristnihatarann og morðingjann Varg Vikernes og síðast en ekki síst dauðadýrkandann Dead. ? BROT ÚR TEXTUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.