Fréttablaðið - 09.12.2007, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 09.12.2007, Blaðsíða 36
MENNING 10 að var svalt í rokinu við Nevu í St.Pétursborg en þó eru hinir pólitísku vindar sem leika um landið kaldari. Borgin er undirlögð af áróðri frá Pútín fyrir rússnesku kosninguna 2. desember. Í sjón- varpinu ekkert nema hann og flokk- ur hans og tíunduð afrek þeirra. Margir sem ég spurði hvort Sovét sé að koma aftur segja að það hafi í raun aldrei horfið. Væmni sjónvarpsins og kraftur heimildarmynda Lenín skildi áróðurskraft lifandi mynda og var grunnurinn að rúss- neskri kvikmyndahefð lagður eftir rússnesku byltinguna fyrir 90 árum. Flestir kannast við Eis- enstein og Dziga Vertov. Vertov gerði myndina Maðurinn með myndavél árið 1929 þar sem sér- stakar tökur hans og klipping opn- uðu áhorfendum nýja sýn á notk- un kvikmynda. Eftir hrun Sovétríkjanna 1991 hafa starfsskilyrði kvikmyndgerð- armanna breyst eins og annað í Rússlandi. Nú eru veittir styrkir frá ríkinu til að gera leiknar kvik- myndir og seríur ef þær fjalla um eitthvað sem sýnir yfirburði hins rússneska ríkis. Sögulegar stríðs- myndir koma á markaðinn hver á fætur annarri. Í sjónvarpinu sá ég sýnt úr nýrri mynd sem fjallar um um stríðið milli Rússa og Svía í byrjun átj- ándu aldar. Hundruð ungra manna í gulum og bláum einkennisbún- ingum léku Svía sem gátu ekki beðið eftir aðfalla eins og spila- borg á vígvellinum. Hin meistara- lega tökutækni Sergei Bondar- chuk sem notuð var við kvikmyndun bókar Tolstojs Stríð og friður var þar víðsfjarri. Reyndar óréttlátur samanburð- ur því það þrekvirki sovéskrar kvikmyndagerðar tók sjö ár að gera og kostaði yfir hundrað millj- ónir dollara. Kvikmyndahúsin loka Ég horfði einnig á sjónvarpseríu sem fjallar um Rússa í seinni heimstyrjöldinni. Þetta var svo væmið að fyrst hélt ég að ég væri að sjá langa auglýsingu og beið eftir vörunni. En mér var síðan sagt að varan sem Pútín vill láta sýna er þjóðerniskennd og stolt yfir því að vera Rússi. En auðvitað eru einnig gerðar listrænar kvik- myndir og sú þekktasta er Endur- koman eftir leikstjórann Andrey Zyvagintsev sem hefur hlotið fjölda verðlauna um allan heim. Hann hefur nýlokið við aðra kvik- mynd sem sem var frumsýnd í Stokkhólmi í nóvember. Zyvagintsev er fæddur 1946 eins og leikstjórinn Sergei Loznitsa sem hingað til hefur gert heimildar- myndir en hyggur einnig á gerð leikinna mynda. Ef leitað er að arf- taka Tarkovskys þá má segja að þessir tveir séu líklegir í þann hóp. Heimildarmyndagerð er talsverð í Rússlandi en séu þær um annað en dýralíf eru fáar sjónvarpsstöðvar sem sýna þær og aldrei kvikmynda- hús. Mörg kvikmyndahús hafa lokað undanfarin ár og nú vex upp kynslóð sem sjaldan sér kvikmyndir í bíó. Það er erfitt að lifa á því að gera heimildarmyndir og hafa margir kvikmyndagerðamenn yfirgefið landið jafnvel þótt viðfangsefni þeirra sé áfram Rússland. Módel 64 Sergei Loznitsa er einn af þessu kvikmyndagerðarmönnum. Hann er nú að ljúka við gerð heimildar- myndar sem hann byggir að sov- éskum áróðursmyndum. Heimild- armyndastofnunin í St. Pétursborg er einn af framleiðendum myndar- innar. Ég hitti Loznitsa í Péturs- borg en þessa dagana dvelur hann mest í Minsk vegna vinnu við frá- gang nýjustu heimildarmyndar sinnar sem á að frumsýna á kvik- myndahátíðinni í Rotterdam í byrjun næsta árs. Sergei Loznitsa vill vita hvort allir íslendingar geti rakið forfeð- ur sína langt aftur í tímann. Ég segi honum frá Íslendingabók á netinu og spyr síðan um uppruna hans: „Ég fæddist árið 1964 í Baran- owichi í Hvíta Rússlandi og ólst upp í Kiev í Úkraínu. Foreldrar mínir voru bæði stærðfræðingar og hönnuðu flugvélar. Ég lauk námi sem verkfræðingur í stærðfræði í Kiev. Frá 1987 til 1991 starfaði ég við rannsóknir á gervigreind og hönnun tæknikerfa í Kiev. Ég vann einnig við þýðingar úr japönsku. Árið 1991 komst ég inn í rússneska kvikmyndaskólann (VGIK) við leikstjórn listrænna mynda og lauk námi þar árið 1997.“ Litur svarthvítur Hvernig var í kvikmyndaskólanum í Moskvu? -Klippari myndarinnar Andrei Roublev eftir Tarkovsky var meðal kennarana. Hún sagði aldrei neitt en lét okkur hafa filmur og eftir stutta ræðu um meginatriði klipp- inga lét hún okkur byrja. Síðan fylgdist hún með en sagði aldrei orð. Skólinn var nálægt Gorkí stúdíó- inu. Við vissum að þar var hægt að finna filmubúta sem höfðu verið fjarlægðir úr ýmsum kvikmyndum. Þetta var auðvitað bannað en við fórum inn í gegnum gat á vegg og rótuðum í kjallaranum. Þar fundum við meðal annars búta sem klipptir höfðu verið úr mynd Eisensteins „Lifi Mexíkó“. VGIK var mjög góður skóli og flestir kennararnir höfðu verið þar lengi. Sumir jafnvel unnið með Eisenstein og aðrir kennt Tar- kovsky og var hver með sínum hætti en staðallinn hár. Sumir kenndu okkur um vestrænar bók- menntir og hafði hver og einn sínar kenningar um þær. Aðrir kenndu fagurfræði og listasögu. Kvikmyndasafnið var mikið en ég sá einnig margar myndir sem voru ólöglegar svart-hvítar VHS kópí- ur. Það var seinna skrýtið að sjá myndir eins og „Blow Up“ eftir Antonioni í lit, eiginlega kunni ég betur við hana í svart hvítu.“ Út um glugga Fyrsta heimildarmynd Sergei Loz- nitsa „Við byggjum hús“ er m.a. tekin út um glugga íbúðar hans í Moskvu: „Það voru allir að þvæl- ast um og ekkert virtist passa saman en einn daginn stóð þarna hús.“ Árið 2001 flutti Sergei Loznitsa til Þýskalands með fjölskyldu sína og búa þau í Lubeck. Þar situr hann og klippir myndir sínar en fer reglulega til St. Pétursborgar og víðar í Rússlandi. -Ein af heimildarmyndum þínum Polustanok – Viðkomustaðurinn – gerist á járnbrautarstöð þar sem allir sofa. „Hugmyndin kemur frá því þegar ég var lítill og fór eitt sinn með foreldrum mínum að heim- sækja afa minn og ömmu. Við komum um nótt á lestarstöð þar sem við þurftum að bíða. Allir voru sofandi á rúmum og bekkjum í salnum og hafði það mikil áhrif á mig að sjá þennan heim sofandi fólks í daufu ljósi.“ Fallin úr tímanum „Fyrir mér er myndin Polustanok, táknmynd fyrir líf Rússa í dag. Rússland virðist þjást af langt gengnum doða. Við fall Sovétríkjanna var ég eins og flestir á mínum aldri fullur bjartsýni. Fölskum kenningum var haldið á lofti um það hversu langan tíma breytingarnar sem við áttum von á myndu taka. Ég held að í Rússlandi sé ekki til nauðsynleg þolinmæði til að bíða eftir breyt- ingunum sem taka langan tíma. Vandamálið í dag er að manneskjur virðast strandaðar á einhvers konar biðstöð. Ég hef fylgst með þessu „falli út úr tímanum“ hjá fólki alls staðar í kringum mig. Ein af myndunum á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykja- vík í fyrra var heimildarmyndin Umsátur eða Blokada eftir rússneska leikstjórann Sergej Loznitsa. Hún vakti mikla athygli þeirra sem sáu. Sergej er sjálfstæður kvikmyndagerðarmaður í St. Pétursborg. Helga Brekkan kvikmyndagerðarkona hefur um nokkurt skeið verið í sambandi við kvikmyndagerðarmenn þar í borg, þar sem aðstæður eru okkur framandi. KVIKMYNDIR HELGA BREKKAN doðanum Jafnvel þótt fólk sé stöðugt að tala um breytingar hef ég það á tilfinn- ingunni að þótt við sjáum þær á yfirborð- inu, þ.e.a.s. hvernig fólk klæð- ir sig eða skreytir íbúðir sínar, hafi í raun og veru ekk- ert breyst. Sergei Loznitsa leikstjóri býr í Þýskalandi en starfar í Rússlandi. Hann segir í viðtali við Helgu Brekkan frá verkefnum sínum og aðstæðum í Rússlandi okkar daga. MYND/HELGA BREKKAN RISIÐ GEGN Í Moskvu og Pétursborg er ákveðinn kraftur en maður þarf ekki annað en að líta í augu fólks til að sjá þetta. Jafnvel þótt fólk sé stöðugt að tala um breytingar hef ég það á tilfinningunni að þótt við sjáum þær á yfirborðinu, þ.e.a.s. hvernig fólk klæðir sig eða skreyt- ir íbúðir sínar, hafi í raun og veru ekkert breyst. Ekki það sem er hluti af daglegu lífi fólks. Hvernig fólk kemur fram hvert við annað, því miður er það eins og áður á tímum Sovétríkjanna. Beðið eftir strætó -En kvikmyndagerð í Rússlandi? „Það eru auðvitað gerðar marg- ar kvikmyndir og fjöldi heimildar- mynda í Rússlandi í dag. Um 700 heimildarmyndir á ári en þær eru ekki sýndar í kvikmyndahúsum og það er erfitt að lifa af kvikmynda- gerð þar.“ Nýjasta mynd Loznitsa sem einnig er framleidd í samvinnu við heimildarmyndastofnunina í St. Pétursborg hefur verið sýnd á hátíðum víða um heim og hlaut fyrstu verðlaun á kvikmyndahátíð- inni í Karlovy Vary í sumar. Það er svart hvít hálftíma mynd um menn sem veiða fisk í net gegnum ís í Hvíta hafinu. Loznitsa vísar þar sterkt í hina rússnesku myndahefð. Ef mennirnir notuðu ekki vélsög á ísinn mætti halda að kvikmyndin væru teknar snemma á síðustu öld en ekki árið 2005. Heimildarmyndir Sergei Loznit- sa eru sýndar út um allan heim og hafa unnið til fjölda verðlauna. Hann fetar í fótspor rússnesku meistaranna í kvikmyndagerð en hefur sinn eigin ljóðræna stíl og gerir stundum kröfur til þolinmæði áhorfenda. Til dæmis í myndinni Stoppistöð. Við sjáum andlit og hlustum á samtöl fólks sem bíður og bíður. Þegar strætisvagninn loks kemur eftir sextíu mínútur verður léttir aðalpersónanna einn- ig áhorfendanna í tvennum skiln- ingi. Myndir Loznitsa fjalla um Rússa, fólk í verksmiðjum, bændur við störf, nýlendu geðveikra í sveit og menn að byggja blokk í Moskvu. Kynning á lífslygi -Hvað ertu að gera núna? „Nú er ég að ljúka við heimildar- mynd sem byggir einungis á sov- ésku arkívefni. Það eru frétta- og áróðursmyndir sem hafa verið geymdar í Moskvu. Ég er með mikið af efni sem tekið var í sam-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.