Fréttablaðið - 09.12.2007, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 09.12.2007, Blaðsíða 2
2 9. desember 2007 SUNNUDAGUR SJÓRÆNINGJAFRÆÐI Lubber skipstjóri er á hælunum á sjóræningjanum Arabellu Drummond og einkennilegum félögum hennar. Sjóræningjafræði er af sama meiði og hin geysivinsæla Dreka- fræði, sem seldist upp í fyrra haust en er loks fáanleg á ný. D Y N A M O R E Y K JA V ÍK KÚBA Fjórum af fimm föngum í fangabúðunum við Guantánamo- flóa sem búsettir eru í Bretlandi verður brátt sleppt. Bresk stjórnvöld fóru í ágúst fram á að öllum mönnunum yrði sleppt eftir að hafa áður neitað að skerast í leikinn þar sem mennirnir voru ekki breskir ríkisborgarar. Flutningurinn hefur ekki enn verið staðfestur og nákvæm dagsetning er óljós. Lögmaður mannanna, Clive Stafford, segir þó að samningurinn sé tryggður og að fangarnir fjórir muni snúa heim. Óvíst sé hvenær það verður þar sem málinu fylgi mikil skriffinnska af hendi Bandaríkjamanna. - hs Fangabúðirnar í Guantánamo: Fjórir fangar látnir lausir FANGABÚÐIR Bandarísk stjórnvöld segja erlenda ríkisborgara sem hafðir eru í haldi utan Bandaríkjanna hafa engin viðurkennd stjórnarskrárréttindi. NORDICPHOTOS/AFP S-KÓREA Olía úr skemmdu tankskipi hefur náð vesturströnd Suður-Kóreu og er olíubrákin stutt frá verndarsvæði. Neyðarsveitir í Taean-héraði berjast við að koma í veg fyrir að brákin, sem er nú um 20 km löng, skaði dýralíf og verðmætan sjávarbúskap. Meira en 10.000 smálestir af olíu láku í sjóinn eftir að 146.000 tonna olíuflutn- ingaskip, Hebei Spirit, lenti í árekstri við pramma. Samkvæmt sjávarútvegsráðu- neyti Suður-Kóreu var skipið við festar þegar það lenti í árekstri við iðnaðarpramma. - hs Umhverfisslys vegna olíuleka: Olíubrák ógnar Suður-Kóreu S-KÓREA Suður-kóreskir sjálfboðaliðar hreinsa upp strandlengjuna í Mallipo. VEÐUR Margir hafa áhuga á að vita hvernig kemur til með að viðra um jólin og snýst þá aðalspurning- in oftar en ekki um hvort jólin verða rauð eða hvít. Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur veitti okkur innsýn í komandi veðurfar. „Það eru komnar reiknaðar spár fyrir aðfangadag og jóladag og þær gefa tilefni til að ætla að í aðdraganda jólanna verði talsvert hlýtt, sér í lagi á sunnanverðu landinu, og því eru yfirgnæfandi líkur á rauðum jólum sunnan- lands,“ segir Sigurður. „Á Norðurlandi eru hins vegar töluvert meiri líkur á nettum snjóalögum í innsveitum. Þar eru því meiri líkur á hvítum jólum.“ Horfur eru á að lágþrýst verði í kringum landið sem þýðir ein- hvern lægðagang og hlýindi. „Þó að það sé frost og kalt þessa dag- ana þá er sá kuldagangur ekki sjá- anlegur í aðdraganda jólanna,“ segir Sigurður þótt enn sé mögu- leiki á snjó fyrir norðan. Veðrið verður væntanlega fremur milt og hiti þrjú til sex stig og jafnvel smá rigning. „Ef þessi spá helst þá verður ekki vandamál að ferðast á milli landshluta en ég legg auðvit- að áherslu á að menn fylgist með spám þegar nær dregur,“ segir Sigurður og telur veðrið vera í takt við hlýnandi loftslag. - hs Reiknaðar spár fyrir aðfangadag og jóladag sýna lágþrýst svæði og hlýindi: Búist við rauðum jólum SIGGI STORMUR Sigurður spáir rauðum jólum um sunnanvert landið en hugsanlegum snjóalögum norðan til í innsveitum. Síðastliðin ár hefur veðurfar um jólin verið svipað og er það í takt við hlýnandi veðurfar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN LÖGREGLUMÁL Kona um fimmtugt fannst látin í íbúð sinni í Hátúni 10 á miðvikudag. Talið er að hún hafi verið látin í rúma viku áður en líkið fannst. Lögreglan rannsakar nú andlát konunnar sem búið hafði í íbúðinni frá því í júní í sumar. Opnað var inn í íbúð hennar eftir að farið var að óttast um hana. Íbúðirnar í fjölbýlishúsinu í Hátúni 10 eru reknar af hússjóði Öryrkjabandalagsins. „Ég harma mjög þennan atburð,“ segir Sigur- steinn Másson, formaður Öryrkja- bandalagsins. Hann segir það sem gerst hafi sérstaklega mikil von- brigði í ljósi þess að fyrir tveimur árum hafi önnur kona í húsinu fund- ist látin eftir að hafa legið látin í íbúð sinni í um tvær vikur. „Þá kallaði ég saman stjórnenda hússjóðs Öryrkjabandalagsins og þá aðila sem bera ábyrgð á þjónust- unni og krafðist þess að gripið yrði til viðeigandi ráðstafana þannig að það væri lágmörkuð áhættan á því að slíkt gæti gerst aftur,“ segir Sig- ursteinn sem líkt og fyrir tveimur árum hefur rætt við þá sem komu að málum í Hátúni. „Ég mun fara yfir það með þessum aðilum í næstu viku með hvaða hætti var brugðist við í fyrra skiptið og hvaða örygg- isráðstafanir voru gerðar í fram- haldi af þeim atburði.“ Sigursteinn, sem frétti fyrst af málinu síðdegis á föstudag, segir að svara þurfi hvaða þjónustu konan hafi átt rétt á og hvaða þjón- ustu hún hafi notið. Fyrir liggi að hún hafi hvorki haft heimaþjónustu né nýtt sér heilbrigðisþjónustu sem sé í boði í Hátúni. „Það þarf ekki að vera óeðlilegt að hún hafi ekki fengið þessa þjón- ustu en það er alveg ljóst að í þess- um húsum er meira af fötluðu fólki og sjúku heldur en nokkurs staðar annars staðar á landinu. Það verður að gera mjög skýrar kröfur um öryggi og stuðning til handa íbúun- um og því ætla ég að fylgja eftir,“ segir Sigur- steinn. Nágrannar konunnar í Hátúni segjast slegnir yfir því sem gerst hafi. Maður sem býr á sama gangi og konan sem lést lýsir kringum- stæðum við andlát hennar sem skelfilegum. Hjá lögreglu fengust þær upp- lýsingar að dánarörsök konunnar væri enn til rannsóknar. Engin grunur væri um afbrot. Konan lætur eftir sig börn, systkini og for- eldra. - gar Látin í viku áður en hún fannst í Hátúni Fara á yfir öryggi og þjónustu í íbúðum Öryrkjabandalagsins í Hátúni eftir að kona hafði fundist látin í íbúð sinni rúmri viku eftir að hún dó. Dánarorsökin er ókunn. Íbúar eru slegnir og formaður Öryrkjabandalagsins harmar atburðinn. INNSIGLI LÖGREGLU Andlát konunnar er til rannsóknar hjá lögreglunni sem hefur innsiglað íbúð hennar. HÁTÚN 10 Fyrir tveimur árum fannst kona látin í þessu húsi í Hátúni eftir að hafa verið látin í rúma viku. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR SIGURSTEINN MÁSSON FÓLK Röð myndaðist fyrir utan verslun Máls og Menningar á Laugaveginum í morgun þegar gefin voru fimmtíu listaverk eftir Erró. Verkin fylgdu með fyrstu fimm- tíu bókunum „Erró í tímaröð: Líf hans og list“ sem er ítarlegt yfir- litsrit yfir verk hans og ævi eftir Danielle Kvaran. Þetta voru hand- þrykkt grafíkverk og átti Erró sjálfur hugmyndina að gjöfunum. Inga Rún Sigrúnardóttir aðstoð- arverslunarstjóri sagði að fyrir klukkan átta hefði verið komin myndarleg röð og fengu fyrstu fimmtíu miða með númeri upp á listaverk og voru að vonum ánægðir. Um sjötíu manns stóðu í röðinni snemma í gærmorgun og voru því ekki allir svo heppnir að fá listaverk en nóg var til af bók- inni. - hs Handþrykkt grafíkverk eftir Erró voru gefin með bók: Fyrstu 50 fengu verk eftir Erró ÖRTRÖÐ Í MÁL OG MENNINGU Fimmtíu heppnir listunnendur fengu listaverk eftir Erró að gjöf með bókinni um hann. Biðröð myndaðist fyrir utan Mál og Menningu áður en verslunin opnaði í gærmorgun. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÉLAGSMÁL Velferðarráð Reykja- víkur hefur óskað eftir því að borgin finni hentugan stað fyrir færanleg smáhýsi handa utan- garðsfólki. Velferðarráð segir smáhýsin auka fjölbreytileika í þjónustu við heimilislausa. „Með því er hægt að koma til móts við þarfir ákveðins hóps innan heimilis- lausra sem hingað til hefur gengið erfiðlega að koma til móts við,“ segir í greinargerð. Vel- ferðarráð vill að smáhýsin verði nálægt hvert öðru til að auðvelda þjónustu við íbúa þeirra. Til stendur að kaupa fjögur eða fimm hús til viðbótar. - gar Nýjung fyrir heimilislausa: Leita að stað fyrir smáhýsi SVEITARSTJÓRNIR Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar hefur skorað á Björn Bjarnason dómsmálaráðherra að endurskoða breytingar á lögregluumdæmum. „Það er skoðun bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Hornafjarðar að markmið breytinganna um hagræðingu og eflingu starfsem- innar hafi ekki náðst á Swuðaust- urlandi. Þvert á móti hafi breytingarnar veikt starfsemi lögreglunnar á Hornafirði og bæjarstjórn minnir á að Höfn er fjölmennasti þéttbýliskjarninn innan lögregluumdæmis sýslu- mannsins á Eskifirði,“ segir í áskorun Hornfirðinga. - gar Hornfirðingar ósáttir: Lögreglan á Höfn veikari Kjartan, eruð þið bara fýlu- púkar hjá Orkuveitunni? „Það er einhver lykt af þessu máli.“ Brennisteinslykt frá virkjunum Orku- veitunnar hefur fundist í Reykjavík og Hvergerðingar óttast mikla lyktarmengun frá fyrirhugaðri Bitruvirkjun. Kjartan Magnússon er í stjórn Orkuveitunnar. PORTÚGAL Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, talaði opinberlega gegn kúgun og mannréttindabrot- um í Simbabve á fundi evrópskra og afrískra leiðtoga í Portúgal. Þátttaka Mugabe, forseta Simbabve, sem sætir ferðabanni til ESB-landanna, hefur sett mikinn svip á aðdraganda fundarins. Merkel fordæmdi stefnu Mugabes og sagði að hann ylli skaða á ímynd hinnar nýju Afríku. Sagði hún að ekki væri hægt að líta undan þegar traðkað væri á mannréttindum. - hs Mannréttindabrot gagnrýnd: ESB þrýstir fast á Simbabve SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.