Fréttablaðið - 09.12.2007, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 09.12.2007, Blaðsíða 86
MENNING 48 Hvalur og ólukkufugl Öll börn hafa þörf fyrir að geta borið sig saman við önnur börn og að geta samsamað sig persónum í bókum og sögum. Það gildir nú líklega um flesta fullorðna líka. Strákarnir rétta sig í sætinu ef söguhetjan er strákur og stelpurnar að sama skapi ef söguhetj- an er úr þeirra hópi. Nú er það svo að stærsti hluti barnabóka skartar hraustum og heilbrigð- um söguhetjum. Stund- um eru í aukahlutverki börn sem stríða við fötl- un af einhverju tagi, en þau börn eru sjaldnast aðal söguhetjan. Þessi staðreynd er kveikjan að bók Brynhildar Þórar- insdóttur, Nonni og Selma: Fjör í fyrsta bekk. CP-félagið á Íslandi hvatti höfundinn til þess að skrifa bókina og studdi framtakið, eftir því sem fram kemur á titilsíðu. Bókin segir frá ævin- týrum tveggja krakka sem eru að hefja nám í grunnskóla. Þau reynast eiga sama afmælisdag og verða perluvinir. Nonni er önnur aðalpers- ónan, hann er hreyfi- hamlaður, en það er það eina sem sker hann úr hópi annarra barna sem eru að byrja í grunn- skóla. Selma og Nonni lenda í ýmsum ævintýr- um í bókinni og eru uppátækjasamir og skemmtilegir krakkar. Sagan er að mestu leyti raunsæ og heldur skemmtileg. Söguper- sónurnar ljúfar og góðar. Helst að afi Nonna, sem er pirraður á ríkistjórn- inni og gefur kvefuðum börnum koníak, hleypi lífi í söfnuðinn. Kennari barnanna í sögunni er ofurgóður og skilnings- ríkur, alltaf tilbúinn til þess að sveigja kennslu- áætlunina í samræmi við það sem upp kemur í lífi barnanna. Sagan er lipurlega skrifuð og höfundur stíg- ur varlega til jarðar. Það er stórt verkefni að ætla sér að skapa jákvæða fyrirmynd fyrir börn með CP-fötlun, horfa hvergi framhjá fötlun- inni, en velta sér þó alls ekki upp úr henni. Þetta tekst Brynhildi ágæt- lega. Bókin er skreytt nokkrum myndum eftir Þóreyju Mjallhvíti Heiðar dóttur Ómars- dóttur, myndirnar eru í ágætu samræmi við sög- una sjálfa. Bókin byggir þó fyrst og fremst á texta og virðist ætluð til þess að lesa upphátt sem framhaldssögu fyrir krakka sem eru um það bil að byrja í grunnskóla eða frekar nýbyrjaðir í námi. Í lok bókarinnar er örstutt fræðsla um CP- fötlun, sá kafli stendur vel einn, börnum og öðrum til fróðleiks. Hildur Heimisdóttir Menn komast langt samt Ekki hefur Kárason haft mikið fyrir því að henda inn handriti að Endurfundum, smá- sagnasafni sem telur sextán smásögur. Einar er einn allra besti rithöfundur þjóð- arinnar, frábær sagna- maður og við aðdáend- ur hans hljótum einfaldlega að gera meiri kröfur til manns sem sent hefur frá sér snilldarverk á borð við Þar sem djöflaeyjan rís (1983), Heimskra manna ráð (1992) og Storm (2003). Svo lítið er í þetta lagt að draga verður þá ályktun að Einar sé með stórvirki í smíðum. Og til að kaupa sér frið frá útgáfunni hefur hann líklega haft með sér ritara út á næstu krá. Romsað þar uppúr sér nokkrum sögum eftir minni. Sennilega hefur Jakob Frímann setið á næsta borði. Og teipið verið í gangi meðan Einar skrapp á barinn. Því ein sagan ? Dýrin í garðinum ? er umgjörð um þrautpíndar sögur af Ríngó þegar hann mætti á Atlavíkurhá- tíð fyrir um aldar- fjórðungi. Jú, um hum- arinn (en Ringó étur ekkert sem skríður), um rándýra konnann sem Ríngó blandaði með kóki og þegar Ríngó var tekinn í mis- gripum af drukknum hátíðargesti sem gamli smíðakennarinn á Eiðum. Sögumaður þeirrar sögu er ferða- málafrömuður sem starfar tímabundið við Sædýrasafnið í Hafn- arfirði og segir jafn- framt frá því þegar aparnir drulla í lófann á sér og grýta í gest- ina. Nei, Einar. Comm- on. Þora ritstjórarnir á Máli og menningu orðið ekkert að segja við þig? Einar Kárason er fyrst og fremst skáld- sagnahöfundur. Virða verður honum til vegs að hann hefur fengist við allar tegundir sagnalistarinnar. Og sem einn virtasti höf- undur þjóðarinnar lagt sitt af mörkum við að bakka upp oft vanmetin skáldskap- arform. Hann hefur auk skáldsagna sent frá sér ljóðabækur, barnabækur, æfisög- ur, ferðasögur og smá- sögur. Margt frábær- lega gert en efast verður um að Einar myndi senda frá sér eins illa grundaða skáldsögu og smá- sagnasafnið Endur- fundir er. Í grófum dráttum má flokka smásögur í tvo flokka: þær sem búa yfir afhjúpandi og óvænt- um endi sem varpa ljósi á gjörðir og líðan sögupersóna og svo svipmyndir, brot úr stærri sögum nánast án upphafs né endis. Þessu blandar Einar saman og má finna sögur af báðum teg- undum í Endurfund- um. Betra hefði verið ef hann hefði einbeitt sér að annarri tegund- inni og látið reyna á formið til hins ítrasta. Annað sem gerir safn- ið ruglingslegt er að ýmist eru sögumenn sagnanna uppdiktaðar persónur frá grunni eða kunnuglegri. Sem sagt rituhöfundurinn Einar Kárason. Og þar er Einar bestur. Þannig fara lesendur í athyglisverða upp- lestrarferð til Molde í Noregi í fylgd Einars og Margrit Sandemo í sögunni Húsfyllir. Og í bestu sögunni, Búbónisbræður, til Dalvíkur þar sem Jónas heitinn Árnason er lykilpersóna. Nú er ekki eins og það sé leiðinlegt á kránni með Einari. Svo létt veitist honum að segja sögur þar sem undirliggjandi er oft urrandi grár húm- orinn. Hann hefur lítið sem ekkert fyrir því. En í stjörnustríðinu sem bókadómar eru verður hann fórnar- lamb sjálfs sín, eigin stórvirkja og fær ekki nema eitt kvikindi. Jakob Bjarnar Grétarsson Kárason fer á barinn Einar Kárason er víst alltaf skemmtilegur á barnum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFAN Lítil bók sem leynir á sér; 32 myndir sem skiptast jafnt í teikn- ingar og texta (örsög- ur). Teikningarnar eftir Einar Örn en text- inn eftir Braga ? hér verður einblínt á hann. Sögurnar eru myndir úr hversdagslífinu og minni skáldsins, stíll- inn er meitlaður sjálf- hæðinn frásagnarstíll þar sem hið ljóðræna birtist í myndinni sjálfri og skáldlegri hugvekju hennar, sjón- arhorninu og óvæntu viðmiði skáldsins, fremur en (flóknu) skáldskaparmáli eða tilfinningalegu áreiti. Mjög meðtækilegur skáldskapur, hnyttinn og andríkur, hógvær og tilgerðarlaus en undir- tónninn stríður og ómar hæst og vaxandi eftir að sögunni sleppur. Skáldið hrópar ekki erindi sitt ? sem er í senn lýrískt og samfé- lagslegt ? er yfirlætis- laus málsvari þess að gildi textans sé hug- lægt og sjálfstætt og liggi í innra sköpunar- afli skáldskaparins (sem síðan orkar líka út á við í samfélaginu) fremur en boðskap hans í beinu orði, þótt því sé víða vísað beint að ytri veruleika; sam- félagi lesandans. Náskyld eru tök höf- undar á tilvistinni og síungum tilgangi henn- ar; þótt sögumaðurinn beini orðum sínum beint að skáldinu ? sem spyr án þess að fá svar (16) og stígur næsta skref inn í óskrifaða ævi (9) ? er afl þeirra óbundið og falið í þeim sjálfum en ekki við- brögðum skáldsins innan sögunnar. Lífið í sögunum áður en þeim sleppir (og áður en þær hefjast) er nefnilega svolítið eins- og Geysisgos; ófyrirséð bið tímunum saman í tvísýnni kyrrð og síðan allt í einu alveg fyrir- varalaust þá gerist ... ekkert. Nema kyrrðin fær nýja merkingu og kemst á hreyfingu af því hún heldur áfram. Svo gýs auðvitað á heimleiðinni, að minnsta kosti í hugan- um þar sem gosið rýfur þá alveg nýja kyrrð. Slíkt gos á sér raun- ar stað strax í upphafi bókar þar sem nakinn svæfingarlæknir fer í ?spadseretur? í Öskju- hlíðinni á skírdegi löngu eftir að sögunni lýkur og hótar með því lesandanum að rjúfa kyrralíf myndarinnar einnig utan bókar; sækja lesandann jafn- vel heim (af því allt tekst að lokum (38)) og raska ró hans með galdri skáldskaparins sem ?svífur um? í hreyfimynd bakvið orðin og ?heldur fyrir honum vöku? (11) þótt blekkingin sé liðin. Þannig sigrar skáld- skapurinn andartakið og þess vegna getur Gísli Ágúst farið í mát- unarklefann (7) og bæði brotið strætisvagna- skýlið gegnt Árnastofn- un (16) og luktirnar í Bakarabrekkunni 130 árum áður (36) í sama ?spadseretur? ef hann vill ? og jafnvel líka gluggana í Álfheima- blokkinni í bókinni við hliðina (Sjónvillum Óskars Árna bls. 31); þar liggur aflið en ekki innan ramma myndar- innar. Efnisþræðir bókar- innar eru að öðru leyti ofnir úr orðlögðum flækjum sem allir rata í áður en yfir lýkur; til- vistarlegum spurning- um um mannseðlið og samhengi hlutanna. En þótt bókin skjóti lífinu ref fyrir rass með brell- um skáldskaparins og úthluti honum þar með bæði sjálfvirku byssu- leyfi og sjálfstæðri til- vist, deilir hún því engu að síður með lífinu að þar er engin svör að finna fyrr en eftir að sagan er öll og andinn gosinn. Sigurður Hróarsson FALLEGI FLUGHVALURINN OG LEIFUR ÓHEPPNI Ólafur Gunnarsson NONNI OG SELMA: FJÖR Í FYRSTA BEKK Brynhildur Þórarinsdóttir ENDURFUNDIR Einar Kárason MÁTUNARKLEFINN OG AÐRAR MYNDIR Einar Örn Benediktsson & Bragi Ólafsson Eftir að sögunni sleppir Fallegi flughvalurinn og Leifur óheppni er þriðja bók Ólafs Gunnarssonar um hugrakka hvalinn sem býr í neðansjávar- helli í Hvalfirðinum. Anna Cynthia Leplar myndskreytir ævintýrið að þessu sinni. Myndir hennar gefa ævintýrinu líf og fylgja sögunni vel eftir. Sagan segir frá samskiptum flughvals- ins við villtan smáfugl frá Flórída. Fuglinn villt- ist frá Ameríku til Íslands, og ber nafnið Leifur óheppni öfugt við nafna sinn sem fór frá Íslandi til Ameríku. Sagan er falleg barna- saga sem minnir okkur á að þeir stóru geta hjálp- að hinum sem minni eru, og að þeir smáu geta líka verið hjálplegir í veröld- inni. Leifur óheppni hefur nefnilega séð til þess að gráðugur krók- ódíll hefur ekki náð að hremma Lindu litlu sem býr í fenjunum í Flórída. Þegar fallegi flughval- urinn er annars vegar getur aðeins farið vel og hann finnur framtíðar- lausn á vanda Lindu litlu. Fallegi flughvalurinn er skemmtileg og falleg barnasaga og er það ekki síst vegna vel gerðra mynda Önnu Cynthiu Leplar. Ólafur Gunnars- son hefur farið óvenju- lega leið í sögum sínum um fallega flughvalinn, með því að velja hverri sögu nýjan myndskreyti. Þannig minnir hann les- endur sína á það að ævin- týrin eiga sér fleiri en eina birtingarmynd, það eru fleiri en ein leið við að myndgera persónurn- ar sem búa í ævintýrun- um. Í þessari sögu er þáttur myndanna og textans í góðu jafnvægi. Ævintýrið sjálft er stutt og hnitmiðað, letrið er stórt og textinn á hverri síðu yfirstíganlega lang- ur fyrir þá sem eru að feta sín fyrstu spor sem sjálfstæðir lesendur. Á sama hátt eru myndirn- ar skýrar og raunsæjar mitt í ævintýrinu. Les- andum er látið eftir að leysa gátuna um það hvernig hvalurinn getur flogið. Fallegi flug- hvalurinn og Leifur óheppni er falleg lítil saga með ævintýrablæ. Hildur Heimisdóttir Brynhildur Þórarinsdóttir var fyrr á þessu ári valin bæjar- listamaður Akureyrar. Þá hefur sögunni af Nonna og Selmu verið lokið. Bragi Ólafsson rithöfundur. Ólafur Gunnarsson rithöf- undur. 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.