Fréttablaðið - 09.12.2007, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 09.12.2007, Blaðsíða 20
20 9. desember 2007 SUNNUDAGUR Þ essi áhugi er í raun eldri en ég man eftir. Ég hef haft áhuga á flugvélum frá því ég allra fyrst man eftir mér,? segir Baldur Sveinsson, 65 ára fyrrverandi framhaldsskólakennari, ljósmynd- ari og flugvélaáhugamaður. Baldur ólst upp í Reykjavík ásamt þremur systkinum sínum, en faðir hans hafði einkaflug- mannspróf og því var stutt að sækja flugvélaáhugann. ?Þeir voru ófáir sunnudagsbíltúrarnir með pabba sem enduðu niðri á Reykjavíkurflugvelli. Hann hafði auðvitað meiri áhuga á vélunum út frá sjónarhorni flugmannsins en mér fannst þær bara svo spenn- andi,? segir Baldur Byrjaði á því að mynda módel Baldur byrjaði snemma að hafa áhuga á flugvélamódelsmíði. ?Um leið og þau fóru að berast þessi plastmódel af flugvélum, þá fór ég að leita eftir þeim. Það var svo kunningi pabba, Sverrir Jónsson flugmaður, sem kom oft með svoleiðis heim handa okkur bræðrunum frá útlöndum,? segir Baldur. ?Ég byrjaði að mála flug- vélamódelin mín öðruvísi en stóð í leiðbeiningum og reyndi þá oft að mála þær þannig að þær líkt- ust flugvélum sem ég hafði séð.? Þegar Baldur var nítján ára keypti hann sér sína fyrstu myndavél, og þá var ekki aftur snúið. ?Eftir að fékk myndavél- ina byrjaði ég að mynda módelin mín til gamans,? segir Baldur. Það var svo árið 1963 á Flug- deginum í Reykjavík sem Bald- ur tók sína fyrstu ?alvöru? flug- vélamynd, eins og hann segir sjálfur. ?Já, þetta var svona fyrsta alvöru flugvélamyndin mín. Myndin er af Neptune kaf- bátarleitarflugvél og síðan þá hef ég alltaf haldið mikið upp á þessa tegund af flugvélum,? segir Baldur, en hann hefur hald- ið úti vefsíðu undanfarið þar sem gefur að líta hluta mynd- anna sem hann hefur tekið í gegnum tíðina. ?Stuttu síðar, upp úr 1964, byrjaði ég að mynda flugvélar á Reykjavíkurflugvelli. Síðan komst ég inn á flugvöllinn á Keflavíkurflugvelli í gegnum sambönd sem pabbi hafði, og þar fékk ég að keyra um og taka myndir af herflugvélunum,? segir Baldur. ?Það hafði enginn áður fengið að gera, en þar með byrjaði ég að safna myndum af herflugvélum.? Dreymdi um að verða orrustuflugmaður Það er óhjákvæmilegt að spyrja mann með jafn mikla flugvélabakt- eríu og Baldur, hvort hann hafi ekki dreymt um að fljúga flugvél- um sjálfur. ?Jú, þegar ég var smá- strákur, en það var fljótt að fara. Ég sá ekki fram á að draumur minn myndi verða að veruleika, en vita- skuld kom ekkert annað til greina en að verða orrustuflugmaður og fljúga orrustuflugvélum, en hvað eiga eiginlega margir strákar svona draum?? Nú eru flugvélamyndir Baldurs farnar að hlaupa á þúsundum. Hann hefur verið iðinn við að mynda flestar þær vélar sem hing- að til lands hafa komið, en hann hefur notið stuðnings við mynda- söfnunina. ?Þeir hafa verið dugleg- ir að hringja í mig úr turninum hér og í Keflavík þegar hingað hafa komið flugvélar sem ekki hafa komið hingað áður,? segir Baldur. Erfiðast að gera upp á milli mynd- anna Til að gefa sem flestum kost á að njóta myndanna ákvað Baldur að gefa út bók með flugvélamyndunum sínum. ?Ég hef oft hugsað um að koma þessu myndasafni mínu út þannig að fleiri geti notið þess en ég. Það er jú líka ekki nema hálft gaman að eiga myndirnar einhvers staðar í kössum.? Í bókinni er að finna um 320 stór- ar flugvélamyndir sem Baldur hefur tekið í gegnum tíðina, auk fjölda smærri mynda. Þar eru myndir af herflugvélum, farþega- flugvélum og einkaflugvélum sem annaðhvort hafa verið staðsettar hér eða hafa átt leið hér um. Mikil vinna fór í bókina, en að sögn Bald- urs var erfiðast að velja hvaða myndir skyldu fara í hana. ?Ég fór í gegnum allar myndirnar mínar sem ég vissi að væru almenni- legar og þá komst ég fyrst að raun um hversu gríðarlega mikill fjöldi þetta er af myndum. Ég var fljót- lega búinn að velja hvaða myndir ég vildi sjá í bókinni, en þær voru hvorki meira né minna en um tvö þúsund talsins,? segir Baldur. ?Þá þurfti maður að fara að skera niður og það var kannski það erfiðasta við gerð þessarar bókar, að gera upp á milli barnanna minna. Það var alveg jafn erfitt og að gera upp á milli sinna eigin barna, því af hverju á maður að taka þessa mynd frekar en einhverja aðra, sem er jafn góð? Það fór töluverð vinna í þetta, því ég var fljótur að skrifa textann við hverja mynd eftir að ég hafði valið hvaða myndir ætti að nota.? Ekki bara bók fyrir flugdellukalla Baldur segir bókina eiga erindi við fleiri en karla með brennandi áhuga á flugvélum. ?Það er svo margt í henni, landslagið, bakgrunnurinn og myndir af því hvernig borgin hefur breyst, þetta er miklu meira en bók sem er bara fyrir flugdellu- kalla. Þetta er innsýn inn í það sem ég hef verið að gera undanfarin 43 ár,? segir Baldur. Baldur hefur gert mikið af því í gegnum árin að mynda farþega- flugvélar að beiðni íslenskra flug- félaga og er fjöldi þeirra mynda að finna í bókinni. Bandaríska varnar- liðið falaðist einnig eftir starfs- kröftum Baldurs á meðan það var hér á landi og hefur Baldur meðal annars fengið að fljúga í f-15 orrustuþotu til að mynda slíkar vélar á flugi. Baldri er þó minnis- stæðast eitt sérstakt verkefni sem hann tók að sér fyrir varnarliðið. Endaði óvænt í Englandi ?Ég flaug með tankvél varnarliðs- ins í haust til að taka myndir af her- æfingunni Norðurvíkingurinn. Ég ætlaði að mynda þegar orrustuþot- ur taka eldsneyti á flugi, en þegar ég var kominn á loft tók ég eftir því að glugginn sem ég ætlaði að mynda út um var löðrandi í glussa og því enginn möguleiki að mynda út um hann,? segir Baldur. ?Stuttu síðar komu upp þrjár litlar bilanir í vél- inni sem ég var um borð í og vegna þess að önnur biluð vél var stödd á Keflavíkurflugvelli var ákveðið að fljúga vélinni til Englands, svo ég endaði þar og þurfti að gista eina nótt. Síðan þegar fljúga átti til baka, gekk ég úr skugga um að glugginn á vélinni yrði þveginn. Það var gert og ég náði að taka nokkrar skýrar og góðar myndir af þotunum á leið- inni heim.? Spurður um hvort Baldur ætli að gefa út fleiri bækur með flug- vélamyndunum sínum, svaraði hann: ?Þetta er nóg í bili, en ég á svo sem til nóg af myndum í fleiri bækur. Eitt er víst, að safnið á bara eftir að halda áfram að stækka,? segir Baldur og hlær, sem er hvergi nærri hættur að gera það sem honum finnst skemmtilegast. Ég sá ekki fram á að draumur minn myndi verða að veruleika, en vitaskuld kom ekk- ert annað til greina en að verða orrustu- flugmaður og fljúga orrustuflugvélum, en hvað eiga eiginlega margir strákar svo- leiðis draum? Ljósmyndir af flugvélum orðnar fleiri þúsund talsins Baldur Sveinsson fékk sem barn brennandi áhuga á flugvélum. Hann byrjaði ungur að ljósmynda flugvélar af öllum stærðum og gerðum. í nýútkominni bók Baldurs, sem ber heitið Flugvélar, gefur að líta brot af ævistarfi hans. Ægir Þór Eysteinsson blaða- maður settist niður með Baldri til að ræða bókina og flugvélaástríðuna. FYRSTA ?ALVÖRU? MYNDIN Þessi mynd er tekin á Flugdaginn 1963 í Reykjavík og er af bandarískri Neptune kafbátaleitarflugvél. Þetta er elsta myndin í bókinni og skipar sérstakan sess hjá Baldri, enda um uppáhaldsflugvélategundina hans að ræða. MYND/BALDUR SVEINSSON Fæddur: 25. janúar 1942 í Reykjavík. Foreldrar: Sveinn Ólafsson fram- kvæmdastjóri og Aðalheiður Pálína Guðmundsdóttir húsmóðir, þeim varð fjögurra barna auðið. Fyrstu árin: Baldur fæddist á Grett- isgötu í Reykjavík og bjó þar fyrstu árin. Þaðan fluttist hann á Hjallaveg þegar hann var fimm ára gamall. Þá lá leiðinn á Bústaðaveginn við tíu ára aldurinn og síðan í Garðabæinn þegar hann var átján ára. Þar bjó hann til tvítugs eða þar til hann gifti sig og flutti aftur til Reykjavíkur. Maki: Kristín Ingunn Jónsdóttir. Börn: Sveinn Baldursson tölvufræð- ingur, Árni Jón Baldursson og Sigríð- ur Björk Baldursdóttir leikkona. Menntun: Gagnfræðaskólapróf frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Stúd- entspróf frá Verzlunarskóla Íslands. Eitt ár í stærðfræðideild Mennta- skólans í Reykjavík. Kennsluréttindi frá Háskóla Íslands í stærðfræði, efnafræði og eðlisfræði. Störf: Starfaði sem stærðfræði- og tölvukennari við Verslunarskóla Íslands í 43 ár, eða þar til hann komst á eftirlaun vorið 2006. ? BALDUR SVEINSSON Í HNOTSKURN TVÆR NORSKAR F-16 ORRUSTUÞOTUR Þessa mynd tók Baldur á leið heim frá Eng- landi, eftir að hafa lent þar óvænt sökum bilunar í tankvél sem hann var farþegi í. Vélarnar tóku þátt í hernaðaræfingunni Norðurvíkingurinn hér á landi í sumar. MYND/BALDUR SVEINSSON FRÉT T ABL AÐIÐ/GV A BALDUR SVEINSSON Mundar myndavélina á Reykjavíkurflugvelli, þar sem hann hefur fest marga flugvélina á filmu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.