Fréttablaðið - 09.12.2007, Blaðsíða 110

Fréttablaðið - 09.12.2007, Blaðsíða 110
42 9. desember 2007 SUNNUDAGUR Íslandsmeistarar KR-inga fá Grindavík í heimsókn í DHL-höllina í kvöld í stórleik 16 liða úrslita Lýsingarbikars karla í körfubolta. Grindavík hefur unnið tvo síðustu leiki liðanna, deildarleik í DHL-höllinni í mars og svo deildarleik liðanna í Grindavík í október. Í báðum leikjum réðu KR- ingar ekkert við Pál Axel Vilbergsson, fyrirliða Grindavík, sem var með 27 stig í báðum leikjum og setti niður 12 af 19 þriggja stiga skotum sínum sem gerir 63 prósenta nýtingu. „Við þurfum að finna einhver svör við þessu því við getum ekki haft hann í þessari skotsýningu sem hann hefur sett á svið í síðustu leikjum,” segir Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR. „Við ætlum ekki að fá á okkur 109 stig aftur og það hefur verið þannig þennan tíma sem ég hef verið hjá KR að við höfum spilað vörnina best á heimavelli en sókn- ina best á útivelli,” segir Bene- dikt og bætti við: „Grindavík er búið að tapa tveimur leikjum í allan vetur og í bæði skiptin þá erum við að mæta þeim í næsta leik. Við vitum að þeir verða alveg jafndýr- vitlausir og þeir voru þegar við mættum þeim síðast. þetta verður svakalegur leikur.” „KR-lagið hans Bubba hefur alltaf kveikt í mér í KR-heimilinu. Það er alltaf síðasta lagið í upphitun og ég ætla að vona að það verði þannig á sunnudaginn,” segir Páll Axel sem hefur glímt við veikindi í vikunni en vonast til að vera búinn að ná sér. „Ef liðið er að spila vel þá spila ég vel,” segir Páll Axel. „Þetta eru tvö ólík lið. KR vill hægja á leiknum og stjórna hraðanum en við viljum spila hratt en skipulega. Þjálfari KR var mjög óánægður með hversu hátt tempó var í fyrri leiknum og það var aðalástæðan að við fórum með sigur af hólmi. Við þurfum að fara í gegnum erfið lið ef við ætlum að gera eitthvað í bikarnum. Þetta er ágætis prófraun á liðið,” sagði Páll Axel að lokum. BENEDIKT GUÐMUNDSSON: MEGUM EKKI VIÐ FLEIRI SKOTSÝNINGUM FRÁ PÁLI AXEL VILBERGSSYNI Ætlum ekki að fá á okkur 109 stig aftur SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580 ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 39 98 6 11 /0 7 Leki göngustafir fyrir þá sem gera kröfur Verð frá 3.990 parið SUND Erla Dögg Haraldsdóttir úr ÍRB sló 15 ára íslandsmet Ragnheiðar Runólfsdóttur í 50m bringusundi í undanrásunum á Dutch Swim Cup í gær. Erla Dögg synti á 33,21 sekúndum sem er 24 hundraðs- hlutum hraðara en Ragnheiður synti á Ólympíuleikunum í Barcelona 29. júlí 1992. Þetta er ekki fyrsta Íslandsmetið sem Erla Dögg tekur af Ragnheiði í vetur því hún sló metin í bæði 50 og 100 metra bringusundi í 25 metra laug í lok október. - óój Erla Dögg Haraldsdóttir: Sló 15 ára met BROSMILD Erla Dögg er enn í Íslands- metaham. VÍKURFRÉTTIR/ÞORGILS KÖRFUBOLTI Sextán liða úrslit Lýs- ingarbikars karla í körfubolta ná hámarki í kvöld þegar umferðin klárast með fjórum leikjum milli liða í Iceland Express-deild karla. Það má búast við jöfnum og spenn- andi viðureignum á öllum stöðum ef marka má fyrri viðureignir lið- anna í vetur þar sem unnust naum- ir sigrar. Stórleikur kvöldsins er milli KR og Grindavíkur í DHL-höllinni. Íslandsmeistarar KR hafa ekki orðið bikarmeistarar í meira en 16 ár eða síðan 1991 en Grindvíking- ar hafa á sama tíma unnið bikar- inn fjórum sinnum, meðal annars 1998 undir stjórn Benedikts Guð- mundssonar, núverandi þjálfari KR-liðsins. Grindavík hefur unnið tvo síð- ustu leiki liðanna, þar af 109-100 í deildarleik þeirra í október. KR- ingar hafa unnið alla heimaleiki sína í vetur en mæta Grindvík- ingum nú í annað skipti eftir að hinir síðarnefndu hafa steinlegið í leik á undan. Grindavík hefur tapað aðeins tveimur leikjum í vetur. Bikarúrslitaliðin á síðasta tíma- bili, Hamar og ÍR, mætast í Hvera- gerði en þau hafa ekki mæst í vetur en mættust þrisvar í fyrra. Þá voru bræður við stjórnvölinn en nú mætir Jón Arnar Ingvars- son ekki bróður sínum Pétri held- ur Ágústi Björgvinssyni sem tók við af Pétri á dögunum. Jón Arnar hefur haft betur í þjálfaraviður- eignum sínum við eldri bróður sinn og vann ÍR alla leiki liðanna í fyrra, þar á meðal bikarúrslita- leikinn 83-81. Nú er að sjá hvort eitthvað breytist með nýjum þjálf- ara í brúnni. Stjarnan vann sögulegan sigur á Njarðvík í síðasta leik liðanna sem var í Ljónagryfjunni í Njarðvík 8. nóvember. Það var fyrsti útisigur félagsins frá upphafi í úrvalsdeild karla en síðan hafa Garðbæingar ekki unnið leik og tapað fyrir KR, Keflavík og ÍR. Njarðvík lá í seinasta leik sínum í Borgarnesi en lærisveinar Teits Örlygssonar ætla örugglega að hefna fyrir tapið á heimavelli sem var fyrir mánuði síðan. Fyrsti leikur dagsins er milli Tindastóls og Keflavíkur á Sauð- árkróki. Keflavík rétt marði tveggja stiga sigur í deildarleik liðanna á sama stað fyrir aðeins rúmri viku en síðan þá hafa Stól- arnir bætt við sig erlendum leik- manni því Englendingurinn Phill- ip Perry spilar sinn fyrsta leik með liðinu í leiknum í dag. Fyrirliði Keflavíkur, Magnús Þór Gunnarsson, er kominn til landsins og verður með en hann missti af fyrri leiknum. Leikur Tindastóls og Keflavíkur hefst klukkan 17.00 en hinir þrír leikirnir hefjast allir klukkan 19.15. ooj@frettabladid.is Fjórir úrvalsdeildarslagir í kvöld Stórleikir sextán liða úrslita Lýsingarbikarsins fara fram í kvöld. Í fjórum leikjum kvöldsins mætast lið úr Iceland Express-deild karla, þar á meðal liðin í öðru og þriðja sæti Iceland Express-deildarinnar. EKKERT GEFIÐ EFTIR KR-ingurinn Jovan Zdravevski og Grindvíkingurinn Páll Kristins- son berjast um lausan bolta í fyrri leik liðanna. VÍKURFRÉTTIR/JÓN BJÖRN > Ragnheiður tvíbætti Íslandsmetið Ragnheiður Ragnarsdóttir tvíbætti Íslandsmetið í 50 metra skriðsundi á Dutch Swim Cup í Eindhoven í gær. Ragnheiður varð um leið fyrsta íslenska sundkonan til þess að synda 50 metrana á undir 26 sekúndum. Ragnheiður synti á 25,98 í undanrás- unum og var þá búin að ná sínu öðru ólympíulágmarki en hún fylgdi því eftir með því að synda á 25,95 sek- úndum í úrslitasundinu sem dugði henni í 7. sætið. Ragnheiður er því búin að ná ólympíulágmörkunum í 50 og 100 metra skriðsundi en hún syndir einmitt í seinni greininni á morgun. KÖRFUBOLTI Haukar, KR og Snæfell unnu auðvelda sigra í 16 liða úrslit- um Lýsingarbikars kvenna í gær og Skallagrímsmenn eru komnir í átta liða úrslit í karlaflokki eftir 81-70 sigur á FSU. Kiera Hardy einbeitti sér held- ur betur að því að spila uppi félaga sína í 117-26 sigri Hauka á b-liði Keflavíkur. Hardy gaf 18 stoð- sendingar í leiknum en skaut hins vegar bara tvisvar á körfuna og hitti úr báðum þeim skotum. Krist- rún Sigurjónsdóttir skoraði 36 stig fyrir Hauka, Bára Fanney Hálf- danardóttir var með 13 stig og Unnur Tara Jónsdóttir skoraði 12 stig. Anna María Sveinsdóttir var með 11 stig, 8 fráköst og 4 varin skot í liði Keflavíkur. KR vann 99-45 sigur á Ármanni/ Þrótti og Snæfell vann 39-108 sigur á nágrönnum sínum í Skalla- grími. Auk þeirra eru Grindavík- urstúlkur einnig komnar áfram eftir 94-55 sigur á b-liði Hauka. Mæðgur léku saman í bæði b- liði Hauka og b-liði Keflavíkur. Í liði Hauka lék Sóley Indriðadóttir sem dætrum sínum Hönnu og Árnýju Þóru Hálfdanardætrum og hjá Keflavík lék Margrét Stur- laugsdóttir með dóttur sinni Lov- ísu Falsdóttur. Skallagrímur vann ellefu stiga sigur á 1. deildarliði FSU, 91-80, en Borgnesingar voru átta stigum yfir í hálfleik, 48-40. Darrell Flake var með 22 stig fyrir Skallagrím, Hafþór Ingi Gunnarsson skoraði 20 stig og Alan Fall var með 17 stig og 7 stoðsendingar. Matthew Hammer og Árni Ragnarsson skoruðu báðir 23 stig fyrir Fsu og Árni var einnig með 7 fráköst og 6 stoðsendingar. - óój Lýsingarbikar karla og kvenna í körfubolta: Kiera Hardy gaf 18 stoðsendingar í gær ERFITT Gömlu kempurnar Anna María Sveinsdóttir og Björg Hafsteinsdóttir spiluðu með b-liði Keflavíkur í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR sport@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.