Fréttablaðið - 09.12.2007, Blaðsíða 89

Fréttablaðið - 09.12.2007, Blaðsíða 89
51 MENNING S enn lýkur uppboðahrinu hjá stóru uppboðshúsunum austan hafs og vest- an og þótt niðurstöður liggi ekki fyrir frá nokkrum stórum uppboðum í næstu viku er ljóst að verð á málverk- um eftir hin stærri nöfn frá síðustu öld hækkar og hækkar. Christie?s, Sotheby?s og Philips de Pury seldu í nóvember myndlist fyrir áður óþekkta upphæð, 948 milljónir dala. Hrær- ingar á fjármálamörkuðum höfðu engin áhrif á markaðinn nema síður væri, sjóðir og fjársterk- ir einstaklingar líta á verk eftir tiltekna lista- menn sem örugga fjárfestingu. Hafa uppboðs- húsin ekki séð önnur eins verð síðan markaður með myndlist náði hámarki á tíunda áratugn- um. Á uppboðum nóvember seldust 83 prósent verka. Málverk eftir írska málarann Francis Bacon, Second Version of Study for Bullfight No. 1, var slegið á 46 milljónir dala hjá Sotheby?s. Sjálfsmynd hans á sama uppboði seldist fyrir 33 miljónir dala. Meðfylgjandi listi sýnir hvaða listamenn fóru á hæstu verðum í nóvember: Francis Bacon, Andy Warhol, Mark Rothko sitja efst á listanum, Untitled (Red, blue, orange) eftir bandaríska málarann Mark Rothko seldist á 34,2 milljónir dala og eitt þrettán málverka Warhol af Liz úr eigu Hugh Grant leikara fór á 23,6 milljónir. Höggmyndir eða þrívíð verk eru líka seld á þessum uppboðum og þar er líka mikil hreyfing á fjárhæðum sem gefnar eru fyrir verk tiltekinna höfunda: Hanging Heart (Magenta/Gold) eftir Jeff Koon fór á 23,6 milljónir hjá Sotheby?s og sló metið frá í vor þegar hæsta verð var goldið fyrir verk eftir núlifandi listamann, en þá seldi Sotheby Lullaby Spring eftir Damien Hirst. Metverð fékkst einnig fyrir verk eftir John Chamber- lain, Anish Kapoor og Richard Serra, svo menn geta litið Áfanga hans í Viðey með verðmerki í huga þyki það betra. Verk eftir eldri höfunda halda sinni stöðu, Picasso, Calder og Modigli- ani seldust vel. Kínversk verk eftir lifandi málara hafa farið háu verði á uppboðum bæði í Asíu og Ameríku á síðustu misserum: Zhang Xiaogang er í miklum metum en eitt verka úr röð hans Family Portrait seldist fyrir skömmu á tæpar 5 milljónir dala. Hann mun eiga verk á sýningu Listasafns Akureyrar í vor á Listahátíð. Tekið er eftir að svokallaðar dagsölur eru teknar að velta stórum upphæðum, sem hafa verið bundnar við kvölduppboðin. Dagsala Sotheby?s í síðustu viku sló met; þar fóru verk fyrir 102 milljónir dala enda í boði verk eftir Gerhard Richter, Robert Indiana, Andy Warhol og Takashi Murakami, Warhol þeirra Japana. Tekið er eftir að þátttaka í uppboðum er nú alþjóðleg, ræður þar tilkoma netsins og boð um síma. Bandaríkjamenn er enn fyrirferðarmest- ir á uppboðum. Þeir áttu 55 prósent boða hjá Sotheby´s í síðustu viku. - pbb MYNDLIST SÍFELLT DÝRARI Topp tíu listinn í seldum verkum síðasta mánaðar. Francis Bacon, Second Version for Bullfight. Nr. 1. $45,961,000 Mark Rothko, Untitled (Red, blue, orange) $34,201,000 Francis Bacon, Self Portrait $33,081,000 Jeff Koons, Hanging Heart (Magenta/Gold) $23,561,000 Andy Warhol, Liz $23,561,000 Mark Rothko, No. 7 (Dark Over Light) $21,041,000 Willem De Kooning, Untitled XXIII $19,921,000 Lucian Freud, Ib and Her Husband $19,361,000 Andy Warhol, Elvis 2 Times $15,721,000 Andy Warhol, Self Portrait (Green Camouflage) $12,361,000 FRANCIS BACON 1909-1992: SEC- OND VERSION OF STUDY FOR BULL- FIGHT NO. 1. 200 x 147,7 sm. Olía á striga 1969. MYND: SOTHEBY´S IMAGES 19 MENNING Bjö rn I ngó lfsson Endur m inning ar Sv ein s í K álf sskin ni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.