Fréttablaðið - 09.12.2007, Blaðsíða 84

Fréttablaðið - 09.12.2007, Blaðsíða 84
MENNING 46 Yrsa Sigurðardóttir sendir nú þriðja árið í röð frá sér spennusögu um lögfræðing- inn Þóru Guðmundsdóttur og skjólstæðinga hennar. Strax með fyrstu glæpa- sögu sinni skipaði Yrsa sér í hóp þekktra glæpasagna- höfunda. Bæði hafa bækur hennar þótt spennandi og þær verið þýddar og útgefn- ar í fleiri löndum um svipað leyti og þær hafa komið út hér á landi. Í þessari þriðju sögu um lögfræðinginn Þóru þvælist skjólstæðing- ur hennar inn í sakamál sem gerist í Vestmannaeyjum. Það er merkilegt að íslenskir glæpasagnahöf- undar skuli ekki fyrr hafa leitað fanga í öskunni í Eyjum. Svört og þétt askan, að ekki sé talað um úfið hraun, eru upplagður vett- vangur sakamáls í skáld- sögu. Lítið samfélag á eyju norður í Atlantshafi lýtur öðrum lögmálum en samfé- lag stórborgar. Eldgosið 1973 og þær afleiðingar sem það hafði fyrir samfélagið í Vestmannaeyjum verður hluti sögunnar sem og þjóð- hátíð, fuglalíf og siglingar. Í ljósi þess að glæpasögur Yrsu hafa frá upphafi verið hluti af erlendum bóka- markaði er ánægjulegt að þess sér ekki merki í skrif- um hennar. Nöfn söguper- sónanna eru gjarnan með séríslenskum bókstöfum, ef tónlist ber á góma er um íslensk dægurlög að ræða og að þessu sinni byggir sagan á atburði sem Íslend- ingar þekkja vel, og fyrir- bærum eins og hrauni og ösku, sem mörgum þjóðum er framandi. Auk þess að Þóra þvælist inn í sakamál sem askan hefur geymt þarf hún að glíma við sakamál í samtím- anum. Samhliða því að höf- undurinn tekst á við saka- málin tvö er í bókinni skýr ádeila á útlitsdýrkun sam- tímans. Annars vegar kemur fram neikvætt við- horf Þóru til frjálslegs klæðaburðar og vaxtar ritara síns og hins vegar kynnist lesandi stúlku sem þjáist af alvarlegu tilfelli anorexíu. Það er ljóst að glæpasagnahöfundar ná til stórs hóps lesenda svo það er ekki óeðlilegt að þeir leit- ist við að reyna að hafa áhrif á það samfélag sem við búum í. Flétta sögunnar er ansi góð, smátt og smátt verður heildarmynd glæpsins stærri og rannsóknin viða- meiri en fléttast svo saman í lokin með lausn sem kemur lesandanum í nokkuð opna skjöldu. Þar sem annað sakamálanna gerist í nútím- anum má nokkuð ljóst vera að sá sem ábyrgðina ber er einhver þeirra sem við sögu koma. Í svona langri sögu mættu gjarnan vera fleiri lykkjur á leiðinni til þess að afvegaleiða lesandann. Eins og þekkt er í heimi glæpasagnanna er sama aðalsöguhetja á ferðinni margar bækur í röð. Les- andinn kynnist aðstæðum hennar og skoðunum. Þóra er vel ígrundaður karakter, nútímakona, fráskilin og þarf að halda heimilinu í horfinu samhliða flóknu starfi. Nýjar persónur sem aðeins koma við sögu í þess- ari bók eru líka heillegar og vel unnar. Hildur Heimisdóttir Í opna skjöldu Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur á góðu gengi að fagna víða um lönd fyrir sögur sínar af Þóru lögfræðingi. Mikil bók og makalaust vel ort. Tök skáldsins á við- fangsefni sínu fullþroska og hvergi þverbrest þar að finna, tónninn tær og frónsk- ur, orðfærið síungt og skap- andi en sprottið beint úr sígildum jarðvegi fornum, lifandi og auðugt tungumál svo af ber. Þekking skálds- ins á ljóðforminu er algjör og röddin alsjálfstæð – rásar aldrei úr einkar öruggu spori. Þjóðholl ljóð og fögur – land, þjóð og tunga í önd- vegi. Ávarp fjallkonunnar fullkomnað. Engin bylting, engin blekking eða sjónvilla sem stenst ekki raun, fjöllin verða að duga „skjótt“ (51). Kunnátta skáldsins og verklagni, andagift, hugvit, smekkur, hagmælska, stíl- færni, gáfuleg kímnigáfa, málgáfa, orðagaldur, orð- kringi, kringilyrði, orðaspé, orðaskekkjun með ísaumuð- um merkingarbrenglum, hnyttni, viska og speki; öll eru þessi skáldlegu ágæti alþekkt úr fyrri bókum höf- undar og skjóta hér upp skýrum kolli og fögrum enn á ný. Einsog uppskrift að ljóðagaldri nýliðinnar geim- aldar. Beinskeytt ljóð, tæknilega fullkomin, sjálf- hverf og fyndin (orðheppin með eindæmum og ögn góð með sig í allri hlédrægn- inni), styðja sig við öruggan stuðul og vísan staf en stand- ast þó þá heimtingu líðandi stundar að koma sér á óvart og opinbera nýja tíð með nýjum hætti – birta í orði og mynd þá breytingu sem varð á skini himintungla eftir að maðurinn sté þar fæti og leysti bönd. En um leið var- ast ljóðin að hrekkja skyn- semi hinnar háöldruðu aldar, og virða festu hennar þótt þau efist um móralinn. Vök- ult auga, næmt eyra; skáldið skynjar tímamót og tungan er vígfús, en varkár þó og vill ekki styggja virðulegan öldunginn um of. Þar er ef til vill að finna eina „stjörnu- hrap“ þessarar óaðfinnan- legu bókar – fjarvera þess fífldjarfa sem sparkar í höfuðstaf afa og ömmu við dyrastaf nýrrar aldar í hölt- um höfuðstað nýrra trilljóna uns eitthvað lætur undan, bara eitthvað – fæstir munu þó sakna hans hér, vænti ég og „bíða rólegir eftir nýjum viðsnúningi“ (44). Og meta þá „dýflissuna“ of lítils! Ljóðin eru aðgengileg og auðnumin, ýmist laus eða bundin að ytra búningi en ávallt samin við undirleik klassískra tóna og liðmjúkra hljóma – ljóðin eru snúin en aldrei flókin, djúp en aldrei botnlaus, dýr og rík en þó að einföldum alþýðusmekk, krefjandi en rata hvergi í villur, fara ekki leynt með boðorð sitt þótt þau berhátti það aldrei, spyrja fremur en að svara, hlusta og hlýða í stað þess að messa, bera áberandi virðingu fyrir les- anda sínum og krefjast einskis af gagnrýnendum, leysa sjálf ráðgátur sínar áreynslulaust eða velta þeim yfir á lesandann af ráðnum hug. Bókin skiptist í sjö kafla, sjö ljóð í hverjum, einsog innsiglin í orkusviði Opin- berunarbókarinnar, en tákn- málið ljósara og veraldlegt hlutskipti að ljúka þeim upp; „lesning en ekki ritning“ (75). Yrkisefnið er afar víð- feðmt þótt ljóðin fjalli líka flest um sig sjálf ekki síst. Skáldið yrkir um land og þjóð, vegferð mannsins og fegurð lífsins, meinlokur nútímans, siðvillur og lok- leysur, skáldið og erindi þess, ljóðið og hlutverk þess, skáldskapinn og gildi hans, tungumálið – möguleika þess og takmörk og færni til að hafa áhrif. Og bæði vegna þess hve ljóðin eru nærtæk sjálfum sér og hversu óbilandi trú þau hafa á gildi og verðmæt- um eigin eðlisþátta, eru þau samsett af þessháttar fjöl- kynngi, braglist og orð- kynngi að búningurinn verð- ur þar hluti af hugvekju ljóðsins og skáldskapurinn í höndum skáldsins er þá sjálf hugvekjan (ekki einhlítt, vitaskuld). Kappleikur skáldsins við ljóðformið öðl- ast þá sjálfstætt gildi af því hann er ekki einskær leikur heldur dramatískur sjón- leikur sem „stenst raun- veruleikann“ (89) og spegl- un lesandans. Meira að segja andstæður og hliðstæður, mótsagnir og þversagnir (sem ljóðin eru jafnan mjög auðug af) og ótal fleiri innri eðlisþættir ljóðsins eignast þar sjálfstæða tilveru og verða sjálfstöndugur hluti af „boðskap“ ljóðsins – „skrautið“ (jafnvel rímið) er þar sjálfbær merking og getur jafnvel fangað sjálfan kjarnann þegar það tekur eigin byggingarmót og beit- ir þeim í þágu afbyggingar, brýtur niður takmarkanir með eigin fjötrum, beitir innri festi gegn ytra hafti sem þá leysir úr læðingi nýtt merkingarsvið. Í línu- dansi þeirrar íþróttar á Þór- arinn Eldjárn engan maka – allt frá því „lírukassinn í lágnættinu söng“ (um þá sem eiga svör við öllu en enga spurn). Fullt hús matar, frábær skurn. Sigurður Hróarsson Að eiga spurn við öllu Þórarinn Eldjárn skáld: Sjö ljóðakaflar mynda nýja ljóðabók hans, Fjöllin verða að duga. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFAN Ung stúlka kemur í þorpið þar sem amman bjó þar til hún lést árið áður. Hún ætlar að dveljast um hríð í húsi ömmu sinnar án þess að ætl- ast neitt sérstakt fyrir. Strax á fyrsta degi hittir hún stúlku sem hún verður heltekin af við fyrstu sýn – og þessi hrifning stýrir síðan fram- vindu sögunnar þar sem upp- rifjun á æskuárunum fléttast inn. Hvað lengd og efnistök varðar er á mörkunum að Saga af bláu sumri, fyrsta skáldsaga Þórdísar Björns- dóttur, sé skáldsaga. Mætti frekar telja hana nóvellu, langa smásögu þar sem sam- band stúlknanna tveggja er kjarni sögunnar, öllu heldur óútkljáð og óleyst þrá þeirrar sem segir söguna. Saga um dvöl í húsi sem hefur komið við fyrri sögu býr til tvöfaldan tíma, þá og nú, sem svo á einhvern hátt spila saman: 1. kafli sögunnar er upprifjun stúlkunnar á æskuupplifunum í húsi ömm- unnar. Ljúfar minningar um líf og veröld sem einu sinni var og sem ylja og gleðja síðar á ævinni þó ævin sé enn stutt þegar hér er komið sögu. Hér fannst mér línurnar strax óskýrar: myrkur og ein- vera vekur bæði öryggi og hræðslu. Stúlkan horfir út í myrkrið og sér verur í kvist- unum sem „urðu góðir kunn- ingjar sem ég hlakkaði til að hitta“. (Bls. 7) En alveg frá sex ára aldri hefur hún séð eitthvað, verið skyggn og varð eftir þá reynslu „haldin óstjórnlegum ótta við myrkrið innandyra“. (Bls. 9) Stúlkan er sólgin í kaffi, nýtur ilmsins og áhrifanna, jafnvel þó hún hafi hjartsláttartruflanir sem hún tengir kaffidrykkjunni. Kaff- ið kemur við sögu í kynnum stúlknanna – teskeið hrært í kaffibolla og hljóðið sem af hlýst – en þetta er eitt af fleiri atriðum sem virðist ögn hanga í lausu lofti í sögunni. Þegar í fyrstu hugsar hún um stúlkuna sem hún hefur séð á leiðinni í húsið, „þá fal- legustu veru“ sem hún hefur augum litið og sem birtist henni „líkt og helgimynd úr fjarlægum draumi sem virt- ist eiga sér einhverja hlið- stæðu innra með mér“. (Bls. 15-16) Næstu hugsanir um stúlkuna tengjast þráhugsun- um og löngun sem hún hefur áður fundið fyrir um að gera eitthvað hræðilegt – stúlkan vekur henni „þrá og losta“ og „þrá eftir að fórna einhverju mikilvægu fyrir hana“ (bls. 35): hugmyndir tengdar ást eins og þær birtast oft í lífi og listum. Líkt og sögukonan finnur strax á sér líkist helgimyndin henni sjálfri við nánari kynni – þær eru báðar einfarar sem hafa búið um sig í húsum gamalmenna. Undir lok bókarinnar er stúlkan enn „að springa af þrá eftir að umbylta öllu eða taka ein- hverja áhættu sem skipti máli“. (Bls. 90) Þrá og losti, hvort sem er kynferðislegur eða tilvistarfræðilegur, fer ekkert lengra, geðshræringin er viðvarandi. Táknræn atriði – svo sem skordýraáhugi og barn sem leikur að það sé dáið – vekja hugrenningatengsl án þess að þau nái að skerpa söguna því framvinduna vantar. Í lok bókarinnar hafa persónurnar því ekki hafa hreyfst úr stað og þá lesandinn ekki heldur: hugmyndirnar sem vaktar eru vinda ekki upp á sig þó vikurnar líði. Stúlkan kemur í þorpið með rútu svo vélaöldin er greinilega gengin í garð og nútíminn birtist í formi kjör- búðar en er annars fjarver- andi. Það er ekkert líf í þorp- inu sjálfu – stúlkan hittir aðeins örfáa þarna. Umhverfið verður því nánast eins og í ævintýri, einfalt og að mestu tímalaust en sagan þó án sterkra drátta sem ein- kenna ævintýri. Málið á sög- unni er markað sama tíma- leysinu, einfalt og látlaust en án tilþrifa. Heltekning er hugarástand sem markast af ástríðum svo jaðrar við bilun – hér er heltekningin of hógvær til hún nái inn í merg og bein. Sigrún Davíðsdóttir Hógvær heltekning Þórdís Björnsdóttir ljóðskáld sendir frá sér sína fyrstu skáld- sögu. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR SAGA AF BLÁU SUMRI Þórdís Björnsdóttir ASKA Yrsa Sigurðardóttir FJÖLLIN VERÐA AÐ DUGA Þórarinn Eldjárn 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.