Fréttablaðið - 09.12.2007, Page 4

Fréttablaðið - 09.12.2007, Page 4
4 9. desember 2007 SUNNUDAGUR GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 119,0918 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 61,50 61,80 125,00 125,60 89,98 90,48 12,063 12,133 11,215 11,281 9,569 9,625 0,5514 0,5546 97,16 97,74 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR SETT EHF • ASKALIND 2A • 201 KÓPAVOGUR • SÍMI: 534 1400 • WWW.SETT.IS OPNUNARTÍMI: MÁN. - FÖS 11:00 - 18:00 LAUGARDAGA 11:00 -16:00 SUNNUDAGA 13:00 - 16:00 BJÓÐUM MIKIÐ ÚRVAL AF TUNGUSÓFUM Á HAGSTÆÐU VERÐI VÖNDUÐ HÚSGÖGN SÓFASETT, HVÍLDARSÓFAR, BORÐSTOFUHÚSGÖGN, RÚM OG MARGT FLEIRA Fakta tungusvefnsófi (Stærð: 237 x 160 sm) Hægt að velja hvoru megin tungan er. Fæst einnig sem hornsófi Verð kr. 109.900,- FÉLAGSMÁL Íbúar í sambýlinu á Miklubraut 18 segja matinn sem þar er boðið upp á vera betri en hann var í fyrra. Þetta kemur fram í úttekt Velferðarsviðs Reykjavíkur. Stuðningsbýli fyrir heimilis- lausa hefur verið rekið á Miklu- braut 18 í rúm fjögur ár. Kristi- legu samtökin Samhjálp annast reksturinn samkvæmt samningi við félagsþjónustuna. Pláss er fyrir átta manns á heimilinu. Ný úttekt á starfseminni byggir á samtölum við starfsmann á Miklubraut 18 og við heimilismenn sjálfa og félagsráðgjafa þeirra. Sambærileg úttekt í fyrra leiddi í ljós að heimilismenn töldu að stundum væri borinn skemmdur matur á borð fyrir þá. Að sögn íbúanna hefur þetta breyst þótt heiti maturinn sem boðið sé upp á sé misgóður. Þeir lögðu þó áherslu á að gagnrýni á matinn beindist alls ekki að mat- ráðskonu hússins. Hún væru lífið, hjartað og sálin í húsinu. Ráðgjafar sögðu aðstöðuna á Miklubraut vera slæma og við- haldi hússins ábótavant. Flestir þeirra voru sammála um að starf- semin mótaðist af því að vera rekin af kristilegum samtökum. Það sögðu íbúarnir líka en tóku fram að þeir teldu það ekki há starfseminni. Flestir eru þeir í vinnu eða endurhæfingu og geng- ur vel að vinna að markmiðum sem þeir hafa sett sér. - gar Úttekt leiðir í ljós framfarir á sambýli fyrir heimilislausa þótt aðstaðan sé slæm: Betri matur á Miklubraut 18 MIKLABRAUT 18 Átta heimilislausir búa á sambýlinu sem opnað var á Miklu- braut 18 í ágúst 2003. Skeiðarárhlaup í rénum Svo virðist sem hlaupið í Skeiðará hafi náð hámarki síðdegis á föstudag- inn. Gunnar Sigurðsson sérfræðingur hjá Orkustofnun segir að hlaupið hafi verið lítið. NÁTTÚRA KIRKJUMÁL Sóknarnefnd Seltjarnar- neskirkju harmar þá atlögu sem hún telur að gerð hafi verið gegn kristni og kirkjunni í landinu að undanförnu. Í yfirlýsingu frá nefndinni segir að svo sé að sjá sem hreinsa eigi skólana af kristinni fræðslu og fara með orðið „kristinn“ sem feimnis- mál. „Það hefur verið dapurlegt að verða vitni að þessu í aðdraganda aðventunnar,“ segir í yfirlýsing- unni. „Sá er illa læs á íslenska sögu sem ekki er læs á kristið mál. Menningaráhrif kristindómsins eru mikil og margvísleg hér á landi,“ segir í yfirlýsingunni. - ghs Seltjarnarneskirkja: Kristni orðin feimnismál? HARMAR ATLÖGU Sóknarnefnd Seltjarn- arneskirkju harmar „atlögu gegn kristni og kirkjunni í landinu“ að undanförnu. ÍRAK Að minnsta kosti sjö létust í bílasprengingu sjálfsmorðsárásar- manns í bænum Baiji í norður- hluta Íraks. Árásin átti sér stað snemma í gærmorgun og í það minnsta ellefu særðust að auki. Árásinni var beint að byggingu öryggis- sveita Bandaríkjamanna og íraskra hersveita. Fjórir þeirra sem létust voru meðlimir öryggis- sveitanna en þrír voru borgarar. Á föstudaginn voru tvær sjálfsmorðsárásir í nærliggjandi héraði, Diyala, en þar létust 26 manns. Árásir uppreisnarmanna í Norður-Írak hafa aukist eftir að öryggissveitir neyddu þá frá mið- og vesturhéruðum Íraks. - hs Uppreisnarmenn í N-Írak: Sjö láta lífið í sjálfsmorðsárás MANNFALL Í ÍRAK Uppreisnarmenn réðust í gær á bækistöð norður af Bag- dad og drápu í það minnsta sjö manns. NORDICPHOTOS/AFP Fjölga ekki hermönnum Aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands segir að Rússar muni ekki fjölga hermönnum við vesturlandamæri sín ef NATO lætur hernaðaruppbyggingu eiga sig. Vladimír Pútín hefur sagt upp samningi um takmörkun hefðbundins herbúnaðar í Evrópu. RÚSSLAND MEXÍKÓ, AP Stjórnvöld í mexí- kósku landamæraborginni Ciudad Juarez hafa ákveðið að láta grafa upp meira en fjögur þúsund lík úr fjöldagröfum og greina erfðaefni þeirra svo hægt verði að bera kennsl á líkin. Tilgangurinn er meðal annars sá að upplýsa um slæleg vinnu- brögð lögreglunnar, sem er sökuð um að hafa ekki rannsakað nægilega fjölda morðmála og mannshvarfa. Líkin voru grafin á árabilinu 1991 til 2005. Upplýsingarnar verða geymdar í gagnagrunni en líkamsleifarnar síðan grafnar á ný, og fær þá hvert lík sína gröf. - gb Landamæraborg í Mexíkó: Grafið upp úr fjöldagröfum VINNUMARKAÐUR Skoðanir á veik- indafjarvistum á vinnumarkaði eru skiptar milli Norðurlanda- þjóðanna. Danir eru frjálslyndast- ir hvað varðar fjarvist frá vinnu vegna veikinda en Finnar og Íslendingar eru íhaldsamastir. Þetta kom fram í könnun sem gerð hefur verið á vegum Norrænu ráð- herranefndarinnar um atvinnulíf og þróun veikindafjarvista á Norð- urlöndunum. Flestir Norðurlandabúar eru þeirrar skoðunar að það sé í lagi að vera heima þegar maður er með kvef og hita, eða fimmtungur aðspurðra. Einnig þykir í lagi að vera heima þegar nánir fjölskyldu- meðlimir þurfa á umsjón að halda og sömuleiðis ef um einelti er að ræða á vinnustað. Í þeim tilfellum þykir líka í lagi að vera lengst frá vinnu eða í 21 dag. Tólf prósent svarenda telja ekki í lagi að vera heima með kvef og hita. Afgerandi verst þykir að vera heima frá vinnu vegna timbur- manna og mikillar drykkju daginn áður. Mikill meirihluti Norð- manna, eða 81 prósent, telur að fólk eigi ekki að melda sig veikt vegna timburmanna og þrír af hverjum fjórum Finnum eru á þessari skoðun. Ekki þykir gott að vera heima vegna svefnleysis nóttina áður eða vegna óánægju með aðstæður á vinnustað. Þegar ástæður veikindafor- falla eru skoðaðar er lítill munur á milli Norðmanna, Svía, Íslend- inga og Finna. Í Danmörku eru langjákvæðust viðhorf til veik- indaforfalla af þjóðunum fimm. Viðhorf til fjarvista eru mis- jöfn milli kynja og eins milli ald- urshópa. Þannig hafa konur frek- ar skilning á fjarvistum en karlar og þeir yngri frekar en þeir eldri. Menntun hefur einnig áhrif á við- horfin og sömuleiðis hvort svar- endur vinna hjá hinu opinbera eða á almennum markaði. Þeir sem vinna í stórum fyrirtækjum samþykkja til dæmis frekar fjar- vistir frá vinnu en þeir sem vinna í litlum fyrirtækjum. Atvinnurekendur í Danmörku og Noregi taka fjarvistartilkynn- ingum betur en atvinnurekendur í hinum löndunum óháð ástæð- um. Þeir hafa skilning á fjarvist- um í minnst sextán daga en atvinnurekendur í Finnlandi og á Íslandi hafa minnstan skilning á fjarvistum og samþykkja bara fjarvistir í allt að viku. ghs@frettabladid.is Kvef og hiti gefur grænt ljós á fjarvist Norðurlandabúar telja í lagi að vera heima frá vinnu vegna kvefs og hita og ein- eltis á vinnustað. Atvinnurekendur í Danmörku og Noregi telja fjarvist í rúmar tvær vikur í lagi en á Íslandi og í Finnlandi er aðeins í lagi að vera heima í viku. FRÁ VINNU Í VIKU Á ÍSLANDI Fimmti hver Norðurlandabúi telur í lagi að vera heima frá vinnu ef maður er með kvef eða hita en tíundi hver telur það ekki í lagi. Atvinnu- rekendur í Danmörku eða Noregi telja í lagi að vera frá vinnu í sextán til sautján daga en atvinnurekendur í Finnlandi og á Íslandi samþykkja bara fjarvist frá vinnu í upp undir viku. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. GARÐABÆR Afsláttur af fasteigna- sköttum eldri borgara og öryrkja hækkar ásamt hvatapeningum til íþrótta- og tómstundastarfs barna í Garðabæ á næsta ári. Fram- kvæmdir munu einnig hefjast við nýjan miðbæ í Garðabæ, sam- kvæmt fjárhagsáætlun bæjarins árið 2008 sem lögð var fram í bæjarstjórn fyrir helgi. Hvatapeningarnir hækka úr tuttugu þúsund krónum á barn í 25 þúsund, og er einnig lagt til að þeir verði greiddir til átján ára aldurs í stað sextán ára. - sþs Fjárhagsáætlun Garðabæjar: Hvetja til íþróttaiðkunar GENGIÐ 07.12.2007
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.