Fréttablaðið - 10.12.2007, Side 25

Fréttablaðið - 10.12.2007, Side 25
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR JÓLIN KOMA GRÆJUR ATVINNA VINNUVÉLAR O.FL. Sara Hlín á sér uppáhaldshorn þar sem fjöl- skyldan nýtur ósjaldan góðra samverustunda. Sara Hlín Hálfdánardóttir bókaútgefandi segir tungu- sófann sem hún og maður hennar festu kaup á í fyrra án efa uppáhaldshlutinn sinn. „Við keyptum hann þegar ég var ólétt að öðru barninu okkar og þá aðal- lega af því hann er með alveg sérstaklega breiðri tungu sem rúmar alla fjölskylduna. Á kvöldin og sér- staklega um helgar liggjum við fjögur í tungunni með eitthvað gott í skál og höfum það náðugt,“ segir Sara Hlín. Fyrir átti Sara Hlín sófa sem var meira fyrir augað en ekki mjög þægilegur og var þessi keyptur með fjölskyldustundirnar í huga. „Svo þegar drengirnir eru sofnaðir getum við hjónin teygt þarna úr okkur yfir góðri mynd,“ útskýrir hún. Sara Hlín segir tungusófann hafa margþætt nota- gildi og að strákarnir hennar sæki mikið í hann. „Ég hef það fyrir reglu að setjast niður með þeim einu sinni á dag þar sem ég gef þeim alla mína athygli. Oftast lesum við bók og ég reyni að gera báðum til geðs en annar er sjö mánaða og hinn þriggja og hálfs. Yfirleitt sýni ég þeim litla dýrabók á meðan ég les fyrir þann eldri og afraksturinn af því hefur skilað sér í fyrsta dýrahljóðinu hjá þeim stutta en hann hvæsir eins og ljón þegar hann er spurður hvað ljónið segir.“ Sara Hlín rekur bókaútgáfuna Unga ástin mín og fyrir þessi jól komu þar út ellefu nýjar bækur. Í fyrra gaf hún út sex bækur fyrir minnstu börnin og fengu þær góðar viðtökur. Nú hefur hún bætt við úrvalið og gefur meðal annars út verkefna- og vinnubækur fyrir eldri börn og stefnir að útgáfu lestrarbóka. Sara þýðir bækurnar sjálf og segist leggja mikið upp úr því að hafa þær á fallegri og góðri íslensku því lengi býr að fyrstu gerð. vera@frettabladid.is Dýrmætar stundir með fjölskyldunni í tungunni Tungusófinn hefur margþætt notagildi. Þar er kúrað, lesið og leikið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SKIPULAG Á SKÓNUM Skóskápar og hillur koma sér vel þegar haldin eru jólaboð. HEIMILI 4 JÓLABLÓMIN KOMIN Lifandi blóm lífga upp á heimilið um jólin. JÓL 3

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.