Fréttablaðið - 16.12.2007, Síða 8

Fréttablaðið - 16.12.2007, Síða 8
 16. desember 2007 SUNNUDAGUR G O T T F O L K Kynbundinn launamunur - Aðferðir til úrbóta Málþing Mánudaginn 17. desember Hótel KEA, Akureyri 12:00 - 13:15 Jafnréttisstofa í samstarfi við ,,Evrópuár jafnra tækifæra” og félagsmálaráðuneytið efnir til málþings um kynbundinn launamun og aðferðir til úrbóta. Dagskrá: 12:00 Kristín Ástgeirsdóttir framkvæmdastýra Jafnréttisstofu setur fundinn 12:05 Tekjumunur karla og kvenna: Upplýsingar úr skattframtölum Hjálmar G. Sigmarsson, sérfræðingur Jafnréttisstofu 12:25 Að snúa vörn í sókn - Tiltekt í launakerfi Akureyrarbæjar Katrín Björg Ríkarðsdóttir, framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar Akureyrarbæjar 12:45 Tala minna - gera meira Ingibjörg Óðinsdóttir, forstöðumaður mannauðssviðs Skýrr 13:05 Samantekt og umræður Léttar hádegisveitingar í boði. Málþingið er öllum opið og aðgangur er ókeypis Evrópuár jafnra tækifæra 2007 SJÁVARÚTVEGUR Landssamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) gagnrýnir veiðigjald harðlega sem sértæka skattheimtu og vill að það verði fellt niður. Sambandið telur jafnræðisreglu stjórnarskrárinn- ar brotna og gjaldið hamla upp- byggingu á landsbyggðinni. Aðrir segja veiðigjaldið eðlilega gjald- heimtu fyrir nýtingarréttinn á sameiginlegri auðlind þjóðarinn- ar. Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, hefur gagn- rýnt veiðigjaldið harðlega að und- anförnu. Hann segir gjaldið sértækan skatt á íslenskan sjávar- útveg sem samrýmist ekki jafn- ræðisreglu stjórnarskrárinnar. Frá því að veiðigjaldið var lagt á hefur gengi íslensku krónunnar verið hátt. LÍÚ áætlar að sjávarút- vegurinn hafi orðið af um áttatíu milljarða tekjum vegna þessa, sem eitt og sér sé nægjanleg rétt- læting fyrir niðurfellingu gjalds- ins. Einnig hafi útgjöld vegna hækkunar olíuverðs aukist um sex milljarða á ári milli áranna 2003 og 2006. Friðrik bendir jafnframt á að Hagfræðistofnun Háskóla Íslands hafi komist að þeirri niðurstöðu að neikvæð áhrif veiðigjalds á eignir landsmanna, og þá einkum á lands- framleiðslu, gætu leitt til þess að tekjuaukning hins opinbera af álagningu veiðigjalds verði engin eða jafnvel neikvæð. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að gagnrýni LÍÚ verði að skoðast í ljósi hagsmunabaráttu sambandsins. Hann segir rök- semdafærslu Friðriks, sem byggir að hluta á skýrslu frá Hagfræði- stofnun, ekki standast. „Skýrslan var skrifuð fyrir og á kostnað LÍÚ. Það er ekkert samkomulag um niðurstöðu þessarar skýrslu, hvorki innan háskólans né á meðal hagfræðinga. Það er því ódýrt að beita háskólanum fyrir sig á þenn- an hátt.“ Þórólfur gefur lítið fyrir umræð- ur um niðurfellingu veiðigjalds- ins. „Um áttatíu prósent þjóðar- innar er hlynnt þessari gjaldtöku og enn fleiri vilja taka sams konar gjald fyrir losunarkvóta stór- iðjunnar. Ef menn ætla síðan að einkavæða eitthvað í orkugeiran- um verður að nota áþekka gjald- heimtu til að almenningur njóti þeirrar eignar sem einkavædd er. Rökin fyrir veiðigjaldinu eru því að styrkjast eftir því sem á líður.“ Á föstudag samþykkti Alþingi breytingu á lögum um stjórn fisk- veiða. Veiðigjald af þorski er fellt niður til tveggja ára auk þess sem gjaldið er lækkað úr 8-9,5 prósent- um í 4,8 prósent á öðrum tegund- um. Með breytingunni lækkar veiðigjald á útgerðir um tæplega 300 milljónir króna á yfirstand- andi fiskveiðiári, til viðbótar þeim 275 milljónum sem afnám veiði- gjalds á þorsk sparar útgerðinni í ár. svavar@frettabladid.is Veiðigjaldið mjög umdeilt LÍÚ gagnrýnir veiðigjald sem sértækan skatt og vill að gjaldið verði fellt niður. Gjaldið er stjórnarskrár- brot, að mati sambandsins. Prófessor í hagfræði segir rök fyrir gjaldheimtunni hafa styrkst með tímanum. ÞÓRÓLFUR MATTHÍASSON FRIÐRIK J. ARNGRÍMSSON Í AÐGERÐ Veiðigjald af þorski hefur verið fellt niður vegna niðurskurðar þorskafla- heimilda. FRÉTTABLAÐIÐ/JSE NOREGUR, AP Jólamánuðurinn er þungur fyrir pyngjuna hjá mörg- um vegna jólainnkaupa og þótti 26 Norðmönnum því ekki á það bæt- andi þegar þeir voru rukkaðir um allt að níu milljónir í stöðumæla í Þrándheimi í síðustu viku. Þegar ökumennirnir greiddu með debetkortum sínum í stöðu- mælana olli galli í tölvukerfi því að tíuþúsundfalt gjald var dregið af reikningum þeirra. „Fólk var rukkað um á bilinu 2,3 milljónir til 9,1 milljónar króna,“ sagði Steinar Myrh, yfirmaður hjá bílastæðastofnun Þrándheims. Sagði hann unnið að leiðréttingu í bönkum. - sdg Galli í tölvukerfi í Þrándheimi veldur usla: Níu milljónir í stöðumælagjald STÖÐUMÆLIR Mistökin komu á versta tíma fyrir marga, mitt í allri jólaösinni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.