Fréttablaðið - 16.12.2007, Page 10

Fréttablaðið - 16.12.2007, Page 10
 16. desember 2007 SUNNUDAGUR Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Stór og lítil heimilistæki, símtæki og ljós í miklu úrvali. Gæðaryksugur frá Siemens. Virkilega þrífandi hrífandi. Þessi er nauðsynleg við jólabaksturinn. Er ekki upplagt að fá sér ný ljós fyrir jólin? Frábær jólatilboð Gríptu augnablikið og lifðu núna Fyrir þá sem kjósa einfaldleikann Nokia 2626 FM-útvarp Bleikur, blár og hvítur Fer á Netið með Vodafone live! 7.900 kr. Nettur sími fyrir samskiptaóða Samsung M300 VGA myndavél FM-útvarp Edge Bleikur og blár Fer á Netið með Vodafone live! 12.900 kr. Flottur samlokusími fyrir þá kröfuhörðu Nokia 2760 VGA myndavél FM-útvarp Bluetooth Rauður, grár og brons Fer á Netið með Vodafone live! 14.900 kr. Komdu við í næstu Vodafone verslun ÖRYGGISMÁL Ráðlegt er að loka öllum gluggum í stormi, svipað og var fyrir helgina, að sögn Jóns Sig- urjónssonar, yfirverkfræðings hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, og ekki bara áveðurs heldur líka hlé- megin. Ef gluggi er opinn hlémeg- in er meiri hætta á vatnsleka og jafnvel gluggabroti. Þegar veðrið fer að ganga niður er í lagi að opna glugga hlémegin. „Ef maður opnar hlémegin þá færir maður allan þrýstingsmun- inn yfir á áveðurshliðina. Ef það rignir líka þá lekur frekar en ef maður lokar hlémegin þá dreifist álagið á hléhliðina og áveðurshlið- ina þannig að þrýstimunur yfir áveðurshliðina verður ekki eins mikill og ef maður opnar gluggana hlémegin,“ segir hann. Gler í gluggum er ekki viðkvæmt fyrir roki heldur fyrst og fremst áfoki. „Ef maður er mjög hræddur eða þarf að vera innan við stóra glugga, sem maður er hræddur við, þá er það eina sem maður getur gert að líma krossa í rúðuna til að minnka hættuna á að glerið spýtist inn í herbergið,“ segir hann. „Annað getur maður eiginlega ekki gert nema maður vilji fara út og negla fyrir. Og það er nú yfir- leitt ekki gert nema þá að það sé spáð alveg aftakaveðri sem kemur kannski á tíu til tuttugu ára fresti. Þá getur í einstaka tilfelli verið réttlætanlegt að fara út og negla fyrir.“ - ghs Rétt er að loka öllum gluggum í stormi eins og var fyrir helgi: Rúður viðkvæmar fyrir áfoki HAFA GLUGGA LOKAÐA Best er að hafa alla glugga lokaða meðan stormur gengur yfir. UMHVERFISMÁL Sviptingar urðu í lok loftslagsþings Sameinuðu þjóðanna á Balí og mátti litlu muna að samkomulag næðist um atriði Balí-vegvísisins, sem settur er til grundvallar allsherjarsamkomulags um loftslagsmál árið 2009. Snemma í gærmorgun var samningatextinn lagður fram og kom þá í ljós að Indland auk fleiri þjóða gátu ekki sæst á ákveðin atriði. Bandaríkin lögðust gegn breytingartillögum þróunarríkjanna og brugðust fundarmenn við með með háværu bauli. Eftir tilfinningaþrungna umræðu og uppnám í fundarsal sættist fulltrúi Bandríkjanna að lokum á tillöguna og uppskar mikið lófaklapp. Í tilkynningu frá Þórunni Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra segir að um sögulegt samkomu- lag sé að ræða þar sem öll ríki heims komi til með að taka þátt í nýjum loftslagsviðræðum. Þá segir hún erfitt verk fram undan að útfæra samkomulagið og skipta byrðum milli ríkja, en það sé stórt skref að hefja verkið í samvinnu allra. Samþykkt var að stefna að gerð nýs allsherjar- samnings fyrir árið 2009, framhaldi á Kyotobókun- inni, sem rennur út árið 2012. Gert er ráð fyrir að nýr samningur fjalli um aðgerðir til að draga úr losun, auka bindingu og aðlögun að loftslagsbreytingum. Helsta ágreiningsefni Bandaríkjanna og Evrópu- sambandsins varðaði hvort setja ætti skýr töluleg markmið um að aðildarríki minnkuðu útblástur um 25 til 40 prósent á næstu tólf árum væri miðað við útblástur árið 1990. Evrópusambandið hélt því fram að nauðsynlegt væri að setja ákveðin markmið áður en farið yrði í samningaviðræður og haft var eftir sérfræðingum að 25 til 40 prósent losun væri nauðsynleg svo hægt væri að ná fyrri markmiðum um að helminga losun fyrir árið 2050. Bandaríkin, Japan og fleiri töldu aftur á móti eðlilegra að setja slík markmið í lok samningaferlis- ins og svo fór að lokum að tekið var tillit til athuga- semda þeirra. eva@frettabladid.is Litlu mátti muna að samkomulag næðist Á lokaspretti loftslagsþings á Balí kom upp ágreiningur milli þróunarríkja og Bandaríkjanna. Að lokum náðist samkomulag sem umhverfisráðherra segir vera sögulegt. Ekki er kveðið á um töluleg markmið um minnkun útblásturs. BALÍ-FUNDI LOKIÐ Tilfinningaþrungnar umræður urðu á síð- ustu klukkustundum loftslagsþingsins í Balí.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.